Færslur: Seðlabanki Íslands

Mega vænta betri lánskjara
Seðlabankinn lækkaði stýrivexti sína í morgun í fjórða sinn í ár. Þess er vænst að lækkunin skili sér í betri lánskjörum fyrir fólk og fyrirtæki.
Telja þörf á enn frekari lækkun stýrivaxta
Samtök iðnaðarins telja að samdrátturinn í efnahagslífinu verði meiri en spá Seðlabankans gerir ráð fyrir. Stýrivaxtalækkun bankans í morgun er skref í rétta átt en þörf er á enn frekari lækkun að sögn samtakanna.
Beint
Kynna ákvörðun um lækkun stýrivaxta
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, greina nánar frá ákvörðun peningastefnunefndar um lækkun stýrivaxta á fundi klukkan 10. Streymt er frá fundinum.
20.05.2020 - 09:56
Stýrivextir lækkaðir niður í eitt prósent
Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að lækka stýrivexti bankans um 0,75 prósentustig. Meginvextir bankans verða því eitt prósent og hafa aldrei verið lægri.
20.05.2020 - 09:03
Búast við óbreyttu gengi krónunnar næsta árið
Ekki er búist við því að gengi krónunnar lækki frekar á næstu misserum og er því spáð að gengi evru gagnvart krónu verði 160 krónur eftir eitt ár, en er núna 158. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar Seðlabanka Íslands á væntingum markaðsaðila dagana 4. til 6. maí. Leitað var til 28 markaðsaðila á skuldabréfamarkaði, það eru bankar lífeyrissjóðir, verðbréfa- og fjárfestingasjóðir, verðbréfamiðlarar og fyrirtæki með starfsleyfi til eignastýringar. Svör fengust frá 27 þeirra. 
13.05.2020 - 11:20
Íslandsbanki semur við SÍ um veitingu brúarlána
Íslandsbanki og Seðlabanki Íslands undirrituðu í dag samning um að fyrrnefndi bankinn veiti brúarlán til fyrirtækja í samræmi við aðgerðir stjórnvalda til að koma til móts við fyrirtæki vegna efnahagslegra afleiðinga kórónuveirufaraldursins.
Myndskeið
Spá AGS mun dekkri en sviðsmyndir Seðlabankans
Spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir Ísland er umtalsvert svartsýnni en dekkri sviðsmynd Seðlabankans sem birt var fyrir þremur vikum. Hagfræðingur segir spá sjóðsins nærri lagi og það eina sem stjórnvöld geti gert sé að dæla peningum út í hagkerfið til að minnka skellinn.
Hækka þjónustugjöld vegna lækkunar stýrivaxta
Fyrirtækið Valitor hefur hækkað þóknun vegna færsluhirðingar hjá tilteknum viðskiptavinum sínum. Ástæðan er mikil lækkun á stýrivöxtum Seðlabankans að undanförnu. Valitor ávaxtar fé frá kaupmönnum frá þeim tíma sem greiðsla frá korthafa berst, og þangað til gert er upp við kaupmenn. Með lækkun stýrivaxta að undanförnu hefur þessi ávöxtun lækkað jafnt og þétt. Hvorki KORTA né Borgun hyggjast hækka gjöld vegna þessa.
Markaðstölur grænni en hagfræðingar hafa efasemdir
Gengi bréfa í nánast öllum skráðum fyrirtækjum í Kauphöll Íslands hækkaði í dag og hækkun úrvalsvísitölunnar OMX10 nemur 3,26 prósentum. Gengi bréfa í Icelandair hækkaði mest, eða um 14 prósent í 50 milljóna króna viðskiptum. Þá lækkar ávöxtunarkrafa á skráð skuldabréf heilt yfir. 
25.03.2020 - 16:35
Seldi gjaldeyri fyrir 8 milljarða á einni viku
Seðlabanki Íslands seldi gjaldeyri fyrir átta milljarða íslenskra króna í síðustu viku og hefur ekki selt jafn mikinn gjaldeyri í rúman áratug. Var þetta gert til að sporna gegn umtalsverðri lækkun krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum að undanförnu.
18.03.2020 - 06:16
Aðgerðirnar munu hafa áhrif strax
Seðlabankastjóri segir að lækkun stýrivaxta og rýmkuð bindiskylda hafi strax áhrif. Hagspá bankans frá í febrúar er þegar orðin úrelt og útlit er fyrir samdrátt og aukið atvinnuleysi. Aðalhagfræðingur Arion banka segir að tillögurnar sem ríkisstjórnin kynnti í gær séu óljósar og að þær þurfi að útfæra betur.
