Færslur: Samfélagsmál

Spegillinn
Einbúar: „Aldrei fengið hrærivél í jólagjöf“
„Það er eins og það sé ekki alveg litið á þetta sem alvöru heimili og svolítið horft á þetta sem tímabundið ástand þangað til ég finn mér nú mann og byrja að búa,“ þetta segir kona sem býr ein. Spegillinn hefur síðustu daga fjallað um stöðu einbúa. Það fylgja því ýmsir kostir að búa einn, svo sem frelsi og fullkomin yfirráð yfir fjarstýringunni, en það getur líka verið einmanalegt og fólki sem býr eitt finnst fjölskyldusamfélagið Ísland stundum ekki gera ráð fyrir sér.
Fréttaskýring
Einbúar: „Þetta er náttúrulega ekki hagkvæmt“
Það er dýrt að reka heimili fyrir einn, pakkaferðir eru hannaðar fyrir dæmigerðar kjarnafjölskyldur og stórar pakkningar í verslunum ýta undir matarsóun. Spegillinn fékk tvær konur og tvo karla til að ræða reynslu sína af því að reka heimili fyrir einn og komst meðal annars að því að kjötsagir geta verið mikið þarfaþing á einmenningsheimilum og að með lagni geta einbúar stundum nýtt sér pakkaferðir ætlaðar kjarnafjölskyldum.
Spegillinn
Einbúar: Hefur þeim fjölgað hér?
Frelsi til að gera hlutina eftir eigin höfði án málamiðlana, hamingjan sem býr í því að vera sjálfum sér nægur. Það fylgja því ýmsir kostir að búa einn en það er dýrt og það getur verið einmanalegt. Spegillinn fjallar næstu daga um stöðu einbúa á Íslandi - í þessum fyrsta pistli skoðum við tölfræðina. Fjölgar í hópi þeirra sem búa einir? 
Tíu þúsund fleiri karlar en konur á landinu
Landsmönnum fjölgaði um 27 manns á dag að meðaltali í júlí, ágúst og september. Í lok þriðja ársfjórðungs voru landsmenn 362.860 talsins. Landsmönnum hafði þá fjölgað um 2.470 á þremur mánuðum. Karlar voru heldur fleiri en konur, 186.220 gegn 176.640. Karlar eru því nær tíu þúsund fleiri en konur meðal landsmanna. Heldur hefur dregið í sundur með kynjunum því þremur mánuðum fyrr voru karlar um níu þúsund fleiri en konur.
04.11.2019 - 09:12
Vilja lengingu fæðingarorlofs samþykkta í ár
Samanlagður réttur foreldra til fæðingarorlofs lengist úr níu mánuðum í tólf ef lagafrumvarp félagsmálaráðherra verður samþykkt óbreytt á Alþingi. Gert er ráð fyrir að Alþingi afgreiði tillögur um lengra orlof fyrir áramót.
30.10.2019 - 12:14
Myndir
Rólur fortíðar gleymdar í bakgarði
Þetta hangir þarna af gömlum vana og enginn spáir í þetta. Þetta sagði formaður húsfélags fjölbýlishúss í Breiðholti þegar Spegillinn spurði hann um tvær rólur í bakgarðinum sem mega muna sinn fífil fegurri. Líklega séu rólurnar orðnar fjörutíu ára gamlar.  Það er strangt eftirlit með leiktækjum á leikvöllum borgarinnar og á skólalóðum en öðru máli gegnir um leiktæki við fjölbýlishús sem víða eru að grotna niður.
22.10.2019 - 15:50
Aukin örorka kvenna fórnarkostnaðurinn
Um níu prósent fullorðinna Íslendinga sinna umönnun langveikra, fatlaðra eða aldraðra ástvina sinna. Ísland sker sig frá grannþjóðum að þessu leyti, sagði Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar í umræðum á Alþingi í dag. Hann telur að rekja megi fjölgun í hópi öryrkja hér á landi til umönnunarstarfa.
16.10.2019 - 16:23
Fréttaskýring
Greta Thunberg, popúlismi og reitt fólk
Umhverfisverndarsinninn Greta Thunberg er á allra vörum þessa dagana. Þessa sextán ára sænsku stúlku þarf vart að kynna enda hafa umsvif hennar í baráttunni gegn loftslagsvánni varla farið fram hjá neinum. Svo virðist vera að eftir því sem áhrif hennar aukist ómi gagnrýnisraddir hærra og víðar. En hvað er það sem kallar fram gagnrýnina? Getur verið að pólitík hennar sé gagnrýniverð?
