Færslur: Sergei Lavrov

Vopnuð andspyrnuhreyfing undir stjórn varaforsetans
Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sagði frá því í dag að vopnuð andspyrnuhreyfing væri að myndast gegn Talibönum í Panjshir-dal, skammt frá Kabúl. Varaforseti Afganistan er einn þeirra sem sagður er fara fyrir hópnum.
Segir þingforseta ekki hafa umboð til að banna heimsókn
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að henni hafi ekki verið formlega meinað að heimsækja Rússland. For­seti rúss­neska þjóð­þingsins vill að það verði gert vegna skýrslu hennar um stöðu Krím­tatara og al­var­leg mann­réttinda­brot á Krím­skaga.
80 milljóna króna fundur Norðurskautsráðs
Kostnaður utanríkisráðuneytisins við fund Norðurskautsráðsins hér á landi í síðasta mánuði verður líklega á bilinu 70-80 milljónir króna.
Myndskeið
Ræddu aukin menningartengsl þjóðanna
Guðni Th. Jóhannesson forseti og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, ræddu saman í dag. Lavrov lýsti í þeim viðræðum yfir vilja til að aukinn gangur færðist í byggingu kirkju Rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna á Íslandi auk þess sem þeir lýstu yfir gagnkvæmum áhuga á auknum menningartengslum ríkjanna.
Myndskeið
Katrín og Lavrov ræddust við
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hittust á fundi í Hörpu síðdegis. Þau ræddu saman að loknum fundi Norðurskautsráðsins sem haldinn var í dag.
Fréttaskýring
Heimsglugginn: Norðurskautsráðið og stofnun Ísraels
Ráðherrafundur Norðurskautsráðsins er í Reykjavík í dag, en hvaða fyrirbrigði er Norðurskautsráðið? Bogi Ágústsson og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu það í Heimsglugga Morgunvaktar Rásar-1. Þá ræddu þeir bakgrunn deilu Palestínumanna og Ísraelsmanna sem rekja má tvö þúsund ár aftur í tímann.
Myndskeið
Fundi Lavrovs og Blinkens lokið
Fundi Sergei Lavrovs, utanríkisráðherra Rússlands, og Antony Blinkens, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lauk um klukkan ellefu í kvöld. Hvorugur þeirra svaraði spurningum að fundi loknum. Þeir gengu beint að bílum sem fluttu þá á brott, fyrst Blinken og nokkrum mínútum síðar Lavrov. Rússneskir fjölmiðlar höfðu þó eftir Lavrov, fljótlega eftir fundinn, að honum hefði virst sem viðræðurnar hefðu verið uppbyggilegar.
Myndskeið
Segja mikilvægt að tala saman og vonast eftir árangri
Sergei Lavrov og Antony Blinken, utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna, lýstu von um að viðræður þeirra í Reykjavík í kvöld gætu skilað árangri í að ná saman um deilumál ríkjanna. Utanríkisráðherrarnir ávörpuðu hvor annan fyrir framan fjölmiðla við upphaf fundar þeirra í Hörpu í kvöld. Þeir voru sammála um mikilvægi þess að þjóðirnar ræddu saman um þau mál sem þær greinir á um.
19.05.2021 - 21:48
Viðtal
Undirbúningur fyrir leiðtogafund Bidens og Pútíns
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hlakkar til fundar, sem hann á við Sergei Lavrov síðar í kvöld. Hann sé undirbúningur fyrir mögulegan leiðtogafund Joe Bidens og Vladimir Pútíns. Blinken segist geta mælt með Íslandi sem fundarstað.
Blinken fundar með íslenskum ráðamönnum í dag
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundar með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Guðna Th. Jóhannessyni forseta í dag.
Viðbúnaður er Blinken lendir í kvöld
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í kvöld. Lögreglan er með mikinn viðbúnað vegna komu hans og annarra utanríkisráðherra sem sækja ráðherrafund Norðurskautsráðsins í vikunni.
Rússar segja bandarískt kosningakerfi „úrelt“
Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir kerfið sem viðhaft er við forsetakjör í Bandaríkjunum úr sér gengið og „afskræmi vilja íbúa landsins.“ Hann vill ekki óska Joe Biden sigurvegara kosninganna 3. nóvember til hamingju enn um sinn.
Þjóðverjar hóta að stuðla að refsingu Rússa
Veiti Rússar ekki liðsinni við að upplýsa um hvað kom fyrir Alexei Navalny hótar Heiko Maas utanríkisráðherra Þýskalands því að hann muni hvetja ríki Evrópusambandsins til refsiaðgerða gegn þeim.
06.09.2020 - 06:08