Færslur: Saudi-Arabía

Hálfs milljarðs viðhaldssamningur við Sádi Arabíu
Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert fimm hundruð milljón dala samning við stjórnvöld í Sádí Arabíu um viðhald á herþyrluflota landsins. Það er fyrsti samningurinn sem gerður er við Sáda eftir að Joe Biden tók við forsetaembætti.
Sádar ekki tilbúnir í diplómatísk tengsl við Ísraela
Yfirvöld í Sádí-Arabíu ætla sér ekki að koma á diplómatískum tengslum við Ísrael fyrr en stjórnvöld þar hafa friðmælst við Palestínumenn.
Hráolíuverð hækkaði um tugi prósenta
Heimsmarkaðsverð hráolíu hækkaði um meira en þrjátíu prósent um tíma í dag eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði á Twitter að hann byggist við því að verðstríði Sádi-Araba og Rússa færi að ljúka með því að sátt næðist um að draga úr framleiðslunni.
02.04.2020 - 17:42
Árás á flugvöll í Sádi-Arabíu
Sádi-Arabar og bandamenn hóta hefndum eftir flugskeytaárás á flugvöllinn í Abha í suðvesturhluta Sádi-Arabíu í morgun. Þeir kalla árásina stríðsglæp og heita hörðum viðbrögðum.
12.06.2019 - 12:06