Færslur: Sergei Lavrov

Innlimun nokkurra svæða Úkraínu talin í bígerð
Búast má við að þau stjórnvöld sem Rússar hafa komið til valda á herteknum svæðum í suðurhluta Úkraínu séu undir miklum þrýstingi frá Kreml að tryggja völd sín með því að efna til atkvæðagreiðslu um sameiningu við Rússland síðar á þessu ári.
Blinken og Lavrov ræddu fangaskipti símleiðis
Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands ræddu saman símleiðis í dag í fyrsta skipti frá því að innrásin í Úkraínu hófst 24. febrúar. Helsti tilgangur samtalsins var að ræða tilboð Bandaríkjastjórnar um fangaskipti við Rússa.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Sótt að fjölmiðlum um allan heim
Fréttamenn án landamæra, RSF, segja í ársskýrslu sinni að fjölmiðlafrelsi hafi hafi ekki verið jafn lítið og nú frá því á tímum Kalda stríðsins. Sótt sé að frjálsum og óháðum fjölmiðlum í öllum heimshlutum, jafnvel í Evrópu þar sem mest frelsi hefur verið. RSF samtökin hafa í tuttugu ár gefið út World Press Freedom Index, lista yfir frelsi fjölmiðla í 180 ríkjum. Á nýjasta listanum sem birtur var í maí er Norðurlöndin í efstu sætunum nema Ísland, sem er í 15. sæti.
Bandaríkjastjórn semur um lausn Griner
Bandarísk stjórnvöld hafa gert Rússum tilboð varðandi framsal tveggja Bandaríkjamanna sem þeir hafa í haldi. Annar þeirra er körfuboltastjarnan Brittney Griner sem var handtekin í febrúar.
Rússar ætla að steypa Zelensky og Úkraínustjórn
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í dag að Rússar ætli sér að koma Volodymyr Zelensky Úkraínuforseta og ríkisstjórn hans frá völdum. Þetta er þvert á fyrri yfirlýsingar ráðherrans og annarra ráðamanna í Kreml.
24.07.2022 - 23:53
Lavrov vill herða sókn Rússlandshers utan Donbas
Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands, lýsti því yfir við rússneska ríkissjónvarpsstöð í dag, að stefna Rússlandshers væri ekki lengur bundin við að ná yfirráðum á Donbas-svæðinu í Austur-Úkraínu.
20.07.2022 - 18:14
Gagnrýndi Vesturlönd og fór snemma af G20-fundi
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, yfirgaf utanríkisráðherrafund G20-ríkjanna á Balí í Indónesíu nokkru áður en honum lauk. Áður sagði hann kollegum sínum að það sem stefnir í að verða alþjóðlegur matvælaskortur verði ekki rakið til innrásar Rússa í Úkraínu og að refsiaðgerðir Vesturlanda sem miða að því að einangra þá jafngildi nánast stríðsyfirlýsingu.
09.07.2022 - 08:16
Lavrov mættur á utanríkisráðherrafund G20 á Balí
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, er mættur til indónesísku eyjarinnar Balí, þar sem hann mun taka þátt í utanríkisráðherrafundi G20-ríkjanna, 20 stærstu iðnríkja heims, í dag og á morgun. Nokkurs taugatitrings gætir í aðdraganda fundarins vegna þátttöku Lavrovs í skugga Úkraínustríðsins.
07.07.2022 - 07:05
Lavrov segir járntjald kalda stríðsins fallið að nýju
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, líkir samskiptunum við vesturlönd við tíma kalda stríðsins. „Járntjaldið er í raun fallið að nýju,“ segir hann. Hugtakið járntjald vísar til þeirra hugmyndafræðilegu marka sem aðgreindu Sovétríkin og bandalagsríki þeirra frá vestrænum ríkjum frá lokum síðari heimsstyrjaldar og til um 1990.
Innrás í Úkraínu
„Frelsun“ Donbas óumsemjanlegt forgangsmál Rússa
Utanríkisráðherra Rússlands segir að það sé óumsemjanlegt forgangsmál að „frelsa“ héruðin Luhansk og Donetsk undan yfirráðum Úkraínu. Þjóðverjar hafa ákveðið að hækka framlög sín til varnarmála vegna stríðsins og ríki heims halda uppteknum hætti við afhendingu vopna til Úkraínumanna.
Lavrov segir af og frá að Pútín sé veikur
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að allar vangaveltur um veikindi forsetans, Vladímírs Pútíns, séu úr lausu lofti gripnar. Orðrómur hefur verið á kreiki um nokkra hríð um að Pútín sé heilsuveill.
Ræddu staðhæfingar Lavrovs um nasisma í Úkraínu
Úkraínuforseti hefur rætt við forsætisráðherra Ísraels vegna staðhæfinga utanríkisráðherra Rússlands þess efnis að nasistar réðu ríkjum í Úkraínu og að iðulega væru gyðingar verstu gyðingahatararnir.
