Færslur: Samsæriskenningar

Viðtal
„Það er klárlega einhver blekking í gangi“
„Ég var algjörlega á sömu braut og allir,“ segir maður sem trúir því að jörðin sé flöt. Hann er einn fjölmargra sem hafa síðustu ár sannfærst um að heljarinnar samsæri hafi byrgt þeim sýn eftir að hafa fest í hringiðu gervivísinda samsæriskenninga.
04.04.2021 - 08:00
Örskýring
Hvað er QAnon og hvaðan kemur þessi samsæriskenning?
Ef þú þekkir einhvern sem er sannfærður um að tilgangurinn með forsetatíð Donalds Trump hafi verið að frelsa mannkynið úr viðjum spilltra embættismanna og að víðtækt kosningasvindl sé ástæðan fyrir því að hann tapaði í kosningunum í nóvember, þá er líklegt að viðkomandi trúi samsæriskenningum sem kenndar eru við QAnon. 
04.02.2021 - 13:42
Viðtal
Hættulegri hópar grípa gæsina þegar QAnon er úthýst
Afleiðingarnar geta verið alvarlegar þegar samskiptamiðlar loka á breiðan hóp fólks sem hefur áhuga á samsæriskenningum, segir Gunnar Hrafn Jónsson blaðamaður. Hópurinn tvístrist og geti leitað í opinn faðm hættulegri öfgahópa.
25.01.2021 - 13:26
Twitter lokar 70 þúsund aðgöngum tengdum QAnon
Stjórnendur samfélagsmiðilsins Twitter tilkynntu í gær að yfir 70 þúsund aðgöngum tengdum samsæriskenningahópnum QAnon hefði verið lokað.
Samfélagið
Ekki eintómir karlar með álpappírshatta
Kannanir sýna að stór hluti Bandaríkjamanna trúir á samsæriskenningu um að djöfladýrkendur og barnaníðingar hafi náð undirtökum á stjórnkerfinu. Kenningin er tengd hópi sem kallast QAnon og voru meðlimir hans áberandi í árásinni á þinghúsið í Bandaríkjunum í vikunni.
10.01.2021 - 13:00