Færslur: Sameining á Austurlandi

Niðurstöðu að vænta úr nafnakosningu annað kvöld
Í nýju sveitarfélagi á Austurlandi greiddu kjósendur ekki aðeins atkvæði um forseta, heldur einnig um nafn á nýja sveitarfélaginu. 16 ára og eldri íbúar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar fengu að kjósa um nafn á sveitarfélaginu, auk erlendra ríkisborgara sem hafa kosningarétt í sveitastjórnarkosningum. Atkvæði úr nafnakosningunni verða talin seinni partinn á morgun.
Fyrirhugaðar kosningar á Austurlandi afturkallaðar
Sveitarstjórnarkosningar í nýju sveitarfélagi á Austurlandi hafa verið afturkallaðar og hefja þarf undirbúning að nýju. Kjósa átti til sveitarstjórnar eftir tæpar þrjár vikur.
Kosningar á Austurlandi verða ekki í apríl
Sveitarstjórnarkosningum í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi hefur verið frestað. Kosningarnar áttu að fara fram 18. apríl en vegna samkomubanns og óvissuástands í samfélaginu vegna kórónaveirufaraldursins og COVID-19 sjúkdómsins hefur þeim verið slegið á frest.
Drekabyggð á meðal sex tillagna um nafn fyrir austan
Austurþing, Austurþinghá, Múlabyggð, Múlaþing, Múlaþinghá og Drekabyggð eru þau nöfn sem íbúar í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi munu velja á milli 18. apríl. Undirbúningsstjórn sameiningar bætti við heitinu Drekabyggð en Örnefnanefnd lagðist gegn því.
Framboðslisti Austurlistans í nýju sveitarfélagi
Hildur Þórisdóttir, forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, leiðir Austurlistann í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Fljótsdalshéraðs og Djúpavogshrepps. Kosið verður til sveitarstjórnar 18. apríl.
VG birtir framboðslista í sameinuðu sveitarfélagi
Jódís Skúladóttir, lögfræðingur og sérfræðingur í loftslagsmálum, leiðir framboðslista Vinstri grænna í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Fljótsdalshéraðs, Djúpavogshrepps og Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Fimm flokkar bjóða fram í sameinuðu sveitarfélagi
Að minnsta kosti fimm flokkar ætla að bjóða fram í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar eystra, Djúpavogs, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar. Framboðsfrestur rennur út eftir rúman mánuð.
Drekabyggð, Austurþing og Múlaþinghá meðal tillagna
Austur- eða Drekabyggð, Eystraþing eða Múlaþinghá og sveitarfélagið Austri eru meðal tillagna nafnanefndar að nýju nafni sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. 17 tillögur hafa verið sendar til örnefnanefndar til umsagnar. Íbúar kjósa um þrjár til fimm samhliða sveitarstjórnarkosningum í apríl sem verður leiðbeinandi fyrir nýja sveitarstjórn. 
62 hugmyndir um nafn á nýtt sveitarfélag
Örnefnanefnd hefur þrjár vikur til þess að veita umsagnir um 62 hugmyndir um nafn nýtt sveitarfélag á Austurlandi. Sveitarfélagið varð til við sameiningu Borgarfjarðar eystra, Djúpavogs, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar. Frestur til að skila inn tillögum rann út 7. febrúar og bárust alls 112 tillögur með 62 hugmyndum.
Listi Sjálfstæðisflokks í sameinuðu sveitarfélagi
Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á Djúpavogi, leiðir framboðslista Sjálfstæðisflokksins í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Fljótsdalshéraðs, Djúpavogshrepps og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Kosið verður til sveitarstjórnar 18. apríl.
Myndband
Sjáið viðbrögð Seyðfirðinga við úrslitunum
Mikil spenna var í loftinu í Herðubreið á Seyðisfirði í kvöld. Þar komu Seyðfirðingar saman til að heyra úrslit í kosningum um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi. Fyrst komu úrslit frá Borgarfirði eystra og Djúpavogi þar sem sameiningin var samþykkt. Svo birtist Guðni Sigmundsson, formaður yfirkjörstjórnar á Seyðisfirði, og las úrslitin þar fyrir fólkið. Viðbrögðin létu ekki á sér standa.
27.10.2019 - 00:45
Fréttaskýring
Um hvað er kosið á Austurlandi um helgina?
Kosið verður um sam­ein­ingu Fljóts­dals­hér­aðs, Seyð­is­fjarð­ar, Borg­ar­fjarðar eystri og Djúpa­vogs á laugardag. Nýtt sameinað sveitarfélag á Austurlandi yrði það stærsta að flatarmáli hér á landi og með tæplega fimm þúsund íbúa. Rúmlega 3.500 eru á kjörskrá í sveitarfélögunum fjórum. En hver eru stóru málin í kosningunum?
Myndskeið
Hvetja ungt fólk til að kjósa um sameiningu
Ungt fólk á Austurlandi fékk að segja skoðun sína á mögulegri sameiningu fjögurra sveitarfélaga í svokölluðum skuggakosningum. Mikill meirihluti menntaskólanema vildi samþykkja sameininguna.
24.10.2019 - 09:42
Skólp rennur óhreinsað í Djúpavog
Djúpavogshreppur hefur ekki lagt á hámarks fráveitugjöld þó að dýrar fráveituframkvæmdir bíði og skólp fari óhreinsað í sjóinn frá stórum hluta bæjarins. Sveitarstjórinn segir framkvæmdir svo dýrar að gjaldahækkun upp í hámark myndi litlu breyta. Ríkið þurfi að fella niður virðisaukaskatt af fráveituframkvæmdum.
15.10.2019 - 12:52
Sameining á Austurlandi
Bjartsýnn á að Öxi verði boðin út á næsta ári
Aðeins rúmar tvær vikur eru þar til íbúar fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi kjósa um sameiningu. Fram kom á íbúafundi á Djúpavogi í vikunni að áform um þvingaðar sameiningar gætu hvatt sveitarfélög til viðræðna. Minni sveitarfélög séu mögulega í betri stöðu ef kosið er um sameininguna. Þá telja sveitarstjórnarmenn að sameiningin hjálpi til við að ná fram samgöngubótum.