Færslur: sauðfé

Segja forsendur fyrir sauðfjárbúskap brostnar
Forsendur eru brostnar fyrir sauðfjárbúskap hér á landi, verði ekki breyting á starfsumhverfi bænda. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Byggðastofnunar. Kynslóðaskipti í röðum sauðfjárbænda eru fátíð, rekstrarafkoma hefur verið neikvæð um nokkurra ára skeið og líkur eru á að fjölmargir hætti búskap á næstu misserum. Sauðfjárbóndi segir að grípa þurfi til aðgerða strax, það kosti minna en að þurfa að byggja greinina upp frá grunni síðar.
Sauðfjár- og kúabúum fækkað mest síðustu ár
Búum í landbúnaðargreinum fækkaði um 375 á landinu frá 2008 til 2020. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofu Íslands.
Rúmlega 1.230.000 skepnur í bústofni Íslendinga
Bústofn Íslendinga samanstóð um áramót af um það bil 1.236.267 skepnum. Bændablaðið greinir frá þessu. Þótt gefin sé upp nákvæm tala er ekki þar með sagt að hún segi rétt til um fjölda búfjár í landinu, segir í blaðinu, því talning á hrossum hefur verið í ólestri í mörg ár og er enn.
12.05.2022 - 06:36
Riða greindist í sauðfé á Vatnsnesi
Matvælastofnun barst nýlega tilkynning frá Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum um að riða hafi greinst við sýnatöku á sauðfé af bænum Sporði á Vatnsnesi við Húnaflóa. Sýni voru einnig tekin af öllu sauðfé sem sent var til slátrunar af bænum, auk bæja í nágrenninu. Ekkert greindist á nágrannabæjum.
25.01.2022 - 10:44
Grófu upp lömb sem fennti í skurðum heima við bæ
Mestallt fé er komið af fjalli á Norðurlandi enda seinni göngum víðast hvar lokið. Bændur þar hafa því meiri áhyggjur af lambfé sem komið er heim á bæi og getur lent þar í hættu. Í Víðidal þurfti að grafa upp nokkur lömb sem fennti í kaf í skurðum heima við bæ.
28.09.2021 - 15:07
Rannsaka aðferðir til að útrýma riðuveiki í sauðfé
Riðusérfræðingar frá fjórum löndum hafa frá því í vor leitað nýrra arfgerða í íslenska sauðfjárstofninum sem eiga að vernda sauðkindina fyrir riðusmiti. Þetta er fyrsta rannsóknin af þessu tagi sem gerð er hér á landi í tuttugu ár. Meðal annars verða tekin sýni úr 2.500 kindum á Íslandi og Grænlandi.
20.09.2021 - 15:35
Ætti að vera erfðafræðilega ómögulegt
Á bænum Njarðvík í Borgarfirði eystra er nokkuð sérkennilegur hrútur, sá er svartur öðrum megin og hvítur hinum megin, kollóttur öðrum megin og hyrndur hinum megin.
14.09.2021 - 14:06
Segir frekari hagræðingar þörf hjá afurðastöðvum
Það hefur reynst flókið að manna sláturhús þetta haustið og verr gekk að fá innlent verkafólk til starfa en í fyrra. Formaður Landssamtaka sláturleyfishafa segir að þeir hefðu gjarnan viljað greiða sauðfjárbændum hærra verð fyrir afurðir en raunin varð. Sláturhúsin séu í þröngri stöðu.
11.09.2021 - 18:22
Útvarpsfrétt
Óvenjumargt fé eftir fyrstu göngur
Bændur í Öxarfirði draga í dag fé sitt í dilka í Sandfellshagarétt og þar hefur mikið gengið á í dag. Stefán Leifur Rögnvaldsson, réttarstjóri, segir að þessi tími árs sé á sinn hátt skemmtilegur, í það minnsta sé gott veður í ár. Ekki sé gaman að fást við réttarstörfin í norðanrigningu eða slyddu. „Það er svona heldur ógeðslegt en þetta var fínt í morgun,“ sagði hann í viðtali við Önnu Þorbjörgu Jónasdóttur, fréttamann, í hádegisfréttum.
08.09.2021 - 13:51
Dýrbítur felldur í Norður Noregi
Skógarbjörn sem valdið hefur miklum usla síðastliðna tíu daga var felldur í Troms og Finnmörku í Noregi í gær. Björninn er einn fjögurra sem hafa herjað undanfarið á sauðfé bænda í sveitarfélögunum Bardu, Salangen og Lavangen.
22.06.2021 - 03:12
Erlent · Náttúra · Umhverfismál · bjarndýr · Noregur · Evrópa · Meindýraeyðir · Dýr · sauðfé · kindur · Bændur
Sjónvarpsfrétt
Fé kemst seinna í úthaga
Síðustu daga hefur verið mikil kuldatíð á Norðurlandi. Bændur í sveitum norðaustanlands hafa fæstir getað sleppt fé sínu á fjöll og verða að hafa það á beit í heimahaga.
17.06.2021 - 00:00
Sauðfé ekki verið færra á Íslandi í 160 ár
Sauðfé hefur ekki verið færra á Íslandi í 160 ár. Frá þessu er greint í Bændablaðinu. Þar kemur fram að samkvæmt tölum Mælaborðs landbúnaðarins hafi 400.724 sauðkindur verið á vetrarfóðrum árið 2020 og hafði þá fækkað um ríflega 15.000, eða 3,6 prósent, frá árinu áður.
