Færslur: sara riel

Viðtal
Verkið er stríð og pensillinn er sverðið
Á dögunum var kynnt nýtt vegglistaverk eftir Söru Riel, verkið er 250 fermetrar að stærð, það heitir Flóran og er málað á Spennistöðina við Austurbæjarskóla, sem hýsir félagsmiðstöðina 100 og 1.
19.10.2019 - 10:12
Gagnrýni
Náttúra og furðuverur í sjálfvirkni Söru Riel
„Sara Riel er líklegast þekktust fyrir veggjalist sína en verk hennar prýða byggingar víða um borgina sem og erlendis, en í sýningunni Sjálfvirk finnst mér mætast míkró og makró úr verkum hennar.“ Inga Björk Bjarnadóttir fjallar um sýningu Söru Riel, Sjálfvirk.
29.11.2018 - 13:45
Sara Riel: engin ritstjórn, enginn efi
„Ég er rómantíker, þannig að ég trúi á frumleika og að hver listamaður geti haft sína eigin rödd. En það tekur dálítinn tíma að þora að fara neðar og neðar og kannski undir grímuna sína,“ segir Sara Riel sem sýnir nú eigin verk í Kling&Bang undir yfirskriftinni Sjálfvirk.
18.11.2018 - 13:56
Rökleysan er oft brothættari
„Ég held að ég hafi alltaf fylgt innsæinu og tilfinningum við gerð allra verka,“ segir myndlistarkonan Sara Reil sem opnar nýja sýningu, Sjálfvirk / Automativ, í Kling og Bang í Marshall-húsinu á laugardag. „Ég hef tilhneigingu til að kafa rosalega djúpt í hvert tímabil, en svo klárast það. Þetta eru kannski tímamót til þess að fara fyrir neðan rökhyggjuna og inn í rökleysuna, og hún er oft brothættari og viðkvæmari fyrir mann.“
20.10.2018 - 14:49