Færslur: Sanna Marin

Telur að Finnland verði aðili að NATO á þessu ári
Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, telur að landið verði orðið fullgildur meðlimur í Atlantshafsbandalaginu, NATO, áður en árið er úti. Þetta sagði Marin í umræðuþætti í finnska ríkissjónvarpinu í gær. Sauli Niinistö Finnlandsforseti tilkynnti það formlega á sunnudag að Finnland myndi sækja um aðild að bandalaginu. Greidd verða atkvæði um tillögu þar að lútandi á finnska þinginu í dag.
17.05.2022 - 06:55
NATO-aðild rædd á þingi í Finnlandi og Svíþjóð í dag
Hvorttveggja Svíþjóð og Finnland munu sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu innan skamms og jafnvel strax í þessari viku. Þetta varð endanlega ljóst eftir að forseti Finnlands gaf út formlega yfirlýsingu um þetta og ríkisstjórnarflokkur Jafnaðarmanna lýsti sig fylgjandi aðild Svíþjóðar að bandalaginu, með fyrirvara þó. Sá fyrirvari kveður á um að NATO komi hvorki upp varanlegum herstöðvum né kjarnorkuvopnum á sænskri grundu. Tillaga um aðildarumsókn verður lögð fyrir þjóðþing landanna í dag.
Heimsglugginn: Finnar vilja í NATO og víg fréttamanns
Sauli Niinistö og Sanna Marin, forseti og forsætisráðherra Finnlands, gáfu í morgun út yfirlýsingu um að þau styddu að Finnar sæktu um aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATO. Þetta var annað aðalumræðuefnið er Sigríður Halldórsdóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar.
Niinistö og Marin
Tilkynna afstöðu sína til NATO-aðildar í dag
Forseti og forsætisráðherra Finnlands, Sauli Niinistö og Sanna Marin, halda sameiginlegan fréttafund í dag þar sem þau munu lýsa afstöðu sinni til aðildar Finnlands að Atlantshafsbandalaginu, NATO. Fastlega er reiknað með því að þau lýsi sig fylgjandi aðildarumsókn, eins og yfirgnæfandi meirihluti Finna. Fundurinn hefst klukkan tíu að finnskum tíma, en þá er klukkan sjö hér á landi.
Umræður um NATÓ aðild að hefjast í finnska þinginu
Finnska þingið hefur í dag umræður um hvort sækja beri um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Innrás Rússa í Úkraínu hefur orðið til þess að stuðningur við aðild hefur aukist mjög meðal finnsks almennings og stjórnmálamanna.
„Ekki efast um getu Finna til skjótra ákvarðana“
Finnar búa sig undir að taka sögulega ákvörðun á næstu vikum, það er að ganga til lið við Atlantshafsbandalagið. Fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands segir að ekki megi efast um getu landa sinna til að taka skjótar ákvarðanir.
Búist við að Finnar sæki um aðild að NATO í maí
Talið er líklegt að finnska ríkisstjórnin sæki um aðild að Atlantshafsbandalaginu eigi síðar en í maíbyrjun. Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands hefur löngum fátt viljað segja af eða á um mögulega aðild Finna að bandalaginu. Þar til nú.
08.04.2022 - 04:40
Finnar hækka útgjöld til varnarmála
Finnska ríkisstjórnin hefur brugðist við innrás Rússa í Úkraínu með því að tilkynna um aukin útgjöld til varnarmála næstu fjögur ár. Fjármununum verður meðal annars varið til að greiða hundruðum atvinnuhermanna laun. Auk þess verður landamæraöryggi eflt og aukið við vopnakaup, þar á meðal eldflaugar og skotvopn.
Yfir 60 prósent Finna vilja í NATO
Fylgi við aðild Finnlands að Atlantshafsbandalaginu jókst hratt og mikið meðal Finna eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu í lok febrúar og nýjasta skoðanakönnunin þar að lútandi sýnir að það helst mikið. 61 prósent þeirra sem þátt tóku segjast fylgjandi aðild. Einungis 15 prósent eru á móti en aðrir taka ekki afstöðu.
Breytt afstaða Finna og Svía til NATO
Innrás Rússa í Úkraínu í síðustu viku hefur gjörbreytt afstöðu margra Evrópuríkja í varnar- og öryggismálum. Þjóðverjar breyttu um helgina stefnu sinni um að senda ekki vopn til átakasvæða og sendu vopn og búnað til Úkraínu. Sambandsþingið í Berlín samþykkti stóraukin útgjöld til varnarmála.  Norðmenn og Svíar hafa fylgt fordæmi Þjóðverja og leyfa í fyrsta sinn hernaðaraðstoð við ríki sem á í styrjöld.
Kjörsókn Finna ekki verið verri síðan 1950
Finnar gengu til sveitarstjórnarkosninga í dag en upphaflega stóð til að halda kosningarnar þann 18.apríl síðastliðinn. Þeim var þá frestað vegna stöðunnar í kórónuveirufaraldrinum á þeim tíma. Kjörsókn var 55% í Finnlandi en hún hefur ekki verið verri síðan árið 1950.
13.06.2021 - 22:20
Allt að 200 þúsund krónur á dag í matarstyrk
Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, hefur hlotið samtals um tvær milljónir króna í skattfrjálsa matarstyrki frá upphafi árs 2020. Málið hefur vakið mikla athygli í Finnlandi undanfarið, í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga þar í landi sem fyrirhugaðar eru um miðjan mánuðinn.
03.06.2021 - 14:53
„Matargate“ veldur forsætisráðherra Finna vandræðum
Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, ætlar að endurgreiða um tvær milljónir króna fyrir mat sem sendur hefur verið í bústað forsætisráðherra í Helsinki. Málið hefur valdið Marin vandræðum en það kom upp örfáum dögum áður en sveitarstjórnarkosningar verða.
02.06.2021 - 17:10
Stjórnarkreppu afstýrt í Finnlandi
Stjórnarflokkarnir í Finnlandi hafa náð samkomulagi um fjárlagaramma eftir rúmlega viku samningaþóf. Yfirvofandi stjórnarkreppu hefur verið afstýrt. Sanna Marin forsætisráðherra Finna tilkynnti eftir fund leiðtoga stjórnarflokkanna í morgun að náðst hefði samkomulag og málamiðlun í erfiðustu málunum.
28.04.2021 - 13:10
Myndskeið
Forsætisráðherra Finnlands ávarp rafrænan landsfund
Logi Már Einarsson var endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar í dag með níutíu og sex prósentum atkvæða. Forsætisráðherra Finnlands ávarpaði fundinn og sagði fólk líta til jafnaðarmanna um djarfar lausnir í faraldrinum.
Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands í sýnatöku
Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands er með væg kórónuveirueinkenni og fer í sýnatöku í dag. Vegna þessa ætlar hún að vinna heima í stað þess að mæta í ráðuneytið.
18.08.2020 - 12:15
Myndskeið
Yngsti forsætisráðherra í heimi
Sanna Marin, nýr forsætisráðherra Finnlands er yngsti þjóðarleiðtogi heims um þessar mundir og yngsti forsætisráðherra Finnlands frá upphafi. Hún fer fyrir fimm flokka ríkisstjórn þar sem konur veita öllum flokkunum forystu.
10.12.2019 - 19:47