Færslur: sauðfé

Kúrðu sig spakar í göngunum
„Það var skemmtileg sjón að sjá þær kúra þarna,“ segir Björk Vilhelmsdóttir félagsráðgjafi og fyrrverandi borgarfulltrúi. Hópur kinda hafði flúið óveðrið á svæðinu og komið sér fyrir í Vestfjarðagöngum þar sem þær urðu á vegi Bjarkar er hún var á leið til Súgandafjarðar fyrr í kvöld.
16.07.2020 - 22:58
Tveir sauðfjárbændur fá miskabætur frá MAST
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Matvælastofnun til að greiða tveimur sauðfjárbændum samtals 3 milljónir í miskabætur. Matvælastofnun svipti þá sauðfé sínu í október 2014 og slátraði því vegna óviðunandi aðbúnaðar og umhirðu í nóvember sama ár. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að Matvælastofnun hafi ekki farið að lögum þegar ákvörðunin um að slátra fénu var tekin. Dómurinn segir að sú ákvörðun hafi verið bændunum „mikið persónulegt áfall og til þess fallin að valda þeim álitshnekki.“
Garnaveiki í kind á Tröllaskaga
Garnaveiki hefur verið staðfest á sauðfjárbúi á Tröllaskaga, á Brúnastöðum í Fljótum. Veikin uppgötvaðist við smölun um síðustu helgi. Síðast kom veikin upp á svæðinu fyrir ellefu árum.
20.09.2019 - 22:37
Enn eitt riðutilfellið í Skagafirði
Riðuveiki hefur verið staðfest á bænum Álftagerði í Skagafirði. Þetta er annað tilfelli riðu á þessu sama svæði á fáum mánuðum. Riða fannst í kind á bænum Vallanesi í september, en fáir kílómetrar eru á milli Álftagerðis og Vallaness.
24.01.2019 - 10:25
Viðtal
Vel gengur að rétta í Kaldárbakkarétt
Vel gekk að smala Fagraskógarfjall í Hítardal í gær, þrátt fyrir berghlaupið sem varð í fjallinu sumar en skriðan breytti landslagi dalsins töluvert og stíflaði meðal annars ána. Fyrstu réttir ársins voru í gær og í dag er réttað í Kaldárbakkarétt í Kolbeinsstaðahreppi. Safnið telur um þrjú til fjögur þúsund fjár. Kristján Ágúst Magnússon, á Snorrastöðum, var að draga í dilka rétt fyrir hádegi.
02.09.2018 - 14:40
Talinn brjóta lög um velferð dýra
Eiganda útigangsfjár, sem skotið var í Loðmundarfirði um síðustu helgi, verður gert að safna saman öllum kindum af bænum svo hægt verði að meta ástand bústofnsins í heild. Bóndinn er talinn hafa brotið lög um velferð dýra.
15.03.2018 - 14:52
Myndband
Átakanlegt að koma að skepnunum í djúpu vatni
Mikið vatn flæddi inn í hesthús hestaleigunnar Íslenski hesturinn í Fjárborgum við Rauðhóla í nótt. Bergljót Rist, eigandi hestaleigunnar, segir að það hafi verið átakanlegt að koma að hestunum standandi í djúpu vatni upp að kviði. Kindur voru fluttar á milli húsa í gúmmíbát.
24.02.2018 - 14:37
Týr flutti smala og hunda í Loðmundarfjörð
Varðskipið Týr flutti fjóra smala og þrjá vaska smalahunda frá Seyðisfirði yfir í Loðmundarfjörð í gær. Þar er talsvert af sauðfé sem ekki tókst að smala til byggða í haust. Það hefur því hafst þar við í allan vetur, og sumar kindanna raunar hugsanlega lengur, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslu Íslands.
04.02.2018 - 10:30
Riðuveiki staðfest á bæ í Svarfaðardal
Riða hefur verið staðfest í sauðfé á bænum Urðum í Svarfaðardal. Riða hefur ekki greinst í Svarfaðardal í átta ár og formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar segir að þetta sé mikið áfall. Allt fé á Urðum verður skorið.
18.12.2017 - 13:59
Tófan farin að halda sig nær byggð en áður
Sífellt verður algengara að rekast á tófur heima við bæi og tófan er farin að halda sig nær byggð en áður. Þar leggst hún á sauðfé og særir það oft mjög illa. Refaskytta segir almennt meira um tófu nú en síðustu ár.
29.11.2017 - 12:36
Tófur særðu fjölda kinda á bæ í Fitjárdal
Tófur réðust á kindahóp í Fitjárdal í Húnavatnssýslu og bitu sumar þeirra mjög illa. Aflífa þurfti þrjár kindur strax og hugsanlega þarf að lóga fleirum. Áður hefur orðið vart við dýrbít heima við bæi í Fitjárdal.
28.11.2017 - 16:51
Óvenjumörg tilfelli af vöðvasulli í sauðfé
Í sláturtíðinni hafa eftirlitsdýralæknar Matvælastofnunar orðið varir við vöðvasull í sauðfé frá nokkrum bæjum. Greiningin hefur verið staðfest af sérfræðingum á Tilraunastöð HÍ að Keldum. Ástæðan gæti verið misbrestur á bandormahreinsun hunda.
03.11.2016 - 15:21
Hraðsmalað í Árneshreppi vegna Útsvars
Bændur og búalið í Árneshreppi höfðu hröð handtök í Kjósarrétt í dag við að draga fé í dilka. Allt kapp er lagt á að ljúka réttum fyrir kvöldið því keppnislið Árneshrepps keppir í fyrsta sinn í Útsvari í kvöld.