Færslur: sendiherrar

Viðtal
Rússneskur almenningur finnur fyrir afleiðingum stríðs
Almenningur í Rússlandi finnur fyrir afleiðingum stríðsrekstrar Rússa gagnvart Úkraínu. Verð hefur hækkað, hillur eru farnar að tæmast í matvöruverslunum og lögregla er orðin sýnilegri á götum borga, segir Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi. Rætt var við hann í Kastljósi í kvöld.
07.03.2022 - 22:06
Formaður landstjórnar Grænlands með COVID-19
Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, er smitaður af COVID-19 og verður því að fresta eða aflýsa ýmsum verkefnum. Þar á meðal er fyrirhugaður fundur með Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og þátttaka í athöfn í tilefni af 50 ára krýningarafmæli Margrétar drottningar.
Berglind Festival og sendiherrar
Hvað gera sendiherrar allan daginn og hvað eru þeir að senda?
26.11.2021 - 21:40
Réttarhöld yfir Kavala halda áfram í Tyrklandi á morgun
Réttarhöldum yfir tyrkneska stjórnarandstöðuleiðtoganum Osman Kavala verður fram haldið á morgun föstudag. Sendiherrar tíu Evrópuríkja mótmæltu í síðasta mánuði töfum á málinu og Tyrkland gæti átt yfir höfði sér fyrirtöku hjá Mannréttindadómstóli Evrópu vegna þess.
Tyrklandsstjórn undirbýr brottrekstur tíu sendiherra
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti fyrirskipaði brottrekstur sendiherra tíu ríkja þeirra á meðal Frakklands og Bandaríkjanna. Sendiherrarnir séu óvelkomnir í Tyrklandi, „persona non grata“ eftir að þeir kröfðust þess að stjórnarandstöðuleiðtoginn Osman Kavala yrði umsvifalaust leystur úr haldi.
Frakkar kalla sendiherra heim til samráðs
Emmanuel Macron Frakklandsforseti kallaði sendiherra landsins í Bandaríkjunum og Ástralíu heim til samráðs í dag. Ástæðan er sú ákvörðun stjórnvalda í Ástralíu að segja upp samningi um kaup á kafbátum smíðuðum í Frakklandi.
Ráðuneytisstjóraskipti í utanríkisráðuneytinu
Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, tekur um mánaðarmótinu við af Stefáni Hauki Jóhannessyni sem sendiherra Íslands í Lundúnum. Stefán tekur svo við embætti sendiherra Íslands í Tókýó í Japan um áramótin.
25.08.2020 - 18:08
Telja enga þörf á því að sendiherrar gangi um vopnaðir
Formaður og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis eru sammála um að ekki komi til greina að veita erlendum sendiherrum heimild til að bera vopn sér til varnar. Þá virðist ekkert benda til þess að þörf sé á vopnuðum vörðum í sendiráðum hér. 
Sænski sendiherrann sagður á förum til S-Afríku
Sænska dagblaðið Dagens Nyheter hefur heimildir fyrir því að Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, muni setjast á sendiherrastól í Suður-Afríku. Starfsmaður sendiráðsins segir í samtali við fréttastofu RÚV að hann geti hvorki staðfest þessar fregnir né vísað þeim á bug. Ekki náðist í Juholt við gerð fréttarinnar.
24.07.2020 - 19:33
„Enginn rammi utan um þessar skipanir“
Utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að hafa aukinn sveigjanleika í utanríkisþjónustunni við skipan sendiherra en þeir séu einfaldlega of margir. Hann segir að þegar sendiherrafrumvarp hans verði tekið til afgreiðslu þingsins í haust þurfi þeir sem hafi brugðið fæti fyrir frumvarpið og spilað tafaleiki að útskýra mál sitt.
12.07.2020 - 12:14
Sendiherrakapall í sumar
Fimm sendiherrar verða fluttir til í störfum í sumar, að því er fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, var tilkynnt sendiherrunum 11. mars. Ekki verða skipaðir neinir nýir sendiherrar.
27.04.2020 - 13:50
Mörg ár þar til sendiherrastaða verður auglýst
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra segir að sendiherrar séu of margir og að gera þurfi gagngerar breytingar á því hvernig þeir eru skipaðir.