Færslur: Samgöngusáttmálinn

Samþykktu deiliskipulag Arnarnesvegar um Vatnsendahvarf
Borgarráð samþykkti deiliskipulag þriðja áfanga Arnarnesvegar um Vatnsendahvarf á fundi sínum í síðustu viku. Deiliskipulagið nær til hluta Arnarnesvegar frá mótum hans og Rjúpnavegar að fyrirhuguðum gatnamótum Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar.
Fyrstu lotu Borgarlínunnar frestað um ár
Framkvæmdum fyrstu lotu Borgarlínunnar hefur verið seinkað um eitt ár. Samkvæmt nýjum áætlunum verður fyrsti hluti Borgarlínunnar nú tekinn í notkun árið 2026 en áður var reiknað með að hann yrði tilbúinn 2025. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, segir að margt valdi seinkun á framkvæmdum. Áætlunin sem nú hafi verið gefin út sé raunhæfari en sú fyrri. Hann vonar að ekki verði frekari tafir á framkvæmdinni.
Framtíð Keldna í óvissu
Framtíð rannsóknarstofunnar á Keldum er í óvissu vegna samninga ríkis og borgar um uppbyggingu í Keldnalandi.
Reykjavíkurflugvöllur á skipulagi til 2032
Íbúðamagn er aukið á ýmsum reitum í borginni og nýr stokkur fyrir bílaumferð um Sæbraut er settur inn í skipulag. Þá er landnotkun vegna flugvallar framlengd til ársins 2032.
„Styttri ferðatími og minni mengun eru lífsgæði“
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir Sundabraut með brú stytta heildarferðatíma á öllu höfuðborgarsvæðinu. Honum hugnast betur að leggja brú yfir sundin en að grafa göng, það væri sömuleiðis tíu milljörðum ódýrara.
Myndskeið
Ríkið og sex sveitarfélög stofna Betri samgöngur ohf.
Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes, hafa gengið frá stofnun opinbers hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.
Borgarlínan enn á áætlun þrátt fyrir verri efnahag
Ríkisstjórnin hyggst leita allra leiða til að fara í umfangsmiklar samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir að efnahagsaðstæður hafi versnað til muna eftir að ríki og sex sveitarfélög gerðu með sér samgöngusáttmála í haust. Helmingur 120 milljarða er enn ófjármagnaður en áður en kórónuveirufaraldurinn braust út var stefnt að því að að fjármagna þann hluta með söluandvirði Íslandsbanka.