Færslur: Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði

Sjónvarpsfrétt
Veitingamenn komnir á ystu nöf
Veitingamenn sjá fram á hópuppsagnir og lokanir um næstu mánaðamót verði tekjufall sem þeir hafa orðið fyrir vegna samkomutakmarkana ekki bætt á allra næstu vikum.
Sjónvarpsfrétt
Verði að styðja við veitingageirann tafarlaust
Ólafur Örn Ólafsson, veitingamaður, segir það sé ljóst að fjöldi fólks muni missa vinnuna, ef stjórnvöld grípi ekki til aðgerða til stuðnings við viðburðahaldara og veitingamenn. „Það sem vantar upp á núna eru konkret viðbrögð frá stjórnvöldum við þessu“ segir Ólafur.
Kastljós
Segir miðasölu á tónleika í frosti
Forsvarsmenn samtaka fyrirtækja á tónleika- og veitingamarkaði segja geirann búinn að vera í sárum í rúma tuttugu mánuði vegna faraldursins. Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, og Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri bandalags íslenskra tónleikahaldara, segja reksturinn lamast af endurteknum boðum og bönnum og það verði að leita hófsamra og öruggra lausna.
Viðtal
Óttast gjaldþrotahrinu verði ekki gripið til aðgerða
Þær stuðningsaðgerðir stjórnvalda sem nýst hafa veitingastöðum eru útrunnar eða við það að renna sitt skeið. Hrefna Sverrisdóttir, stjórnarformaður Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, segir stuðningsaðgerðir stjórnvalda einungis hafa nýst veitingastöðum að litlu leyti. Aðgerðirnar sem best nýttust stuðli að aukinni skuldsetningu. Samtökin vilja sértækan stuðning greininni til handa og áttu í dag fund með fulltrúum fjármálaráðuneytisins, þann fyrsta eftir stjórnarskipti.