Færslur: Sérsveitin

Vopnaður maður handtekinn við Sæbraut
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra handtóku skömmu fyrir hádegi vopnaðan mann á göngustígnum við Sæbraut í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.
29.06.2021 - 13:44
Sprengjudeild sérsveitar að störfum í Bríetartúni
Sprengjudeild sérsveitarinnar var kölluð út að vinnusvæði í Bríetartúni í Reykjavík á ellefta tímanum í kvöld.
24.06.2021 - 23:18
Morgunútvarpið
„Við eigum mikið af efnilegum lögreglukonum“
„Við eigum mikið af efnilegum lögreglukonum á Íslandi sem myndu sóma sér vel í sérsveitinni,“ segir Jón Már Jónsson, yfirmaður sérsveitar ríkislögreglustjóra. Inntökuskilyrði verði endurmetin á næstunni án þess að afsláttur verði gefinn á gæðum eða öryggi. 39 lögreglumenn eru í sérsveitinni í dag, enginn þeirra er kona. „Þetta er eitthvað sem verður skoðað og farið vel yfir,“ segir Jón Már.
Sérsveitin send í grunn nýja Landspítalans
Sérsveit lögreglunnar var kölluð að grunni nýja Landspítalans fyrir hádegi í dag. Að sögn Jóns Bjartmarz, yfirlögregluþjóns hjá Ríkislögreglustjóra, kom í ljós hluti af dýnamíts-túbu í grunninum þegar unnið var að fínvinnu undirlags fyrir steypuvinnu.
Viðtal
Fékk sprengjusveitina í heimsókn um helgina
Bryndís Jóhannesdóttir, grunnskólakennari í Grafarvogi í Reykjavík, fékk óvenjulega heimsókn um helgina sem hún getur reyndar kennt sjálfri sér um. Víkingasveitin og sérhæfð sprengjusveit Landhelgisgæslunnar mætti heim til Bryndísar og skipaði henni að rýma húsið í hvelli. Bryndís sagði frá málinu í Síðdegisútvarpinu í dag.
Fundu sprengiefni í sumarbústað við Borgarnes
Lögreglan á Vesturlandi óskaði nú síðdegis eftir aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra. Þetta staðfestir Jóhann K. Jóhansson, samskiptastjóri hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.
11.12.2020 - 17:44
Í gæsluvarðhald grunaðir um frelsissviptingu á Akureyri
Tveir karlmenn voru á miðvikudag úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 21. október að kröfu Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra. Eru mennirnir grunaðir um að hafa svipt ungan mann frelsi sínu.
16.10.2020 - 10:47
Myndskeið
Hafði hníf meðferðis en ógnaði engum
Sérsveitin var kölluð út síðdegis í gær eftir að tilkynning barst um mann með hníf í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Sérsveitin stöðvaði síðar leigubíl sem maðurinn var farþegi í eftir að til hans sást í Breiðholti í Reykjavík.
15.07.2020 - 17:26
Ófært fyrir lögreglu og sérsveit kölluð norður á þyrlu
Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur sent frá sér tilkynningu vegna atburða sem áttu sér stað á Kópaskeri í gærkvöldi og nótt, en eins og fréttastofa greindri frá voru þrjú handtekin í þorpinu eftir líkamsárás. Fórnarlambið liggur nú á gjörgæslu á Akureyri.
29.02.2020 - 08:03
Auka þurfi eftirlit með sérsveitinni
Aukið utanaðkomandi eftirlit þarf með sérsveit ríkisröglegustjóra, þetta er mat Helga Gunnlaugssonar prófessors í félagsfræði. Síðustu ár hafi verkefnum sem krefjast vopnaburðar fjölgað hratt. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.
23.11.2018 - 08:39
Þurfa að læra að halda púlsinum niðri
Púlsinn má ekki fara yfir 170 slög á mínútu því þá er rökhugsunin farin lönd og leið, sérsveitarmenn mega ekki vera of kvíðnir eða óöryggir en þeir mega heldur ekki hafa of mikið álit á sér, dómgreindin þarf að vera í lagi og búningurinn og byssan mega ekki stíga þeim til höfuðs. Þjálfun sérsveitarmanna lýtur að ýmsu öðru en því að hitta í mark enda þurfa þeir að vera tilbúnir til þess að skjóta manneskjur.
14.06.2017 - 17:17