Færslur: Sérstakur saksóknari

MDE telur ríkið hafa brotið gegn mannréttindasáttmála
Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í morgun í máli sem Bragi Guðmundur Kristjánsson höfðaði, að íslenska ríkið hafi brotið gegn ákvæði í mannréttindasáttmála Evrópu um bann við tvöfaldri refsimeðferð og tvöfaldri refsingu vegna sama atviks.
Mál Magnúsar fellt niður hjá MDE eftir dómsátt
Mál Magnúsar Guðmundssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, sem verið hefur til umfjöllunar hjá Mannréttindadómstól Evrópu, hefur verið fellt niður. Er það gert þar sem hann og íslenska ríkið hafa náð dómsátt vegna málsins, sem meðal annars kveður á um 2,2 milljón króna bætur honum til handa. Fréttablaðið greinir frá.
Segir Davíð Oddsson hafa fengið Jón Ásgeir á heilann
Einar Kárason, rithöfundur og höfundur Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og Seðlabankastjóra og síðar ritstjóra Morgunblaðsins, hafa fengið Jón Ásgeir á heilann upp úr aldamótunum.