Færslur: Samráðsgátt

„Furðulegt að leggja fram stór mál um hásumar“
Fækka á sýslumannsembættum í eitt. Opnað var fyrir umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda fyrir viku en lokað verður í lok mánaðar. Sýslumenn eru ósáttir við þessa hröðu málsmeðferð.
21.07.2022 - 12:06
Vilja afnema refsingar fyrir vörslu neysluskammta
Heilbrigðisráðuneytið hefur lagt fram áform um að afnema refsingar fyrir vörslu á dagskammti af fíkniefnum í einstaka tilfellum. Áformin voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í dag. Markmið lagasetningarinnar er að koma til móts við þarfir fólk sem veikast er í samfélaginu úr hópi notenda ávana- og fíkniefna.
Óttast brottfall blóðbænda taki reglugerð gildi
Byggðaráð Húnabyggðar hefur sent bókun í samráðsgátt stjórnvalda um reglugerð um blóðtöku úr fylfullum merum. Ráðið telur bændum of þröngar skorður settar og það geti valdið brottfalli úr stéttinni.
Gagnrýna drög að nýjum reglum um öryggi í jarðgöngum
Fjallabyggð gerir alvarlegar athugasemdir við drög að nýrri reglugerð um öryggismál í jarðgöngum sem er í vinnslu hjá samgönguráðuneyti. Það sé ekki boðlegt að gerðar séu mismiklar öryggiskröfur eftir aldri jarðganga og þá sé hvergi minnst á farsímasamband í göngum.
Ísland vel búið að mæta markmiðum gervigreindarstefnu
Ísland er talið vera í góðri aðstöðu til að uppfylla forsendur nefndar um ritun gervigreindarstefnu. Nefndin hefur skilað Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra tillögum að stefnunni sem hún kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun.
Gervigreind verði beitt við lækningu á mænuskaða
Auður Guðjónsdóttir stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands leggur til að taugakerfinu verði gert hátt undir höfði í gervigreindarstefnu Íslands. Fjórar umsagnir hafa borist inn á samráðsgátt stjórnvalda vegna spurninga nefndar um stefnuna. Umsagnarfrestur rennur út á morgun 15. mars.
Sérstakur ferðatryggingasjóður í bígerð
Með nýju frumvarpi ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra er lagt til að sett verði á laggirnar nýtt tryggingakerfi fyrir pakkaferðir sem á að leysa gildandi kerfi af hólmi. Frumvarpið er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.
Spurt um hlutverk gervigreindar í samfélagi framtíðar
Lýðræðislegar reglur verða að ráða því hvernig gervigreind er notuð og tryggja verður öllum jafnan rétt til að móta þjóðfélag framtíðarinnar. Þetta kemur fram í vinnuskjali nefndar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði í október 2020 um ritun gervigreindarstefnu Íslands.
Leggja til afnám undanþágu hjúskapar yngri en átján ára
Breytingar varðandi undanþáguheimild vegna lágmarksaldurs til þess að stofna til hjúskapar og á könnun hjónavígsluskilyrða eru meðal þess sem lagt er til í frumvarpi til laga um breytingu á hjúskaparlögum.
Pólitískt skipuð barnavernd heyrir brátt sögunni til
Stefnt er að því að pólitískt skipaðar barnaverndarnefndir verða lagðar niður. Í stað þeirra verður starfrækt barnaverndarþjónusta og umdæmisráð barnaverndar á vegum sveitarfélaga.
Stofnun innlendrar mannréttindastofnunar enn í bígerð
Ákveðið var á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun að skipa starfshóp sem hefði það hlutverk að útfæra hugmyndir og vinna við frumvarp um sjálfstæða innlenda mannréttindastofnun. Hugmyndir þess efnis eiga sér nokkurn aðdraganda.
Afstaða telur föngum mismunað um reynslulausn
Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, telur föngum mismunað hvað varðar reynslulausn, með ómálefnalegum og handahófskenndum hætti. Afstaða fagnar þó lengingu samfélagþjónustu og segir frumvarpið að öðru leyti gott og gilt.
Hliðsjón höfð af umsögnum um Borgarlínu
Umsagnir um Borgarlínu og breyttar ferðavenjur á höfuðborgasvæðinu sem bárust gegnum samráðsgátt voru að mestu jákvæðar. Til stendur að kynna drög að breytingum á aðalskipulagi Reykjavíkur og Kópavogs næsta vor.
Vill sporna gegn markaðssvikum
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur birt drög að frumvarpi í samráðsgátt stjórnvalda sem sporna gegn markaðssvikum og stuðla að opinberri birtingu innherjaupplýsinga af hálfu útgefenda. Í greinargerð með frumvarpinu segir að í bankahruninu fyrir tólf árum hafi komið bersýnilega í ljós að brýnt sé að huga að heilleika markaðarins og fjárfestavernd.
Móðir og faðir skilgreind upp á nýtt
Lagalegum skilgreiningum á hugtökunum móðir og faðir verður breytt, verði frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á kynskráningu foreldra að lögum. Foreldrisregla, hliðstætt faðernisreglunni, verður lögfest og hugtakið foreldri notað um foreldra sem hafa hlutlausa kynskráningu
Breytingar ekki gerðar nema með vilja barnsins
Ekki verður heimilt að gera varanlegar og óafturkræfar breytingar á kyneinkennum barna með ódæmigerð kyneinkenni, hljóti frumvarp forsætisráðherra samþykki.
07.08.2020 - 17:37
Yfir 200 umsagnir bárust um stjórnarskrárfrumvarpið
Alls bárust 214 umsagnir um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra áður en frestur til að skila inn umsóknum rann út í gær. Mikill meirihluti athugasemda tengist ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu sem efnt var til árið 2012 um nýja stjórnarskrá og krefst fjöldi þeirra sem tjá sig um frumvarpið að sú atkvæðagreiðsla verði virt.
Á annað hundrað umsagnir borist samráðsgátt
Á annað hundrað umsagnir hafa borist samráðsgátt stjórnvalda vegna frumvarps um breytingu á stjórnarskrá Íslands. Þegar þessi færsla var skrifuð voru umsagnirnar orðnar 134. Frumvarpið var birt í samráðsgáttinni 30. júní síðastliðinn. Frestur til þess að skila inn umsögn um frumvarpið rennur út í dag.
22.07.2020 - 13:42
Mannanafnanefnd verður mögulega óþörf
Mannanafnanefnd verður að líkindum lögð niður ef nýtt frumvarp dómsmálaráðuneytisins nær fram að ganga. Dómsmálaráðuneytið óskar nú eftir ábendingum og athugasemdum varðandi frumvarpið á Samráðsgátt.
SA mótfallin frumvarpi um lobbýisma
Samtök atvinnulífsins eru mótfallin því að komið verði á sérstakri skrá yfir hagsmunaverði og hömlur settar á það hvenær fyrrum ráðamenn og embættismenn geta hafið störf fyrir hagsmunasamtök. Lobbýismi skapi ekki sömu hættu á hagsmunaárekstrum hér og í stærri þjóðfélögum.
30.07.2019 - 10:16
Stúdentar gagnrýna frumvarp um stuðningssjóð
Stúdentaráð Háskóla Íslands segir ljóst að Lánasjóður íslenskra námsmanna hafi ekki getað þjónað hlutverki sínu sem félagslegur jöfnunarsjóður með góðu móti. Niðurfelling hluta höfuðstóls sé mikilvæg kjarabót en raunverulegar breytingar þurfi til þess að hún geti orðið að veruleika fyrir sem flesta stúdenta.
23.07.2019 - 15:59