Færslur: Schengen

Spila úkraínska þjóðsönginn á vinsælum ferðamannastað
Yfirvöld finnsku borgarinnar Imatra hafa mótmælt innrás Rússa með sérstökum hætti frá því í lok júlí. Það er gert með aðstoð náttúruaflanna og tónlistar. Til stendur að draga úr útgáfu vegabréfsáritana fyrir rússneska ferðamenn.
14.08.2022 - 07:32
Eistar banna fjölda Rússa að koma inn í landið
Eistnesk stjórnvöld ákváðu í gær að banna fjölda rússneskra ríkisborgara með Schengen-vegabréfaáritun að koma til landsins. Nokkrar undantekningar verða þó frá þeirri reglu sem tekur gildi í næstu viku.
12.08.2022 - 06:20
Þriggja milljarða kostnaður við nýtt landamærakerfi
Fyrirhugað er að fjárfesta fyrir um 3,2 milljarða króna í landamæraeftirliti og uppsetningu nýrra upplýsingakerfa á Keflavíkurflugvelli á næstu fimm árum.
Ferðamenn greiða 7 evrur fyrir Íslandsför frá næsta ári
Komugjald upp á 7 evrur, um 1.000 krónur, verður tekið upp á næsta ári fyrir ferðamenn sem koma til Íslands frá löndum utan Evrópusambandsins og Schengen. Ísland tekur þátt í nýju ferðaheimildarkerfi Evrópusambandsins, ETIAS, sem sagt er eiga að auka öryggi en skilar Evrópusambandinu einnig nokkrum tekjum.
06.07.2022 - 10:08
Ferðahömlum til Bandaríkjanna aflétt að stórum hluta
Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur undirritað tilskipun þess efnis að ferðahömlum verði létt af gagnvart borgurum 33 ríkja, þeirra á meðal Kína, Indlands og stærstum hluta Evrópu. Tilslakanirnar eiga að taka gildi 8. nóvember næstkomandi samkvæmt tilkynningu úr Hvíta húsinu.
Fólk utan Schengen má nú koma til landsins
Reglur á landamærum voru rýmkaðar á miðnætti. Fyrstu farþegarnir frá löndum utan Schengen komu í morgun frá Boston. Fólk frá þessum löndum verður að sýna vottorð um að það sé með mótefni gegn kórónuveirunni. Sigurgeir Sigmundsson yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir erfitt að vinna við það að reglur breytist milli daga. Engir verða skikkaðir í sóttkvíarhótel í dag nema erlendir ferðamenn frá hárauðum löndum sem ekki hafa bókað hér hótel.
Kastljós
Hátt hlutfall smita vegna fólks sem ferðast vegna bóta
Stór hundraðshluti smita sem greinast á landamærum kemur frá fólki sem þarf að ferðast fram og til baka hingað til lands til að sækja atvinnuleysisbætur. Þetta kom fram í máli Kára Stefánssonar í Kastljósi í kvöld.
Ísland samþykkir COVID tilmæli Schengen
Ísland hefur samþykkt tilmæli um ferðir fólks milli landa innan Schengen svæðisins á meðan kórónufaraldurinn geisar. Nokkuð langt virðist í að hægt verði að taka þau upp því nærri öll lönd eru rauð í Evrópu, sem þýðir hátt nýgengi smita. Lönd þurfa að vera græn svo hægt sé að ferðast þaðan óhindrað. 
Um 250 staðfestar undanþágur vegna mikilvægra starfa
Um 250 manns frá ríkjum utan EES og EFTA hafa fengið staðfestingu á því að þeir uppfylli skilyrði fyrir undanþágu frá ferðatakmörkunum við komuna til landsins á þeim grundvelli að störf þeirra teljist efnahagslega mikilvæg og geti ekki verið innt af hendi síðar eða erlendis. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu.   
Afnema ferðatakmarkanir til Schengen frá fimmtán ríkjum
Aðildarríki ESB samþykktu í dag að afnema tímabundnar ferðatakmarkanir inn á Schengen-svæðið gagnvart íbúum fimmtán ríkja.
30.06.2020 - 19:59
Rukkað fyrir skimanir á morgun
Opnað verður fyrir komu farþega frá völdum ríkjum utan Schengen-svæðisins á næstu dögum eftir að Evrópusambandið birti lista yfir örugg ríki. Á morgun verður byrjað að rukka fyrir skimun á landamærunum.
