Færslur: Seltjarnarnes
Fengu húsnæði á Seltjarnarnesi eftir 130 ára bið
130 ára bið Náttúruminjasafns Íslands eftir varanlegu safnhúsi er lokið. Gerður hefur verið samningur um að safnið flytji út á Seltjarnarnes, í hús sem staðið hefur autt í þrettán ár. Stefnt er að því að opna safnið í húsinu vorið 2023.
04.12.2020 - 19:45
Vill framlengja lokun Gróttu
Umhverfisstofnun leggur til að lokun Gróttu verði framlengd og landvarsla á svæðinu verði bætt á meðan lokunin stendur yfir til að tryggja að hún verði virt.
17.07.2020 - 17:29
Telur Seltjarnarnes setja á bann án laga og raka
Seltjarnarnesbær bannar fólki að stunda sjóíþróttir á Seltjörn af ótta við að það trufli fuglavarp. Íþróttaiðkendur hafa efnt til undirskriftasöfnunar til að gagnrýna bannið. Þeir telja það hvorki byggt á rökum né lagaheimildum.
17.05.2020 - 12:30
Ekki á að binda um sporð á lifandi hval
Þegar verið er að koma hval sem rekið hefur á land til aðstoðar, á ekki undir neinum kringumstæðum að binda um sporð hans, til að reyna að draga hann. Það er vísasta leiðin til þess að skaða hvalinn eða drekkja dýrinu, segir í tilkynningu á vef Matvælastofnunar. Þá eigi að láta sérfræðinga á vettvangi meta hvort reyna eigi björgun og hvað skuli gera.
26.08.2019 - 21:15
Grindhvalurinn var aflífaður
Búið er að aflífa grindhvalinn sem rak að norðurströnd Seltjarnarness í dag. Það var mat dýralæknis Matvælastofnunar að nauðsynlegt væri að binda enda á þjáningar dýrsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Hvalurinn var við slæma heilsu. Séraðgerða- og sprengjueyðingarsvið Landhelgisgæslunnar var kallað til með viðeigandi búnað og aflífaði dýrið á sjötta tímanum. Hræinu verður sökkt.
26.08.2019 - 17:59
Hvalurinn kominn rúma 100 metra frá landi
Björgunarsveitir hafa staðið í ströngu í dag við að bjarga grindhval sem rak að norðurströnd Seltjarnarness í morgun. Að sögn Steinunnar Árnadóttur, garðyrkjustjóra Seltjarnarnesbæjar, hefur tekist að koma honum í um 100 til 150 metra fjarlægð frá landi. Í morgun var hann mun nær. Björgunarsveit á bát reynir að vísa honum leiðina á meira dýpi en hann virðist leita til baka að landi.
26.08.2019 - 16:14
Bjarga grindhval við Seltjarnarnes
Grindhval rak að landi í Káravík við Seltjarnarnes í morgun, neðan við bensínstöð Orkunnar. Björgunarsveitarfólk á vegum Landsbjargar og lögregla er á staðnum. Reyna á að koma hvalnum á lífi aftur út á meira dýpi.
26.08.2019 - 11:13
Sólveig er bæjarlistamaður Seltjarnarness 2019
Sólveig Pálsdóttir, rithöfundur, er bæjarlistamaður Seltjarness árið 2019. Hún er 23. listamaðurinn sem hlýtur þessa heiðursnafnbót og fyrsti rithöfundurinn.
19.01.2019 - 13:33
Ríkið og Seltjarnarnesbær stál í stál
Ríkið hefur stefnt Seltjarnarnesbæ vegna kostnaðar við nýtt læknaminjasafn. Ríki og sveitarfélag standa stál í stál en málið verður útkljáð fyrir dómstólum fyrir áramót. Húsið sem átti að hýsa safnið hefur staðið autt í átta ár. Bæjarstjóri vill auglýsa það til sölu. Fram kom í Speglinum í gær að húsið liggi undir skemmdum og að Seltjarnarnesbær hafi hætt við að nota það undir lækningaminjar.
21.11.2018 - 22:01
Fjórir listar berjast um völdin
Málefni grunnskóla og leikskóla annars vegar og fjármál sveitarfélagsins hins vegar ber hvað hæst í málflutningi frambjóðenda til bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi. Oddvitar Samfylkingarinnar og Viðreisnar/Neslista leggja áherslu á að gera verði betur í skólamálum. Bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins segir vel unnið í skólamálum og að fjárhagurinn sé í góðum málum. Oddviti nýs framboðs segir hins vegar að slaknað hafi á stjórn fjármála bæjarins.
13.05.2018 - 15:13
Hafa lokað opnu bókhaldi þriggja sveitarfélaga
KPMG hefur lokað upplýsingasíðum þriggja sveitarfélaga þar sem gögn úr bókhaldi þeirra voru birtar eftir að í ljós kom að viðkvæm gögn sem ekki mátti birta voru birt. Persónuvernd hefur hafið skoðun á málinu.
30.04.2018 - 14:11