Færslur: Seðlabanki Íslands

Sjónvarpsfrétt
Seðlabankastjóri sýni samningsaðilum virðingu
Ágætur gangur var í kjaraviðræðum í byrjun vikunnar að mati ríkissáttasemjara. Vaxtaákvörðun seðlabankastjóra hafi hins vegar orðið til þess að aðilar beggja vegna borðsins töldu Seðlabankann og þá sérstaklega yfirlýsingar Seðlabankastjóra verið með þeim hætti að gera viðræðurnar enn flóknari og erfiðari en þær voru fyrir.
Út í hött að tala um bætur vegna óverðtryggðra lána
Seðlabankastjóri segir ekki ástæðu til að fólk sem fór inn á fasteignamarkað 2020 eða 2021 fái bætur vegna vaxtahækkana. Þetta fólk græði á ástandinu; eignamyndun sé meiri en nemur vaxtahækkun. Hann hefur hins vegar áhyggjur af þeim sem eru á leigumarkaði.
Vanskil heimilanna með því lægsta sem verið hefur
Vanskil heimila í landinu eru með því lægsta sem verið hefur, 0,8 prósent af útlánum um mitt ár, samkvæmt nýjustu tölum frá Seðlabankanum og Hagstofu Íslands. Staða heimilanna er góð í sögulegu samhengi, ef tekið er mið af tölum fram á mitt þetta ár. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir að hægt hafi á skuldavexti heimilanna, sem séu ánægjuleg tíðindi. 
Verðbólga hjaðnar annan mánuðinn í röð
Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 9,3% og minnkar milli mánaða, fer úr 9,7%. Hæst fór hún í júlí þegar hún náði 9,9%.
Virðist sjá fyrir endann á hækkun fasteignaverðs
Nú virðist sjá fyrir endann á þeim miklu verðhækkunum sem einkennt hafa íbúðamarkaðinn á Íslandi nánast frá upphafi heimsfaraldurs snemma árs 2020. Árshækkun á verði íbúða hefur þó ekki verið meiri frá árinu 2006.
Spá verðbólgulækkun því íbúðaverð á niðurleið
Verðbólga lækkar meira en spáð var því húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað. Greinendur telja að hún lækki um hálft prósentustig frá því sem var í júní. 
Mesta lækkun á íbúðaverði síðan 2019
Húsnæðismarkaðurinn er að róast, ef marka má vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu, sem lækkaði um 0,4 prósent á milli mánaða, samkvæmt tilkynningu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, segir þetta sterka vísbendingu um kólnun á húsnæðismarkaði. 
Sjónvarpsfrétt
„Gefur fyrirheit en þetta verkefni er ekki búið“
Seðlabankastjóri segir of snemmt að hrósa sigri á verðbólgunni en að jákvæð teikn séu á lofti. Í fyrsta sinn frá því í júní í fyrra dregur úr verðbólgu. 
30.08.2022 - 22:14
Íbúðamarkaðurinn að kólna og verðbólgan á niðurleið
Í fyrsta sinn frá því í júní í fyrra dregur úr verðbólgu. Hagfræðingur Íslandsbanka segir útlit fyrir að íbúðamarkaður sé farinn að kólna og það nokkuð hratt. Verðbólga mælist þó enn mjög há.
30.08.2022 - 19:00
Vill að Seðlabankinn beini tilmælum til fyrirtækja
Þó að stýrivaxtahækkunin komi ekki á óvart er áhyggjuefni að verðbólguvæntingar hafi aukist að sögn framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Formaður BHM vill að Seðlabankinn beiti sér fyrir því að fyrirtæki gæti hófs í verðhækkunum, skuldarar geti ekki einir borið kostnað af verðbólgunni.
Stýrivextir hækkaðir um 0,75 prósentustig
Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti um 0,75 prósentustig. Stýrivextir eru nú 5,5 prósent og hafa ekki verið hærri í sex ár. Þetta er áttunda hækkunin á rúmu ári en flestir greiningaraðilar voru sammála um að þess væri að vænta.
Óraunhæft að sækja verulega aukin lífsgæði í stöðunni
Þrátt fyrir hækkandi vexti og verðbólgu segir fjármálaráðherra stöðu íslenska hagkerfisins öfundsverða. Hann segir óraunhæft að ætla að sækja verulega aukin lífsgæði í kjarasamningum við þær aðstæður sem nú eru uppi.
