Færslur: Samtök verslunar og þjónustu

Segir ekki tilefni til verðlækkana hér
Verð á hrávöru og málmum hefur lækkað talsvert undanfarna mánuði og síðustu vikur hefur orkuverð einnig lækkað. Þessar verðlækkanir hafa ekki komið fram í verðlagi hér á landi.
Spenna á markaði þar sem keppst er um starfsfólk
Spenna hefur skapast á vinnumarkaði vegna lítils atvinnuleysis í landinu. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að aldrei hafi verið jafn erfitt að ráða fólk til starfa og nú.
Launa- og flutningskostnaður skýri hátt vöruverð
Flutningskostnaður, mikill launakostnaður og smæð markaðarins útskýrir hvers vegna verðlag er hærra hér en í Evrópusambandinu. Þetta segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. 
Át á bjúgum og fiskibollum í dós gæti fylgt verðbólgu
Viðbúið er að fólk fari að leita í ódýrari matvöru eins og reykt bjúgu og fiskibollur í dós. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Verð á matvöru hefur hækkað töluvert síðustu vikur og hætt er við frekari verðhækkunum. Bændur, afurðarfyrirtæki og neytendur þurfa að taka á sig tvo og hálfan milljarð króna vegna aukins rekstrarkostnaðar í landbúnaði. Þetta kemur fram í skýrslu svonefnds Spretthóps matvælaráðherra.
Mikilvægt að íbúarnir kaupi jólagjafirnar í heimabyggð
Ætla má að íbúar á Norðurlandi vestra kaupi jólagjafir fyrir 300 milljónir króna fyrir þessi jól. Framkvæmdastjóri SSNV segir þetta sýna hve mikilvægt það er að versla í heimabyggð. Þá ættu fyrirtæki ekki að leita út fyrir fjórðunginn þegar þau kaupa jólagjafir.
Kastljós
Telur erlenda verðbólgu ekki þurfa að bitna á neytendum
Breki Karlssson, formaður Neytendasamtakanna, segir að verslanir geti slegið af arðsemiskröfu sinni í stað þess að hækka vöruverð til að mæta hækkunum á heimsmarkaði.
Hagsmunasamtök taki ekki þátt í umræðu um verðlagningu
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsfólki hagsmunasamtaka í atvinnulífinu að taka ekki þátt í umfjöllun um verðlagningu eða markaðshegðun fyrirtækja. Í tilkynningu eftirlitsins er slík umfjöllun hagsmunasamtaka vegna yfirvofandi verðhækkana sökum hækkunar hrávöruverðs gagnrýnd. Hækkun aðfanga eigi ekki sjálfkrafa að hækka vöruverð.
Kaupmenn óttast að jólavörur berist ekki í tæka tíð
Ekki er hægt að segja til um hvenær vöruflutningar milli landa komast í samt horf og þeir voru áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Þetta segir Björn Berg Gunnarsson deildarstjóri greiningar- og fræðslu hjá Íslandsbanka. Þetta veldur vöruskorti og verðhækkunum. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að kaupmenn óttist að jólavörur skili sér ekki í tæka tíð fyrir jól. Ekki sé vöruskortur í landinu en vegna aðstæðna erlendis séu vörur lengi að berast.
Vill grímuskyldu í verslunum til að forðast rugling
Samtök verslunar og þjónustu munu óska eftir því við heilbrigðisráðherra að almennri grímuskyldu verði komið á í verslunum. Nokkurs ruglings hefur gætt um það hvort grímuskylda gildi þar eða ekki, enda þykir ný reglugerð heilbrigðisráðherra ruglandi að þessu leyti.
Vísbendingar um að Íslendingar gefi dýrar jólagjafir
Lausleg könnun Morgunblaðsins á vinsælum jólagjöfum þetta árið bendir til þess að Playstation 5-leikjatölva hafi notið einna mestra vinsælda. Hún er nú uppseld hér á landi eins og víðast hvar annars staðar.

Mest lesið