Færslur: sauðfé

Sauðfé ekki verið færra á Íslandi í 160 ár
Sauðfé hefur ekki verið færra á Íslandi í 160 ár. Frá þessu er greint í Bændablaðinu. Þar kemur fram að samkvæmt tölum Mælaborðs landbúnaðarins hafi 400.724 sauðkindur verið á vetrarfóðrum árið 2020 og hafði þá fækkað um ríflega 15.000, eða 3,6 prósent, frá árinu áður.
29.04.2021 - 03:55
Sögur af landi
Sauðfjárverndin var aðeins einn maður
Björgvin Þ. Valdimarsson, tónskáld og kórstjóri, var aðeins ungur drengur þegar hann kynntist Jóni Konráðssyni, kennara og sauðfjárunnanda. Með þeim þróaðist einstök vinátta sem varði allt til æviloka Jóns. Jón var mikill dýravinur og baráttumaður fyrir velferð íslensku sauðkindarinnar.
17.04.2021 - 17:04
Lömbin hans Geirmundar fá nöfn — „Síminn stoppaði ekki“
Tónlistarmaðurinn og sauðfjárbóndinn Geirmundur Valtýsson er búinn að gefa lömbunum tveimur sem komu óvænt í heiminn í síðustu viku nöfn. Í frétt sjónvarpsins um málið óskaði Geirmundur eftir ábendingum frá þjóðinni og svörin létu ekki á sér standa.
22.03.2021 - 14:40
Riðuveiki á bæ í Húnaþingi vestra
Riðuveiki hefur greinst í kind á bænum Vatnshóli í Húnaþingi vestra. Á bænum eru ríflega 920 fjár. Riða greindist síðast á Vatnshóli árið 1999.
Góð útkoma úr tilraunaverkefni um heimaslátrun
Tilraunaverkefni um heimaslátrun sauðfjár í síðustu sláturtíð er talið hafa tekist vel. Markmiðið með verkefninu var að finna leiðir til að auðvelda sauðfjárbændum heimaslátrun og markaðssetja eigið lambakjöt.
26.02.2021 - 14:43
Myndskeið
Leiðinlegast að greina jákvætt sýni
Vísindamönnum hefur verið fjölgað á Keldum við að anna greiningu sýna úr Skagafirði, þar sem riða hefur greinst. Þúsundir sýna hafa borist að undanförnu. Einn vísindamannanna segir leiðinlegast við vinnuna að greina jákvætt sýni.
Undanþága veitt vegna urðunar á sauðfé úr Skagafirði
Umhverfisráðherra hefur veitt undanþágu frá lögum um mat á umhverfisáhrifum og leyft urðun á sauðfé frá búum í Skagafriði sem skorið verður niður vegna riðuveiki. Urðað verður á aflögðum urðunarstað við Skarðsmóa í Skagafirði. Það er mat umhverfisráðuneytisins að það varði almannaheill að hraða fögrun dýranna og hún mæti því skilyrðum um undanþágu.
06.11.2020 - 15:18
Riðan í Skagafirði hefur áhrif á búskap í Eyjafirði
Riðan á Stóru Ökrum 1 í Skagafirði hefur mikil áhrif á búskap sauðfjárbænda í Eyjafirði, sem tilheyra sama varnarhólfi. Haustið er helsti tími viðskipta með líflömb en slíkir flutningar milli bæja eru nú bannaðir.
22.10.2020 - 12:52
Riðuveiki staðfest á Stóru-Ökrum 1
Staðfest hefur verið að riðutilfelli á Stóru-Ökrum 1 í Skagafirði er hefðbundin smitandi riða. Héraðsdýralæknir segir að allt fé á bænum verði skorið niður. Þetta sé mikið áfall fyrir bændur á þessu svæði, sem hefur verið riðulaust í 20 ár.
21.10.2020 - 14:37
Grunur um riðuveiki í Skagafirði
Matvælastofnun segir sterkan grun uppi um að riðuveiki hafi komið upp á bænum Stóru-Ökrum 1 í Akrahreppi í Skagafirði. Því hefur bráðabirgðabann verið sett á allan flutning sauð- og geitfjár innan Tröllaskagahólfs uns greining hefur verið staðfest.
Viðtal
Óttast ekki að væst hafi um kindurnar
Gangnamenn í Austur-Húnavatnssýslu þurftu frá að hverfa í gær sökum þoku. Jón Gíslason, bóndi á Hofi, gisti í Álkuskála á Haukagilsheiði í nótt ásamt fleiri göngumönnum og þar hófst smölun á ný í morgun. Þar er skyggni orið þokkalegt en þó er snjór yfir öllu og lágskýjað. Þegar rætt var við Jón í hádegisfréttum voru gangnamenn að byrja að mynda línu.
04.09.2020 - 13:43
Óvissustig og viðbúnaður vegna veðurspár
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi vegna norðan hríðar sem spáð er að gangi yfir stóran hluta landsins í kvöld. Hjá Vegagerðinni og raforkufyrirtækjunum er fylgst grannt með þróun mála og sérstök vakt til taks ef á þarf að halda.
03.09.2020 - 12:53
„Kindurnar þola alveg vont veður“
Sauðfjárbændur í Svalbarðshreppi áttu ekki kost á að flýta göngum vegna vonskuveðurs sem spáð er í dag. Sigurður Þór Guðmundsson, sauðfjárbóndi á Holti í Svalbarðshreppi, segist hafa þá trú að féð komi sér í skjól og bíði af sér veðrið, eina áhyggjuefnið sé hvort snjór fylgi veðrinu.
