Færslur: Sarah Everard

Götuáreitni gæti varðað við lög
Stjórnvöld í Bretlandi sögðust í dag íhuga að gera götuáreitni sem beint er að konum að glæpsamlegu athæfi, lögum samkvæmt. Þetta er í samræmi við nýja stefnu hins opinbera til að stemma stigu við ofbeldi gegn konum og stúlkum.
21.07.2021 - 14:58
„Lögreglumenn stóðu frammi fyrir erfiðri ákvörðun“
Lundúnalögreglan hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir að ganga harkalega fram þegar minningarathöfn um Söruh Everard var stöðvuð í gærkvöld í Clapham Common hverfi borgarinnar. Á blaðamannafundi seint í gærkvöld varði Helen Ball aðstoðarlögreglustjóri aðgerðir lögreglunnar og sagði minningarathöfnina hafa verið í trássi við sóttvarnareglur.  
14.03.2021 - 10:41
Konur deila reynslu sinni eftir hvarf ungrar konu
Breskur lögreglumaður hefur verið handtekinn, grunaður um aðild að hvarfi 33 ára gamallar konu í síðustu viku. Fjöldi breskra kvenna hefur í kjölfarið deilt reynslu sinni af óöryggi og hræðslu þegar þær eru einar á ferli að kvöldlagi.
11.03.2021 - 20:41