Færslur: Samtök sykursjúkra

Fréttaskýring
Framtíðarheilsa þjóðarinnar: Sykursýki rýkur upp
Nýgengi sykursýki 2 hefur rokið upp á Íslandi undanfarin ár, einkum hjá yngra fólki. Rúmlega tvöfalt fleiri eru með sjúkdóminn nú en fyrir 15 árum. Á sama tíma vegnar þeim sem fá hjartasjúkdóma betur en áður og færri deyja. Óvissa ríkir um hvernig heilsufar þjóðarinnar og lífslíkur hafa þróast og eiga eftir að þróast næstu árin því rannsóknir skortir.
Fjöldi fólks með sykursýki tvö tvöfaldaðist á 14 árum
Fjöldi þeirra Íslendinga sem er með sykursýki tvö, áunna sykursýki, meira en tvöfaldaðist á árunum 2005 til 2018. Árið 2005 voru ríflega 4.200 með sykursýki tvö hér á landi en 10.600 árið 2018. Fjölgunin nær til karla og kvenna á öllum aldri.
Spegillinn
„Leik mér ekki að því að vera opinn fyrir vírusnum“
Margir óttast COVID-19 veiruna sem nú er komin til landsins en sumir hafa meiri ástæðu til að óttast en aðrir. Eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma á að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar frekar á hættu að veikjast alvarlega. Dánartíðni þessara hópa virðist margföld á við aðra. Dæmi eru um að sjúklingar hafi læst útidyrahurðinni og hyggist halda sig heima næstu vikur. Yfirlæknir á smitsjúkdómalækningadeild Landspítalans, segir fólk í áhættuhópum ekki þurfa að loka sig af.