Bíða með landamærabreytingar uns ESB birtir lista
Íslensk stjórnvöld bíða þess að Evrópusambandið birti lista yfir þau lönd sem fólk má koma frá inn á Schengen-svæðið. Dómsmálaráðherra segir að áhugi Íslendinga á að opna fyrir fleiri þjóðir hafi fallið í grýtta jörð hjá Evrópusambandinu. Ýjað hafi verið að því að lokað verði á lönd inn á Schengen-svæðið sem ekki fari að ákvörðunum Evrópusambandsins. 
25.06.2020 - 12:40
Morgunútvarpið
Illa tekið í víðtækari landamæraopnun á Íslandi
Evrópusambandið hyggst tilgreina þau lönd sem ríkin mega opna landamæri sín fyrir þann 1. júlí. Gert er ráð fyrir að öll aðildarríki fari eftir sömu viðmiðum. Dómsmálaráðherra segir að sambandið taki illa í hugmyndir um víðtækari opnun ytri landamæra Íslands.
25.06.2020 - 10:40
Frakkar opna fyrir lönd utan Schengen
Frakkar munu opna landamæri sín 1. júlí fyrir fólki frá löndum utan Schengen-svæðisins. Þetta tilkynntu innanríkis- og utanríkisráðherra landsins í sameiginlegri yfirlýsingu í kvöld.
12.06.2020 - 22:53
Svisslendingar samþykktu ströng vopnalög
Kjósendur í Sviss samþykktu í dag breytingar á vopnalögum landsins. Kosið var um strangari löggjöf í samræmi reglur Evrópusambandsins þó að Sviss sé ekki meðlimur þess.
19.05.2019 - 16:48
Svisslendingar kjósa um herta vopnalöggjöf
Svisslendingar ganga í dag til atkvæðagreiðslu um nokkur mál, þar á meðal nýja vopnalöggjöf sem setur auknar skorður við vopnaeign landsmanna. Allt bendir til þess að hún verði samþykkt með afgerandi hætti.
19.05.2019 - 06:57
Landamæravarsla í Evrópu efld
Aðildarríki Evrópusambandsins hyggjast efla landamæravörslu til að draga úr straumi flóttamanna og farandfólks. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að lagt sé til að  stofnuð verði á næstu tveimur árum sveit 10 þúsund manna til landamæragæslu og strandgæslu.
12.09.2018 - 23:19
Erlent · Schengen · ESB · Evrópa · Landamæri
Hvítur þjóðernissinni stöðvaður í Leifsstöð
Richard Spencer, einn helsti leiðtogi hvítra þjóðernissinna í Bandaríkunum, var stöðvaður á Keflavíkurflugvelli á þriðjudag þegar hann millilenti hér á leið sinni til Svíþjóðar. Hann fékk ekki að halda ferð sinni áfram og var sendur aftur til Bandaríkjanna að morgni miðvikudags.
06.07.2018 - 19:31
Engin vegabréfaskoðun frá og með morgundeginum
Vegabréfaskoðun og almennt eftirlit á landamærum Danmerkur og Svíþjóðar verður aflagt frá og með morgundeginum. Vekur þessi ákvörðun mikla ánægju meðal þeirra fjölmörgu, sem ferðast daglega milli Sjálands og Skánar, atvinnu sinnar vegna, en langar biðraðir myndast iðulega á álagstímum á fjölförnustu landamærastöðvunum; brautarstöðinni á Kastrup-flugvelli og við Eyrarsundsbrúna. Þá hefur þetta líka lengt mjög afgreiðslutíma við ferjurnar sem ganga landanna á milli.
03.05.2017 - 06:38
Landamæragæsla innan Schengen framlengd
Evrópusambandið hefur framlengt landamæragæslu við landamæri Austurríkis, Þýskalands, Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs um þrjá mánuði, frá nóvember að telja.
25.10.2016 - 16:36
„Ættum að íhuga tímabundið landamæraeftirlit“
Fyrrverandi forstjóri Interpol hefur gagnrýnt Schengen-samstarfið harkalega og hvetur Evrópuríkin til að taka aftur upp landamæraeftirlit. Hann segir ástandið svo bágt að allt eins mætti koma fyrir skilti við ytri landamæri Evrópusambandsins þar sem stæði: „Hryðjuverkamenn velkomnir.“ Margir hafa bent á að ytri landamæri Schengen séu ótrygg, straumur flóttamanna hafi borið landamæraverði yfirliði.
24.11.2015 - 17:04