Beint
Bein útsending frá barnaráðstefnu ráðherra
Barnaráðstefna félags- og barnamálaráðherra er haldin í Hörpu í dag. Hún kallast Breytingar í þágu barna og er haldin í samvinnu við Landsamband ungmennafélaga.
02.10.2019 - 09:08
Viðtal
Guðmundar- og Geirfinnsmál pólitísk frá byrjun
Guðmundar- og Geirfinnsmálin hafa verið pólitísk frá upphafi, því miður, segir Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar. Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, telur að forsætisráðherra hafi gert rétt með því að fara með málið á pólitískan vettvang og leggja fram frumvarp um bótagreiðslur.
Fatlað fólk í meiri hættu á einelti og áreitni
Rúmlega tveir af hverjum níu hafa orðið fyrir einelti á vinnustað hér á landi, samkvæmt nýrri rannsókn. Um 16 prósent þátttakenda höfðu þá orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnuferli sínum og einn af hverjum tíu upplifað kynbundna áreitni. Fatlað fólk og fólk með erlent ríkisfang er frekar í hættu á að verða fyrir einelti og kynferðislegri áreitni á vinnustað.
Þriggja sólahringa útsendingu lokið
Þriggja daga maraþonútsendingu RÚV núll og Ung RÚV er lokið. Ætlunin með útsendingunni var að vekja athygli á fíkniefnaneyslu ungmenna á Íslandi og á átakinu Eitt líf, sem samtökin Á allra vörum leggja lið í ár. Snærós Sindradóttir, verkefnastjóri RÚV núll segir að þakklæti sé henni efst í huga eftir útsendinguna.
Facebook vill ráða til sín blaðamenn
Fyrirætlanir eru uppi innan Facebook um að ráða faglærða blaðamenn til að sjá um að velja hvaða fréttir verða valdar í sérstaka fréttaveitu sem er í smíðum fyrir miðilinn.
22.08.2019 - 02:59
Myndskeið
Guðjón Valur gaf 200 kíló af ónotuðum fötum
Fjölskylduhjálp Íslands hefur borist vegleg gjöf frá Guðjóni Val Sigurðssyni, landsliðsfyrirliða í handbolta. Guðjón Valur gaf öll ónotuð íþróttaföt sín og skó sem hann átti í fórum sínum og meira til.
03.06.2019 - 18:01
Mikilvægt að tilkynna grunsamlegar mannferðir
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til að ganga vel frá heimilum sínum áður en það leggur í ferðalög um páskana. Þá sé mikilvægt að fylgjast með nærumhverfi sínu og láta lögreglu vita um grunsamlegar mannaferðir.
17.04.2019 - 17:45
60 milljónir til Bergsins Headspace
Ráðherrar fimm ráðuneyta ætla að verja samtals 60 milljónum króna næstu tvö ár í tilraunaverkefnið Bergið Headspace. Um er að ræða nýja þjónustu fyrir ungt fólk sem glímir við andleg vandamál.
12.04.2019 - 12:35
Völdu sjö stjórnarmenn í VR
Allsherjaratkvæðagreiðslu vegna kosninga í sjö manna stjórnar VR lauk á hádegi í dag. Atkvæðagreiðslan hafði staðið síðan á mánudag.
15.03.2019 - 14:56
Viðtal
„Fær að vera venjuleg tíu ára stelpa“
Líf Þórdísar Elísabetar Arnarsdóttur, tíu ára, hreyfihamlaðrar stelpu í Kópavogi, breyttist í byrjun þessa mánaðar þegar hún fékk NPA. Aðstoðin sem hún fær heyrir ekki lengur undir mörg svið hjá bænum. Þar sem Þórdís er barn þarf hún aðstoð við að verkstýra aðstoðarkonum sínum. Þá aðstoð fær hún frá móður sinni, Guðnýju Steinunni Jónsdóttur. Guðný er þá í tvöföldu hlutverki gagnvart dóttur sinni, uppalandi en líka sú sem á að tryggja að aðstoðin sem Þórdís fær sé á hennar forsendum.
