Færslur: sendiherra

Telur ekki líklegt að Rússar beiti kjarnavopnum
Bill Burns, forstjóri leyniþjónustu Bandaríkjanna CIA, segir engin merki um að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hyggist beita kjarnavopnum. Hins vegar megi hann ekki við því að tapa í stríðinu í Úkraínu og hafi því ákveðið að herða enn sóknina.
Rússnesk herþyrla rauf lofthelgi Finnlands í gær
Rússnesk herþyrla rauf lofthelgi Finnlands í gær. Finnska varnarmálaráðuneytið greindi frá þessu en þarlend stjórnvöld velta nú fyrir sér umsókn að Atlantshafsbandalaginu. Það gera Svíar sömuleiðis en skammt er síðan rússnesk herflugvél fór í óleyfi inn í lofthelgi þeirra.
Bandaríkjamenn heita enn auknum stuðningi
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og varnarmálaráðherrann Lloyd Austin heita Úkraínu og fleiri ríkjum enn aukinni aðstoð. Ætlunin er að sendiherra snúi aftur til starfa í Úkraínu. Ítrasta öryggis og leyndar var gætt við heimsókn ráðherranna.
Silfrið
Rússar veigri sér við því að tala um Úkraínu
Samkvæmt nýlegum skoðanakönnunum eru um 70 prósent rússnesku þjóðarinnar fylgjandi hernaðaraðgerðunum í Úkraínu. Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, segist þó enn verða var við mótmæli á götum Moskvu. Hann telur að fjöldi fólks lýsi ekki skoðun sinni af ótta við viðurlög yfirvalda.
Útvarpsviðtal
Sendiherra í Moskvu segir stríð hafið í Evrópu
Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Moskvu, segir að með innrás Rússa í Úkraínu sé stríð hafið í Evrópu. Hann segir að tímasetning innrásarinnar hafi komið sé á óvart, en hernaðaríhlutunin sem slík hafi verið yfirvofandi allt frá því Rússlandsforseti lýsti yfir sjálfstæði Lúgansk og Donetsk í Donbas-héraði í Úkraínu.
Völlur á Bandaríkjamönnum á vellinum
Bandaríkjaher hefur aukið umsvif sín undanfarið á Keflavíkurflugvelli. Sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra telur það koma til vegna aukins eftirlits með ferðum Rússa. Það tengist aukinni spennu milli þeirra og Úkraínumanna.
Sendiherra Frakka snýr aftur til Canberra
Frönsk yfirvöld tilkynntu í dag að sendiherra þeirra sneri aftur til Ástralíu. Þar með lýkur diplómatískum mótmælum Frakklandsstjórnar vegna riftunar Ástrala á milljónasamningi um kafbátakaup.
Sakar arftaka sinn um sviksemi í garð Frakka
Malcolm Turnbull, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, fullyrðir að Scott Morrison arftaki hans hafi viljandi villt um fyrir Frökkum þegar 30 milljarða evra samningi um kaup á kafbátum var rift.
Sakar Ástrali og Bandaríkjamenn um lygar og undirferli
Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands sakar áströlsk og bandarísk stjórnvöld um lygar í tengslum við Aukus varnarsamkomulagið. Stjórnvöld beggja ríkja lýsa yfir áhuga á að jafna ágreininginn við Frakka.
Samkomulag auðveldar ungu fólki búsetu í Bretlandi
Fólk frá átján ára til þrítugs getur nú búið og starfað í Bretlandi í allt að tvö ár. Það byggir á samkomulagi ríkjanna sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, og Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, undirrituðu í gær.
Myndskeið
Sendiherra kallaður heim vegna hegðunar eiginkonu hans
Belgar hafa kallað heim sendiherra landsins í Suður-Kóreu eftir að eiginkona hans sló verslunarkonu í fatabúð í höfuðborginni Seúl í síðasta mánuði. Starfsfólk verslunarinnar hafði sendiherrafrúna, Xiang Xueqiu, grunaða um stuld og vildi athuga hvort fötin sem hún klæddist væru hennar eigin. Við það snöggreiddist hún og sló eina afgreiðslukonuna. Atvikið náðist á CCTV-myndavél í búðinni og Xiang var yfirheyrð af lögreglu.
31.05.2021 - 15:22
Myndskeið
Ævar Þór fyrsti sendiherra UNICEF á Íslandi
Ævar Þór Benediktsson, Ævar vísindamaður, tók í dag við hlutverki sendiherra barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Ævar Þór er fyrsti Íslendingurinn sem hlýtur þessa nafnbót, en af öðrum sendiherrum landsnenfnda víðar um heim má nefna sönkonuna Pink, leikarann Evan McGregor og knattspyrnumanninn Sergio Ramos.
24.01.2021 - 14:28