29.04.2021 - 03:55
Sögur af landi
Sauðfjárverndin var aðeins einn maður
Björgvin Þ. Valdimarsson, tónskáld og kórstjóri, var aðeins ungur drengur þegar hann kynntist Jóni Konráðssyni, kennara og sauðfjárunnanda. Með þeim þróaðist einstök vinátta sem varði allt til æviloka Jóns. Jón var mikill dýravinur og baráttumaður fyrir velferð íslensku sauðkindarinnar.
17.04.2021 - 17:04
Lömbin hans Geirmundar fá nöfn — „Síminn stoppaði ekki“
Tónlistarmaðurinn og sauðfjárbóndinn Geirmundur Valtýsson er búinn að gefa lömbunum tveimur sem komu óvænt í heiminn í síðustu viku nöfn. Í frétt sjónvarpsins um málið óskaði Geirmundur eftir ábendingum frá þjóðinni og svörin létu ekki á sér standa.
22.03.2021 - 14:40
Riðuveiki á bæ í Húnaþingi vestra
Riðuveiki hefur greinst í kind á bænum Vatnshóli í Húnaþingi vestra. Á bænum eru ríflega 920 fjár. Riða greindist síðast á Vatnshóli árið 1999.
Góð útkoma úr tilraunaverkefni um heimaslátrun
Tilraunaverkefni um heimaslátrun sauðfjár í síðustu sláturtíð er talið hafa tekist vel. Markmiðið með verkefninu var að finna leiðir til að auðvelda sauðfjárbændum heimaslátrun og markaðssetja eigið lambakjöt.
26.02.2021 - 14:43
Myndskeið
Leiðinlegast að greina jákvætt sýni
Vísindamönnum hefur verið fjölgað á Keldum við að anna greiningu sýna úr Skagafirði, þar sem riða hefur greinst. Þúsundir sýna hafa borist að undanförnu. Einn vísindamannanna segir leiðinlegast við vinnuna að greina jákvætt sýni.
Undanþága veitt vegna urðunar á sauðfé úr Skagafirði
Umhverfisráðherra hefur veitt undanþágu frá lögum um mat á umhverfisáhrifum og leyft urðun á sauðfé frá búum í Skagafriði sem skorið verður niður vegna riðuveiki. Urðað verður á aflögðum urðunarstað við Skarðsmóa í Skagafirði. Það er mat umhverfisráðuneytisins að það varði almannaheill að hraða fögrun dýranna og hún mæti því skilyrðum um undanþágu.
06.11.2020 - 15:18
Riðan í Skagafirði hefur áhrif á búskap í Eyjafirði
Riðan á Stóru Ökrum 1 í Skagafirði hefur mikil áhrif á búskap sauðfjárbænda í Eyjafirði, sem tilheyra sama varnarhólfi. Haustið er helsti tími viðskipta með líflömb en slíkir flutningar milli bæja eru nú bannaðir.
22.10.2020 - 12:52
Riðuveiki staðfest á Stóru-Ökrum 1
Staðfest hefur verið að riðutilfelli á Stóru-Ökrum 1 í Skagafirði er hefðbundin smitandi riða. Héraðsdýralæknir segir að allt fé á bænum verði skorið niður. Þetta sé mikið áfall fyrir bændur á þessu svæði, sem hefur verið riðulaust í 20 ár.
21.10.2020 - 14:37
Grunur um riðuveiki í Skagafirði
Matvælastofnun segir sterkan grun uppi um að riðuveiki hafi komið upp á bænum Stóru-Ökrum 1 í Akrahreppi í Skagafirði. Því hefur bráðabirgðabann verið sett á allan flutning sauð- og geitfjár innan Tröllaskagahólfs uns greining hefur verið staðfest.
Viðtal
Óttast ekki að væst hafi um kindurnar
Gangnamenn í Austur-Húnavatnssýslu þurftu frá að hverfa í gær sökum þoku. Jón Gíslason, bóndi á Hofi, gisti í Álkuskála á Haukagilsheiði í nótt ásamt fleiri göngumönnum og þar hófst smölun á ný í morgun. Þar er skyggni orið þokkalegt en þó er snjór yfir öllu og lágskýjað. Þegar rætt var við Jón í hádegisfréttum voru gangnamenn að byrja að mynda línu.
04.09.2020 - 13:43
Óvissustig og viðbúnaður vegna veðurspár
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi vegna norðan hríðar sem spáð er að gangi yfir stóran hluta landsins í kvöld. Hjá Vegagerðinni og raforkufyrirtækjunum er fylgst grannt með þróun mála og sérstök vakt til taks ef á þarf að halda.
03.09.2020 - 12:53
„Kindurnar þola alveg vont veður“
Sauðfjárbændur í Svalbarðshreppi áttu ekki kost á að flýta göngum vegna vonskuveðurs sem spáð er í dag. Sigurður Þór Guðmundsson, sauðfjárbóndi á Holti í Svalbarðshreppi, segist hafa þá trú að féð komi sér í skjól og bíði af sér veðrið, eina áhyggjuefnið sé hvort snjór fylgi veðrinu.
03.09.2020 - 08:22
Bændur óttast um fé á fjalli ef spáin rætist
Sauðfjárbændur á norðanverðu landinu, sem eiga fé á hálendi, ætla að flýta göngum og þeir sem þegar eru komnir á fjall reyna að ná fé sínu niður sem fyrst. Á morgun spáir vonskuveðri á stærstum hluta landsins.
02.09.2020 - 13:19