Færslur: Sena Live

Tónleikum Bocelli frestað - „Þetta hefði átt að ganga“
Stórtónleikum Andrea Bocelli sem áttu að fara fram hérlendis eftir rúma viku, hefur nú verið frestað í þriðja sinn. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri viðburðafyrirtækisins Senu Live, segir synd að þurfa að aflýsa, enn eina ferðina, viðburði sem hefði blásið hundruðum milljóna inn í hagkerfið. Hann kallar eftir því að yfirvöld líti til skipulags og öryggis viðburðahalds fremur en fjölda áhorfenda.
15.11.2021 - 17:16
Síðdegisútvarpið
Horfðu á allt hverfa á einni nóttu
Þeir sem starfa í kringum tónleikahald horfðu á iðnaðinn nánast gufa upp á einni nóttu þegar að samkomubann tók gildi. Nú stefnir í að kreppan þar verði lengri og dýpri en áður var gert ráð fyrir en reikna má með að meiri áhersla verði sett á íslenska viðburði frekar en stórtónleika með erlendum stjörnum á næstu misserum.
26.05.2020 - 13:08