Sjónvarpsfrétt
80 þúsund meira í afborgun lána en fyrir ári
Um næstu mánaðamót hækkar greiðslubyrði fyrstu íbúðarkaupenda af óverðtryggðum lánum að jafnaði um tuttugu þúsund krónur vegna stýrivaxtahækkunar Seðlabankans í gær. Mánaðarleg greiðsla af meðalláni, upp á þrjátíu og fimm milljónir króna, verður því tæplega áttatíu þúsund krónum hærri en fyrir ári.
Sjónvarpsfrétt
Líta leiðsögn seðlabankans ólíkum augum
Hækkun stýrivaxta er ætlað að búa í haginn fyrir komandi kjarasamninga segir seðlabankastjóri. Stýrivextir hækkuðu um eitt prósentustig í morgun og var þetta sjöunda hækkunin á rúmlega einu ári.
Ásgeir: Hækkum eins oft og þurfa þykir
Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í morgun um eitt prósentustig, upp í 4,75 prósent. Þetta er sjöunda hækkunin á rúmu ári og seðlabankastjóri segist tilbúinn að hækka vextina eins oft og þurfa þykir til að ná verðbólgu niður.
Í BEINNI
Peningastefnunefnd rökstyður stýrivaxtahækkun
Fundur peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands hefst klukkan 9.30, en á fundinum er farið yfir þá ákvörðun að hækka stýrivexti um heilt prósentustig eins og tilkynnt var í morgun.
Stýrivextir aftur hækkaðir um eitt prósentustig
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um eitt prósentustig. Stýrivextir standa nú í 4,75 prósentum og hafa ekki verið hærri í rúmlega fimm ár.
Spá 0,75 prósentustiga stýrivaxtahækkun
Hagfræðideild Landsbankans spáir því að stýrivextir Seðlabankans verði hækkaðir um 0,75 prósentustig á fundi peningastefnunefndar bankans í næstu viku. Gangi spár eftir hækka vextirnir úr 3,75% upp í 4,5% og verða þá orðnir jafnháir og um mitt ár 2019, þegar bankinn hóf að lækka vexti.
„Þessi fídus getur verið hættulegur“
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að verðtryggð lán, eins og þau eru sett upp hér á landi, geti skapað forsendur fyrir áhættusækni. Lánastofnanir þurfi að taka tillit til þess þegar fólki sé ráðlagt um lántöku.
Lækka hámark veðsetningahlutfalls fasteignalána
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka hámark veðsetningahlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr 90% í 85%. Hlutfallið fyrir aðra kaupendur verður óbreytt, eða 80%.
Sjónvarpsfrétt
AGS: Efnahagsástand gott en aðgerða þörf gegn áhættu
Ferðaþjónusta hefur rétt fyrr úr kútnum en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn taldi í fyrra og sendinefnd sjóðsins segir efnahagshorfur jákvæðar. Sendinefndin hefur rætt við Seðlabankann um að styrkja þurfi frekar varúðarráðstafanir um húsnæðismarkaðinn. 
Komum til móts við þá sem minnst hafa, segir Katrín
Ríkisstjórnin ætlar að reyna að milda áhrif verðbólgu á þau tekjulægstu með hækkun bóta. Forsætisráðherra segir þannig sé komið til móts við þau sem minnst hafi milli handanna en að jafnframt verði ríkisstjórnin með aðgerðum sínum að styðja við aðgerðir Seðlabankans til að ná tökum á verðbólgunni. 
„Skelfileg ákvörðun og óskiljanleg með öllu“
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir óskiljanlegt með öllu að Seðlabankinn hafi hækkað stýrivexti um heilt prósentustig í gær, en stýrivextir eru nú orðnir 3,75%. Ragnar Þór segir Seðlabankann með þessu vera að hygla bönkunum á kostnað almennings í landinu. Verkalýðshreyfingin muni reikna út kostnað vaxtahækkana á launafólk, og krefjast aukins álags sem því nemur þegar kemur að kjaraviðræðum síðar á árinu.
05.05.2022 - 08:36
Í BEINNI
Peningastefnunefnd rökstyður stýrivaxtahækkun
Fundur peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands hefst klukkan 9.30, en á fundinum er farið yfir þá ákvörðun að hækka stýrivexti um heilt prósentustig eins og tilkynnt var í morgun.
Stýrivextir hækka um heilt prósentustig
Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði í dag stýrivexti um heilt prósentustig. Búið var að spá hækkun vaxta, en greinendum greindi á hversu mikil hækkunin yrði. Stýrivextir eru nú 3,75%. Spáð er áframhaldandi hækkun verðbólgu.

Mest lesið