Færslur: siðareglur

„Einkenni þess að við búum í þöggunarmenningu“
Þingmenn Pírata lýstu áhyggjum af stöðu fjölmiðlafrelsis hér á landi og tjáningarfrelsis hér á landi á Alþingi í dag. Bæði ríki og Alþingi þurfi að sýna að þau skilji mikilvægi frjálsrar fjölmiðlunar, fjölmiðlafrelsi og tjáningarfrelsi.
27.04.2021 - 15:10
Stjórn RÚV aðhefst ekki vegna erindis Samherja
Stjórn Ríkisútvarpsins ætlar ekki að taka afstöðu til kröfu útgerðarfélagsins Samherja um að fréttamaður RÚV fjalli ekki meira um málefni fyrirtækisins. Stjórn RÚV ákvað þetta á fundi sínum í gær, 30. mars, eftir að erindi útgerðarinnar var beint til stjórnarinnar.
31.03.2021 - 12:39
Fjarlægja ein ummæli Helga Seljan úr úrskurði
Siðanefnd RÚV hyggst leiðrétta úrskurð sinn í máli Samherja gegn 11 starfsmönnum RÚV. Ein ummæli sem nefndin taldi alvarlegt brot á siðareglum snérust alls ekki um Samherja.
Ummæli Helga Seljan brot á siðareglum en önnur ekki
Siðanefnd RÚV vísar ýmist frá eða metur svo að siðareglur hafi ekki verið brotnar vegna um­mæla tíu starfs­manna RÚV á samfélagsmiðlum um Sam­herja. Nokkur ummæli Helga Seljan, eins stjórnanda fréttaskýringarþáttarins Kveiks, voru talin fela í sér alvarlegt brot. Engin efnisleg afstaða var tekin til fréttaflutningsins sjálfs. Samherji kærði 11 starfsmenn RÚV til siðanefndarinnar.
Trump hvattur til að ávíta efnahagsráðgjafa sinn
Óháð bandarísk stofnun, sem hefur eftirlit með að siðareglum sé fylgt í stjórnsýslu og stjórnmálum (OSC), hvetur Donald Trump Bandaríkjaforseta til að ávíta Peter Navarro efnahagsráðgjafa opinberlega.
Gagnlegt að fá álit frá ÖSE
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að þingið hafi sent ÖSE þýðingu á tillögu að breytingum á siðareglum og fulltrúar þess veiti þinginu ráðgjöf og eftir atvikum formlega umsögn ef vilji standi til þess. Gagnlegt sé að fá þessa sérfræðinga sem aðstoði fjölda þjóðþinga í Evrópu til skrafs og ráðagerða.
03.02.2020 - 19:34
Viðurlög við brotum á siðareglum víðast harðari en hér
Viðurlög við broti á siðareglum þingmanna eru harðari í flestum öðrum löndum og felast til að mynda í útilokun frá formennsku í nefndum eða fjársekt. Sérfræðingur ÖSE segir mikilvægt að nýta reynsluna úr Klausturmálinu til þess að endurskilgreina siðferðisgildi þingmanna.
03.02.2020 - 18:15