Færslur: Sanna Marin

Kjörsókn Finna ekki verið verri síðan 1950
Finnar gengu til sveitarstjórnarkosninga í dag en upphaflega stóð til að halda kosningarnar þann 18.apríl síðastliðinn. Þeim var þá frestað vegna stöðunnar í kórónuveirufaraldrinum á þeim tíma. Kjörsókn var 55% í Finnlandi en hún hefur ekki verið verri síðan árið 1950.
13.06.2021 - 22:20
Allt að 200 þúsund krónur á dag í matarstyrk
Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, hefur hlotið samtals um tvær milljónir króna í skattfrjálsa matarstyrki frá upphafi árs 2020. Málið hefur vakið mikla athygli í Finnlandi undanfarið, í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga þar í landi sem fyrirhugaðar eru um miðjan mánuðinn.
03.06.2021 - 14:53
„Matargate“ veldur forsætisráðherra Finna vandræðum
Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, ætlar að endurgreiða um tvær milljónir króna fyrir mat sem sendur hefur verið í bústað forsætisráðherra í Helsinki. Málið hefur valdið Marin vandræðum en það kom upp örfáum dögum áður en sveitarstjórnarkosningar verða.
02.06.2021 - 17:10
Stjórnarkreppu afstýrt í Finnlandi
Stjórnarflokkarnir í Finnlandi hafa náð samkomulagi um fjárlagaramma eftir rúmlega viku samningaþóf. Yfirvofandi stjórnarkreppu hefur verið afstýrt. Sanna Marin forsætisráðherra Finna tilkynnti eftir fund leiðtoga stjórnarflokkanna í morgun að náðst hefði samkomulag og málamiðlun í erfiðustu málunum.
28.04.2021 - 13:10
Myndskeið
Forsætisráðherra Finnlands ávarp rafrænan landsfund
Logi Már Einarsson var endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar í dag með níutíu og sex prósentum atkvæða. Forsætisráðherra Finnlands ávarpaði fundinn og sagði fólk líta til jafnaðarmanna um djarfar lausnir í faraldrinum.
Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands í sýnatöku
Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands er með væg kórónuveirueinkenni og fer í sýnatöku í dag. Vegna þessa ætlar hún að vinna heima í stað þess að mæta í ráðuneytið.
18.08.2020 - 12:15
Myndskeið
Yngsti forsætisráðherra í heimi
Sanna Marin, nýr forsætisráðherra Finnlands er yngsti þjóðarleiðtogi heims um þessar mundir og yngsti forsætisráðherra Finnlands frá upphafi. Hún fer fyrir fimm flokka ríkisstjórn þar sem konur veita öllum flokkunum forystu.
10.12.2019 - 19:47