Myndskeið
Hvar ertu fædd/ur?
Og „Hvaðan ertu?“ er gjarnan spurt og það hefur tíðkast frá ómunatíð að tengja fólk við ákveðna staði. En hvaðan er fólk? Þaðan sem það er fætt og uppalið? Það er reyndar ekki endilega sami staðurinn, sérstaklega nú á dögum þegar börn fæðast bara á örfáum stöðum á landinu.
05.03.2019 - 09:57
Myndskeið
Foreldrarnir megi líka líta í eigin barm
Áhrif samfélagsmiðla og snjallsíma á líf okkar voru til umfjöllunar í sérstökum þemaþætti af Kastljósi í kvöld. Fjallað var um það hvaða áhrif ný tæki og tól hafa á samskiptin okkar, börnin okkar og fullorðið fólk.
Að byggja sjálfur
Fyrrum ráðherra færir fórnir fyrir drauminn
Eygló Harðardóttir, fyrrverandi húsnæðismálaráðherra, ákvað að hlusta ekki á þá sem sögðu henni að það væri liðin tíð að það væri hægt að byggja sjálfur á Íslandi. Hún og maðurinn hennar, sem er framhaldsskólakennari, keyptu lóð í Mosfellsbæ árið 2016 og tóku fyrstu skóflustunguna að rúmlega 150 fermetra, íslenskum burstabæ árið 2017. Torfþakið verður klárað í sumar. Þau gerðu margt sjálf og færðu ýmsar fórnir fyrir drauminn, bjuggu um tíma í hjólhýsi á lóðinni og voru án sturtu í fimm mánuði.
Óhefðbundið húsnæði: Líður okkur vel í litlu?
Arkitekt hefur ekki trú á smáhýsum sem almennri húsnæðislausn. Forstjóri Mannvirkjastofnunar segir að það að búa í smáu rými geti leitt til alvarlegs þunglyndis, jafnvel sjálfsvíga. Umhverfissálfræðingur varar við því að sveipa smáheimili of miklum ævintýraljóma en segir heldur ekki í lagi að dæma þessa lausn á grundvelli persónulegra skoðana. 
Úttekt
Óhefðbundið húsnæði: „Þú átt ekkert heima þar“
Einar Tönsberg tónlistarmaður byggði sér sumarbústað í landi Háls í Kjós. Hann hefur búið í bústaðnum í átta ár og er enn að byggja við. Hann vildi vera nær náttúrunni og sleppa við að steypa sér í skuldir. Það tókst. Sveinn Guðmundsson, formaður Landssambands sumarhúsaeigenda, berst fyrir því að fólki verði gert kleift að skrá lögheimili sitt í frístundahúsabyggðum, það séu einfaldlega mannréttindi. Sambandið leggur upp með að lögheimili í sumarbústað fylgi takmörkuð réttindi. 
Úttekt
Óhefðbundið húsnæði: Í garðinum hjá M og P
Fjölskylda á Kjalarnesi gekk með hugmyndina í maganum í nokkur ár, ákvað svo, eftir að byggingareglugerðin var rýmkuð, að láta slag standa og reisti 35 fermetra hús í garðinum. Í haust flutti elsti sonurinn, 19 ára, inn. Í Reykjavík er þetta sjaldnast möguleiki, það er of lítið pláss á lóðunum. Borgin horfir til annarra leiða til að fjölga íbúðum í grónum hverfum og nýtt hverfisskipulag í Árbæ gerir ráð fyrir að fólk geti breytt bílskúrum í leiguíbúðir. 
Úttekt
Óhefðbundið húsnæði: Ánægð í þrettán fermetrum
Fyrir fjórum mánuðum flutti Valdís Eva Hjaltadóttir inn í lítið heilsárshús á hjólum. Hún vinnur að því að koma sambærilegum húsum á markað hér á landi. Bergþóra Pálsdóttir hefur búið í gömlum húsbíl í meira en fjögur ár og kann því ágætlega. Báðar dreymir þær um varanlegan stað fyrir heimili sitt. Valdís situr í stjórn Hagsmunasamtaka áhugafólks um smáheimili og bindur vonir við að smáhýsagarðar verði leyfðir á höfuðborgarsvæðinu, í það minnsta tímabundið.