Færslur: Seðlabanki

Sjónvarpsfrétt
„Við þurfum aðeins að kæla kerfið“
Hagvöxtur umfram spár er jákvæður og kallar á að Seðlabankinn sé leiðinlegur, helst myndi Seðlabankinn vilja að Íslendingar hættu að eyða peningum, segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Bankinn hækkaði stýrivexti í morgun um 0,75 prósentustig og hafa þeir ekki verið hærri í sex ár. Verðbólga er nú í auknum mæli af innlendum völdum.
Óttast gamalkunnuga þenslu og hækka vexti
Seðlabankastjóri segir að vaxtahækkanir hafi haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn en á sama tíma hafi neysla aukist verulega. Því óttist Peningastefnunefnd gamalkunnuga þenslu og hækkaði hún stýrivexti um 0,75 prósentustig í morgun. 
24.08.2022 - 12:26
Vilja að frystu fé afganska ríkisins verði skilað aftur
Hagfræðingar víða um heim hvetja Bandaríkjastjórn og leiðtoga annarra ríkja til að láta af hendi frystar fjármagnseignir Afganistan. Eftir að Talibanar rændu völdum voru eignir afganska ríkisins á bankareiknignum frystar svo þeir kæmu ekki höndum yfir þær.
Sjónvarpsfrétt
Vísbendingar um minnkandi spennu á húsnæðismarkaði
Vísbendingar eru um minnkandi spennu á fasteignamarkaði. Færri mæta á opin hús og færri íbúðir seljast á yfirverði. Svo virðist sem vaxtahækkanir Seðlabankans séu farnar að hafa áhrif og færri hafi efni á að taka lán.
Stýrivaxtahækkun í Brasilíu
Seðlabanki Brasilíu hækkaði stýrivexti í dag, tíunda skiptið í röð. Tilgangurinn með hækkununum er að halda aftur af ört vaxandi verðbólgu í landinu. Peningastefnunefnd bankans ákvað að hækka vextina um eitt prósentustig og nema því stýrivextir 12,75%.
Stoltenberg verður seðlabankastjóri Noregs
Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins verður næsti Seðlabankastjór Noregs. Hann lætur af störfum hjá NATÓ í október næstkomandi en þangað til stýrir Ida Wolden Bache núverandi aðstoðarseðlabankastjóri bankanum. Hún var helsti keppinautur Stoltenbergs um stöðuna.
04.02.2022 - 11:00
Bankarnir búa sig undir stýrivaxtahækkun
Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,25 prósenta stýrivaxtahækkun í október. Greiningardeild Íslandsbanka spáði sömu hækkun í gær.
01.10.2021 - 10:33