Færslur: Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja

Hafði betur hjá Persónuvernd og fer fram á 75 milljónir
Fyrrverandi fjármálastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja hefur stefnt félaginu og fer fram á að það greiði honum 75 milljónir króna; tæpar 56 milljónir vegna vangoldinna launagreiðslna og lögfræðikostnaðar, 11 milljónir í skaðabætur vegna ólögmætrar uppsagnar og 8 milljónir í miskabætur.
Hægt að gera trúnaðarmenn innherja tímabundið
Ströng ákvæði í lögum um verðbréfaviðskipti er varða upplýsingar skráðra fyrirtækja á verðbréfamarkaði koma ekki í veg fyrir að farið sé að lögum um hópuppsagnir og greina þar með trúnaðarmönnum frá áformunum. Fyrirtækin þurfa aðeins að skrá viðkomandi sem tímabundna innherja. Stéttarfélag bankamanna og Arion banka greinir á um hvort farið hafi verið að lögunum við hópuppsagnirnar í vikunni.
Viðtal
Lögin handónýtt plagg ef það má hunsa þau
Lög um hópuppsagnir eru handónýtt plagg ef fyrirtæki sem skráð eru á markað geta hunsað þau, segir varaformaður Samtaka starfsfólks fjármálafyrirtækja. Hann segir skráð félög í Kauphöll ekki njóta sérréttinda þegar komi að samráði við trúnaðarmenn. Samtökin athuga nú lögmæti hópuppsagna í vikunni.