Ísraelar æfir yfir ummælum Lavrovs um gyðinga
Yfirvöld í Ísrael krefjast afsökunarbeiðni vegna ummæla Sergeis Lavrov utanríkisráðherra Rússlands um gyðinga.
03.05.2022 - 02:55
Lavrov segir að snúið hafi verið útúr viðvörunum hans
Utanríkisráðherra Rússlands segir vestræna fjölmiðla og stjórnmálamenn hafa snúið út úr varnaðarorðum hans um að þriðja heimsstyrjöldin gæti verið yfirvofandi.
Lavrov kveður hættu á heimsstyrjöld yfirvofandi
Utanríkisráðherra Úkraínu segir orð rússnesks kollega hans, um að þriðja heimsstyrjöldin geti verið yfirvofandi, til marks um að Rússum finnist stefna í ósigur. Orð utanríkissráðherra Rússlands féllu eftir að bandarískir ráðherrar hétu Úkraínu og fleiri ríkjum auknum fjárhags- og hernaðarstuðningi.
Lavrov fagnar viðhorfi Indverja til Úkraínudeilunnar
Rússneski utanríkisráðherrann fagnaði í dag þeirri ákvörðun indverskra stjórnvalda að fordæma ekki innrásina í Úkraínu. Auk þess myndu rússnesk og indversk yfirvöld í sameiningu finna leiðir til að eiga viðskipti fram hjá þvingunum vesturveldanna.
Kuleba og Lavrov báðir komnir til Tyrklands
Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu er kominn til Tyrklands til friðarviðræðna við Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands.
Fundur utanríkisráðherra Rússlands og Úkraínu 10. mars
Utanríkisráðherrar Úkraínu og Rússlands þeir Sergei Lavrov og Dmytro Kuleba ætla að hittast til viðræðna í Tyrklandi að undirlagi þarlendra stjórnvalda. Þetta verður fyrsti fundur utanríkisráðherranna frá því Rússar réðust inn í Úkraínu aðfaranótt 24. febrúar.
Óttast að innrásin tefji kjarnorkusamning við Írani
Frakklandsstjórn hefur lýst yfir áhyggjum um að innrás Rússa í Úkraínu verði til þess að hindra eða tefja endurlífgun kjarnorkusamnings við Íran. Rússar eru aðilar að samningaviðræðunum ásamt Bretum, Kínverjum, Þjóðverjum og Frökkum.
Leiðtogar G7 hóta Rússum frekari refsingum
Leiðtogar helstu iðnríkja heims G7 ríkjanna hóta Rússum enn harðari refsiaðgerðum og þvingunum láti þeir ekki af aðgerðum sínum í Úkraínu. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu utanríkisráðherra ríkjanna í kvöld.
Vefmyndavél
Bein útsending af Maidan torgi í Kænugarði
Sprengjudrunur heyrast víða um Kænugarð og bardagar geisa um helstu borgir Úkraínu. Stórskotaliðsárásir standa nú yfir, sprengja sprakk á Maidan-torgi í nótt og fjöldi sprenginga hefur heyrst í Troieshchyna-hverfinu.
Zelensky vill funda með Pútín
Volodymyr Zelensky, Úkraínuforseti, vill gjarnan funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta um stöðu mála í austurhéruðum Úkraínu, þar sem fjöldi vopnahlésbrota hefur verið framinn síðustu daga og við landamærin, þar sem hátt á annað hundrað þúsunda rússneskra hermanna er við æfingar.
Deilt um ábyrgð á sprengingum í austurhluta Úkraínu
Fregnir berast af sprengingum og skotum í austurhluta Úkraínu en deilt er um hvort Úkraínuher eða aðskilnaðarsinnar eigi upptökin af slíkum árásum. Utanríkisráðherra Rússlands segir þarlend stjórnvöld ætla að gefa bandaríkjastjórn svör við tillögum þeirra um öryggismál í Úkraínu síðar í dag.
17.02.2022 - 11:55
Enn von um að Úkraínudeilan leysist við samningaborð
Kanslari Þýskalands er væntanlegur til Moskvu á fund Rússlandsforseta á morgun, þriðjudag. Vonir standa enn til þess að Úkraínudeilan verði leyst við samningaborð enda virðist sáttatónn í utanríkisráðherra Rússlands.
Úkraínudeilan
Úkraínuforseti: „Óttinn er versti óvinurinn“
Volodomyr Zelensky forseti Úkraínu hvetur landsmenn til að halda ró sinni. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að engum ætti að koma á óvart þótt Rússar sviðsettu atburðarás til þess að réttlæta innrás í Úkraínu. Blinken ræddi við rússneskan kollega sinn Sergei Lavrov í gær, laugardag.