Seðlabankinn mun grípa til varna vegna COVID-19
„Við erum að fara að grípa til aðgerða mjög fljótlega,“ segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, um aðgerðir til að sporna við efnahagslegum áhrifum COVID-19 veirunnar. Frekari vaxtalækkanir eru líklegar.
Rétti tíminn til að byggja upp innviði
Fjármálaráðherra segir að nú sé rétti tíminn fyrir auknar fjárfestingar á vegum ríkisins. Ríkið geti fengið tugi milljarða fyrir fjórðungshlut í Íslandsbanka til að fjármagna uppbygginu innviða.
Vill áherslu á iðnmenntun og frumkvöðlastarfsemi
Aukin áhersla á iðnmenntun og frumkvöðlastarfsemi eru mikilvægustu þættirnir til að huga að til að auka hagvöxt. Þetta sagði Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, á opnum fundi með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun.
06.02.2020 - 10:30
Segir höfrungahlaup launa draga úr kaupmætti
Seðlabankastjóri segir allar spár gera ráð fyrir að kjarasamningar Eflingar og annarra verði í samræmi við lífskjarasamninginn. Fari höfrungahlaup í launakjörum af stað muni kaupmáttur ekki aukast, heldur þvert á móti.
05.02.2020 - 19:30
Seðlabankastjóri: „Við höfum vanist miklum hagvexti“
Seðlabankinn lækkaði vexti í morgun í skjóli lítillar verðbólgu og til að örva hagkerfið. Gert er ráð fyrir 0,8 prósenta hagvexti. Seðlabankastjóri segir aðrar þjóðir ekki óánægðar með slíkan hagvöxt, en Íslendingar séu góðu vanir.
05.02.2020 - 12:46
Seðlabankinn segir horfur um hagvöxt versna
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 2,75%.
05.02.2020 - 09:04
Seðlabankinn braut lög við ráðningu upplýsingafulltrúa
Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Seðlabankinn hafi brotið jafnréttislög þegar Stefán Rafn Sigurbjörnsson var ráðinn upplýsingafulltrúi bankans. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, dagskrárgerðarmaður á Rás 2 og blaðamaður á Læknablaðinu, kærði ráðninguna. Þetta er í þriðja sinn sem Seðlabankinn brýtur jafnréttislög frá árinu 2012.
13.01.2020 - 21:01
Botninum náð í vetur
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í morgun að halda stýrivöxtum óbreyttum í þremur prósentum. Í óvenju stuttri yfirlýsingu nefndarinnar kemur fram að þróun efnahagslífsins hafi í meginatriðum verið í takt við nóvemberspá bankans og lítið hafi gerst frá síðasta fundi nefndarinnar.
Fóru í gegnum 12.500 tölvupósta
Seðlabanki Íslands hefur birt minnisblað sem innri endurskoðandi Seðlabanka Íslands tók saman fyrir Má Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóra, vegna mögulegs gagnaleka úr bankana.
01.11.2019 - 17:03
„Sérstakur samningur“ milli Más og Ingibjargar
Fimm starfsmenn Seðlabanka Íslands hafa stundað háskólanám erlendis með fjárhagslegum stuðningi bankans. Enginn þeirra fékk þó viðlíka fjárstyrk og Ingibjörg Guðbjartsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits en ákvörðun um styrk til hennar var alfarið tekin af þáverandi seðlabankastjóra.
Töldu eðlilegt að upplýsa lögregluna
Sérfræðingar í forsætisráðuneytinu töldu eðlilegt að upplýsa lögreglu um meintan upplýsingaleka frá Seðlabanka Íslands til RÚV vegna Samherjamálsins.
28.10.2019 - 12:38
Myndband
Verður að gæta jafnræðis
Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir að opinber fyrirtæki og stofnanir verði að gæta jafnræðis þegar þau styrki starfsmenn sína til endurmenntunar eða náms. Annað sé bæði óeðlilegt og ósanngjarnt gagnvart skattreiðenum og öðrum starfsmönnum.
23.10.2019 - 19:44
Samningurinn er „sérstakur gjörningur“
Formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands segir að námssamningur sem gerður var við fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans sé sérstakur gjörningur. Hann telur að samningurinn sé einsdæmi innan bankans.
Fékk 8 milljónir og 60 prósent af launum
Seðlabanki Íslands hefur birt samkomulag sem gert var við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, í tengslum við námsstyrk sem bankinn greiddi henni.