Færslur: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi

Segir Samherjamálið hafa skaðað orðspor Íslands
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegsráðherra segir að Samherjamálið hafi skaðað orðspor íslensks sjávarútvegs. Þetta kom fram í máli ráðherra á Alþingi í morgun.
Uppsagnir á skipi HG viðbúnar
Hraðfrystihúsið Gunnvör hefur sagt upp þrettán manna áhöfn skipsins Stefnis ÍS og ætlar sér að hætta útgerð þess um áramótin. Þetta er gert vegna samdráttar í þorskveiðikvóta og úthlutuðu aflamarki gullkarfa.
Sjónvarpsfrétt
Ráðherra segir útgerðina ráða við þorskkvótaminnkun
Matvælaráðherra segir að útgerðarfyrirtæki eigi að geta ráðið við að þorskkvótinn minnki um sex prósent. Hún treysti sjávarútveginum til þess að ná meiri verðmætum úr aflanum. 
Verri nýting á sjávarauðlindinni vegna fjárskorts
Veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar er of varfærin vegna þess að rannsóknir skortir. Þetta segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún segir það vonbrigði að þorskkvótinn verði minnkaður um sex prósent. Samtals hefur kvótinn minnkað um 23 prósent á síðustu þremur árum. 
Sjónvarpsfrétt
Allt að sjö milljarða samdráttur vegna minni þorskkvóta
Útflutningtekjur af sjávarafurðum gætu minnkað um sjö milljarða króna. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Með sex prósenta skerðingu sem greint var frá í dag hefur kvótinn verði minnkaðr um 23% á þremur árum.  
Laxeldi hafið í Ísafjarðadjúpi
Fyrstu laxaseiðin voru sett í kvíar í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi í gær. Seiðin eru á vegum Háafells ehf. sem sótti fyrst um leyfi fyrir laxeldi í Ísafjarðardjúpi árið 2011 og undirbúningur því staðið yfir í rúman áratug.
Sjónvarpsfrétt
Nýrri, stærri og dýrari skipa þörf fyrir orkuskipti
Smíða þyrfti ný, stærri og dýrari fiskiskip sem knúin yrðu dýrari orkugjöfum en olíu, svo unnt væri að fara í orkuskipti í sjávarútvegi. Sérfræðingur í umhverfismálum hjá Samtökum fyrirtækja í Sjávarútvegi segir að ef ráðist verður strax í orkuskiptin án ríkisaðstoðar slái það sjávarútvegsfyrirtæki út úr samkeppni á alþjóðlegum fiskmörkuðum.
Sjónvarpsfrétt
Langt í land í orkuskiptum á sjó
Jarðefnaeldsneyti verður áfram helsti orkugjafinn í íslenskum sjávarútvegi, komi ekki til stefnubreytingar af hálfu stjórnvalda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um orkuskipti í sjávarútvegi sem kynnt var í Hörpu í morgun.
Farið verði eftir ráðgjöf vísindanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir að þrátt fyrir að nýjar tillögur Hafrannsóknastofnunar samdrátt upp á milljarða fyrir þjóðarbúið telji hún rétt að fara eftir veiðiráðgjöf stofnunarinnar.
Samherji axli ábyrgð á ákvörðunum og athöfnum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, segja mikilvægt að Samherji axli ábyrgð á eigin ákvörðunum. Samtökin hafa ekki í hyggju að refsa fyrirtækinu.
Fjögur skip mæla loðnu um helgina
Fjögur veiðiskip halda til loðnumælinga um helgina og mæla í allt að sex daga. Mælingarnar eru kostaðar af útgerðunum því þær voru ekki á rannsóknaráætlun Hafrannsóknarstofnunar.
Íslenskt fiskeldi jókst um 77 prósent milli ára
Framleiðsla á eldisfiski hér á landi tók stökk milli áranna 2018 og 2019, laxeldi tvöfaldaðist og bleikjueldi jókst um þriðjung. Þá jókst útflutningsverðmæti eldisfisks um nærri 85 prósent milli ára.
Afkoma sjávarútvegs sterk þrátt fyrir loðnubrest
Rekstur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja gekk vel í fyrra. Þetta er niðurstaða byggð á ársuppgjörum fyrirtækja sem hafa yfir að ráða tæplega 90 prósentum af úthlutuðu aflamarki sköluðum upp í 100 prósent. Jónas Gestur Jónasson, löggiltur endurskoðandi hjá Deloitte, fór yfir afkomu sjávarútvegsfyrirtækja 2019 .
BEINT
Sjávarútvegsdagurinn rafrænn í dag
Greint verður frá afkomu sjávarútvegsfyrirtækja á síðasta ári og frá rekstri eldisfyrirtækja á Sjávarútvegsdeginum sem haldinn er í dag. Að þessu sinni verður fundurinn aðeins sendur út á vefnum. Útsendingin hefst klukkan 8:30 og gert er ráð fyrir dagskránni ljúki klukkan 10.
Hefja leit að loðnu á mánudag
Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson heldur í loðnuleit á mánudaginn og stendur leiðangurinn yfir í 22 daga. Jafnframt tekur rannsóknarskip á vegum Grænlendinga þátt í leiðangrinum.
Verði liður í að Ísland nái loftslagsmarkmiðum sínum
Stefnt er að því að draga úr losun frá sjávarútvegi og auka eftirspurn eftir heilnæmum íslenskum fiski með samstarfi stjórnvalda og sjávarútvegsfyrirtækja. 
Innflutningsbann á laxi í Kína hafi ekki áhrif á Ísland
Innflutningsbann á laxi í Kína hefur ekki haft áhrif á íslenska framleiðendur, segir Einar K. Guðfinnsson, sérfræðingur í fiskeldi hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Hlé hafi verið gert á á slátrun hérlendis af öðrum ástæðum.
Hefðu viljað sjá enn rýmra áhættumat fyrir laxeldi
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi telja þrengt að möguleikum til fiskeldis í nýju áhættumati Hafrannsóknastofnunar og telja gagnrýni Landsambands veiðifélaga á matinu vera fráleita.
Spegillinn
Gagnsæi byggir upp traust
Hvernig getum við aukið gagnsæi í sjávarútvegi var yfirskrift opins fundar sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi efndu til í gær. Þetta var fyrsti fundur af fjórum um sjávarútveginn. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, voru meðal þeirra sem töluðu á fundinum. Þau mættu í Spegilinn.
27.02.2020 - 11:34
Hafró og útgerðin sömdu um kostnað við loðnuleit
Samkomulag hefur náðst milli útgerðanna og Hafrannsóknastofnunar vegna loðnuleitar. Stofnunin greiðir útgerðunum um helming kostnaðar vegna leitarinnar og treystir á aukið fjármagn frá stjórnvöldum.
Líkur á að fyrirtæki lifi ekki af
Óvíst er hvort öll fyrirtæki í sjávarútvegi lifi af því skuldir greinarinnar eru háar, segir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. 
Góðar og slæmar fréttir í sjávarútvegi
Horfur er á að útflutningur sjávarafurða aukist um sjö og hálft prósent í ár frá í fyrra að mati Seðlabankans. Í maí nam verðmæti sjávarafla íslenskra skipa 11,6 milljörðum króna og jókst frá því í fyrra samkvæmt tölum Hagstofunnar. Ekki eru eins góð tíðindi af makrílnum samkvæmt niðurstöðum makrílleiðangurs. Mun minna er af honum við Ísland en áður og mest er af honum við Noreg. 

Mest lesið