Færslur: samtímatónlist

Víðsjá
Miðstöð um tónlist Arvo Pärt, skóginn og þögnina
Á skaga sem gengur út í Finnska flóa, um 30 km frá Tallinn, höfuðborg Eistlands, er starfrækt óvenjuleg miðstöð sem hverfist um tónverk, ævi og störf eistneska tónskáldsins Arvos Pärt. Hún er einstök í ljósi þess að hún er tileinkuð starfandi tónskáldi. Arvo Pärt er í dag 84 ára.
03.03.2020 - 10:19
Tónlist í einangrun á Myrkum músíkdögum
Samtímatónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar stendur sem hæst en hún fer fram á fjölmörgum tónleikastöðum og lýkur á laugardag. Austurríska tónskáldið Georg Friedrich Haas sagði frá verki sínu Sólstöður (e. Solstices) á hátíðinni en flutningur þess fór fram í niðamyrkri í Norræna húsinu. Það var breski tónlistarhópurinn The Riot Ensemble sem flutti.
Sálumessa og upphaf lífs
„Efnið og andinn“ er þema tónlistarhátíðar Rásar 1 sem fer fram í Kaldalóni í Hörpu föstudaginn 23. nóvember næstkomandi. Fjögur tónskáld eiga ný verk á efnisskránni en hér má heyra tvö þeirra, þá Valgeir Sigurðsson og Halldór Smárason segja frá verkum sínum. En í næstu viku segja Þuríður Jónsdóttir og Finnur Karlsson frá verkum sínum í Víðsjá.
16.11.2018 - 15:05
Spurningar um byggingar og hljóðfæri
Þráinn Hjálmarsson tónskáld veltir fyrir sér eðli hljóðfæra og áhrifum þess eðlis á tónsköpun. Eins veltir hann fyrir sér áhrifum bygginga á tónlist. Þráinn gaf nýlega frá sér plötu með verkum sínum sem hann kennir við eitt verkanna og kallar Influence of Buildings on Musical Tone. Rætt var við Þráinn í Víðsjá á Rás 1.
Bylgjur út í heiminn
Daníel Bjarnason, tónskáld og hljómsveitarstjóri, hlaut á dögunum sérstaka viðurkenningu Samtóns og íslensku tónlistarverðlaunanna þegar verðlaunin voru afhent. Viðurkenninguna fékk Daníel fyrir verkefni á síðasta ári sem snéru að kynningu á íslenskri tónlist og menningu í Los Angeles og Hamborg. Víðsjá heimsótti Daníel til að ræða við hann um íslenska samtímatónlist á erlendri grund og heyra af forvitnilegu verkefni, tónverki og innsetningu, sem hann er að undirbúa í Amsterdam.