Færslur: samfélagsþjónusta

Vonast til að geta saxað á boðunarlistann
Undanfarið hálft ár hefur fækkað nokkuð á lista yfir þá sem bíða eftir því að komast í afplánun. Fangelsismálastjóri bindur vonir við að með nýrri lagaheimild verði hægt að saxa á biðlista og koma í veg fyrir að tugir fangelsisdóma fyrnist. Erfitt er að segja til um hvort hægt verði að stytta boðunarlista til frambúðar því dómar hafa almennt þyngst. Í fyrra var samanlögð refsiþyngd dóma 416 ár.
Spegillinn
Á sjöunda hundrað bíða eftir að hefja afplánun
Páll Winkel, fangelsismálastjóri bindur vonir við að frumvarp um fullnustu refsingar sem verið er að kynna í samráðsgátt stjórnvalda verði til þess að boðunarlisti Fangelsismálastofunar styttist. Samkvæmt því á að auka samfélagsþjónustu verulega. Listinn hefur lengst verulega og bíða núna á sjöunda hundrað eftir að hefja afplánun.