03.09.2020 - 08:22
Bændur óttast um fé á fjalli ef spáin rætist
Sauðfjárbændur á norðanverðu landinu, sem eiga fé á hálendi, ætla að flýta göngum og þeir sem þegar eru komnir á fjall reyna að ná fé sínu niður sem fyrst. Á morgun spáir vonskuveðri á stærstum hluta landsins.
02.09.2020 - 13:19
Sauðfjárbændur í Miðfirði fá aðgöngumiða í réttir
Áður en réttað verður í Miðfjarðarrétt á laugardaginn fá bændur afhenta miða sem gefa rétt til þátttöku í réttarstörfum. Þá verður fé rekið í réttina í þrennu lagi til að lágmarka fjölda.
31.08.2020 - 16:25
Vilja undanþágu vegna fjölda í réttum
Fjallaskilanefnd Borgarbyggðar hefur óskað eftir því að byggðaráð sæki um undanþágu vegna fjölda í réttum svo heimilt verði að 150 manns sæki hverja rétt. Fréttablaðið greindi frá þessu í morgun.
28.08.2020 - 07:48
Rimlahlið á mörkum varnarlína verða ekki fjarlægð
Yfirdýralæknir segir að ekki standi til að fjarlægja rimlahlið á hringveginum í Húnavatnssýslum og Skagafirði á mörkum varnarlína búfjársjúkdóma. Gerð hafi verið mistök þegar tilkynnt var að hliðin yrðu fjarlægð.
Fjarlægja rimlahlið milli varnarsvæða búfjársjúkdóma
Skagfirðingar og Húnvetningar hafa mótmælt þeim áformum Vegagerðarinnar að fjarlægja rimlahlið á hringveginum sem aðskilja varnarsvæði búfjársjúkdóma. Hliðin gegni mikilvægu hlutverki í að verjast riðuveiki milli svæða.
24.08.2020 - 18:20
„Tveggja kinda reglan“ í gildi í göngum og réttum
Göngur og réttir verða með óvenjulegu sniði í haust vegna COVID-19 faraldursins. Oft er mannmargt í réttum en í ár þarf að gæta sérstaklega vel að sóttvörnum. Á Facebook-síðu Landsambands sauðfjárbænda er fólk hvatt til að muna „tveggja kinda regluna,“ það er að hafa alltaf tvo metra, sem jafngildir um tveimur kindum, sín á milli.
19.08.2020 - 14:35
Kúrðu sig spakar í göngunum
„Það var skemmtileg sjón að sjá þær kúra þarna,“ segir Björk Vilhelmsdóttir félagsráðgjafi og fyrrverandi borgarfulltrúi. Hópur kinda hafði flúið óveðrið á svæðinu og komið sér fyrir í Vestfjarðagöngum þar sem þær urðu á vegi Bjarkar er hún var á leið til Súgandafjarðar fyrr í kvöld.
16.07.2020 - 22:58
Tveir sauðfjárbændur fá miskabætur frá MAST
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Matvælastofnun til að greiða tveimur sauðfjárbændum samtals 3 milljónir í miskabætur. Matvælastofnun svipti þá sauðfé sínu í október 2014 og slátraði því vegna óviðunandi aðbúnaðar og umhirðu í nóvember sama ár. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að Matvælastofnun hafi ekki farið að lögum þegar ákvörðunin um að slátra fénu var tekin. Dómurinn segir að sú ákvörðun hafi verið bændunum „mikið persónulegt áfall og til þess fallin að valda þeim álitshnekki.“
Garnaveiki í kind á Tröllaskaga
Garnaveiki hefur verið staðfest á sauðfjárbúi á Tröllaskaga, á Brúnastöðum í Fljótum. Veikin uppgötvaðist við smölun um síðustu helgi. Síðast kom veikin upp á svæðinu fyrir ellefu árum.
20.09.2019 - 22:37
Enn eitt riðutilfellið í Skagafirði
Riðuveiki hefur verið staðfest á bænum Álftagerði í Skagafirði. Þetta er annað tilfelli riðu á þessu sama svæði á fáum mánuðum. Riða fannst í kind á bænum Vallanesi í september, en fáir kílómetrar eru á milli Álftagerðis og Vallaness.
24.01.2019 - 10:25
Viðtal
Vel gengur að rétta í Kaldárbakkarétt
Vel gekk að smala Fagraskógarfjall í Hítardal í gær, þrátt fyrir berghlaupið sem varð í fjallinu sumar en skriðan breytti landslagi dalsins töluvert og stíflaði meðal annars ána. Fyrstu réttir ársins voru í gær og í dag er réttað í Kaldárbakkarétt í Kolbeinsstaðahreppi. Safnið telur um þrjú til fjögur þúsund fjár. Kristján Ágúst Magnússon, á Snorrastöðum, var að draga í dilka rétt fyrir hádegi.
02.09.2018 - 14:40
Talinn brjóta lög um velferð dýra
Eiganda útigangsfjár, sem skotið var í Loðmundarfirði um síðustu helgi, verður gert að safna saman öllum kindum af bænum svo hægt verði að meta ástand bústofnsins í heild. Bóndinn er talinn hafa brotið lög um velferð dýra.
15.03.2018 - 14:52