Færslur: siðgæðislögregla

Íransstjórn mótmælt í París og Lundúnum
Lögregla í Lundúnum og París stöðvaði mótmælendur frá því að halda að sendiráði Írans í borgunum báðum. Hörð átök brutust út milli lögreglu og mótmælenda.
Íran:Krefjast tilslökunar á reglum um klæðaburð kvenna
Einn helsti umbótaflokkur Írans krafðist þess í gær að látið verði af ströngum reglum íslamska lýðveldisins um klæðaburð kvenna. Flokkurinn vill einnig að siðgæðislögreglan verði lögð niður.
Slaka á hömlum til að tryggja Írönum netaðgengi
Bandaríkjastjórn tilkynnti í gær að slakað yrði á útflutningshömlum til Íran svo tryggja megi landsmönnum aukið netaðgengi. Írönsk stjórnvöld hafa reynt að bæla niður fjölmenn mótmæli í landinu með því að skerða netsamband almennings.
24.09.2022 - 01:33
Raisi segir málfrelsi ríkja en upplausn sé ekki liðin
Ebrahim Raisi, forseti Írans, segir málfrelsi ríkja í landinu en að stjórnvöld geti ekki sætt sig við upplausnarástand. Að minnsta kosti 17 eru látin í fjölmennum mótmælum vegna dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglu.
Tala látinna hækkar í mótmælum í Íran
Sjö hafa látist og tugir eru sagðir hafa særst í fjölmennum mótmælum í Íran síðustu daga. Mótmælin brutust út eftir að ung kona lést í haldi svokallaðrar siðferðislögreglu. Fjölskylda hennar telur að hún hafi verið barin til bana. 
Fjölmenn mótmæli í Íran fjórða daginn í röð
Fjölmenni tók þátt í mótmælum víðsvegar um Íran í gær, fjórða daginn í röð, og hrópaði slagorð gegn klerkastjórninni. Kveikja mótmælanna er andlát 22 ára konu í haldi siðgæðislögreglunnar.