Færslur: samdráttur
Mikil fjölgun í nýskráningum bíla það sem af er ári
Nýskráningum fólksbíla á Íslandi hefur fjölgað um 64 prósent frá því á sama tíma í fyrra. Alls voru skráðir tæplega fjögur þúsund nýir bílar fyrstu mánuði ársins samanborið við rúmlega 2.400 árið 2021.
20.04.2022 - 07:25
750 milljónum varið í viðbrögð vegna afleiðinga COVID
Ríkisstjórnin ákvað á síðasta fundi sínum fyrir páska að verja 750 milljónum króna til sértækra aðgerða svo mæta megi félags- og heilsufarslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Ætlunin er að ráðast í níu verkefni af því tagi í ár.
20.04.2022 - 01:00
Neyðarástand í Perú vegna stöðu ferðaþjónustunnar
Stjórnvöld í Suður-Ameríkuríkinu Perú lýstu í dag yfir neyðarástandi vegna mjög bágborins ástands ferðaþjónustunnar í landinu. Ráðherra ferðamála vinnur að leiðum til að leysa vandann.
10.04.2022 - 00:50
Hæsta dánartíðni heims af völdum COVID-19 í Perú
Yfir 200 þúsund eru nú látin af völdum kórónuveirunnar í Suður-Ameríkuríkinu Perú. Hvergi í heiminum er dánartíðni af völdum COVID-19 hærri en þar í landi.
23.10.2021 - 04:11
Kórónuveirukreppan sú næstdýpsta frá upphafi mælinga
Samdráttur landsframleiðslu í kórónuveirukreppunni er sá næstmesti frá því mælingar hófust árið 1945. Bankahrunið haustið 2008 leiddi af sér meiri samdrátt en síldarþurrðin á sjöunda áratugnum hafði minni áhrif.
01.09.2021 - 06:34
Hagvöxtur í Ástralíu þrátt fyrir ótta um annað
Hagvöxtur í Ástralíu á öðrum ársfjórðungi er meiri áætlað var. Það dregur úr áhyggjum af tvöfaldri efnahagslægð vegna þeirrar bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir.
01.09.2021 - 05:45
Bjartsýni á efnahagsbata í Þýskalandi
Peter Altmaier, efnahagsráðherra Þýskalands, segir ástæðu til bjartsýni á efnahagsbata í landinu eftir mjög erfitt ár í skugga kórónuveirufaraldursins. Öll gögn bendi til þess að hagvöxtur í landinu verði hærri en þau þrjú prósent sem spáð var í janúar síðastliðnum.
27.04.2021 - 05:12
Minni samdráttur á Evrusvæðinu en búist var við
Verg landsframleiðsla á Evrusvæðinu dróst saman um 6,8 prósent árið 2020, samkvæmt nýjum tölum evrópsku hagstofunnar, Eurostat. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins spáði því í nóvember að samdrátturinn á árinu yrði 7,8 prósent, en þróunin var skárri en áætlað var í Þýskalandi og Frakklandi, þótt samdrátturinn hafi verið 8,3 prósent í Frakklandi og 5 prósent í Þýskalandi.
02.02.2021 - 14:17
Mikill samdráttur í farþegaflugi til Færeyja
Samdráttur í ferðum um alþjóðaflugvöllinn í Vogum í Færeyjum er ríflega 57 prósent á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2020. Ferðamannaiðnaður í eyjunum hefur orðið fyrir þungu áfalli vegna kórónuveirufaraldursins.
05.12.2020 - 01:48
Þriðja bylgjan hefur minni áhrif á neyslu en sú fyrsta
Þriðja bylgja heimsfaraldurs kórónuveirunnar virðist hafa minni áhrif á neyslu Íslendinga en sú fyrsta gerði. Neyslan er nú svipuð og var á sama tíma í fyrra en dróst tímabundið saman um tuttugu af hundraði í fyrstu bylgju.
06.11.2020 - 09:44
Kaldur vetur framundan á vinnumarkaði
Helstu greinendur telja að erfiður vetur sé framundan á íslenskum vinnumarkaði og atvinnuleysi haldi áfram að aukast. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að efnahagsbatinn hefjist í fyrsta lagi að ári.
27.10.2020 - 22:10
Kreppuástand á Nýja-Sjálandi
Í fyrsta sinn í áratug ríkir kreppuástand á Nýja Sjálandi. Metsamdráttur, eða rúmlega 12%, varð frá apríl til júní sem kenna má heimsfaraldri kórónuveirunnar.
17.09.2020 - 02:45
Kreppa blasir við Áströlum
Ástralía stendur frammi fyrir djúpri efnahagslægð, þeirri fyrstu síðan 1991. Efnahagur landsins dróst saman um sjö af hundraði á öðrum ársfjórðungi.
02.09.2020 - 03:05
Sögulegur samdráttur á Evrusvæðinu
Verg landsframleiðsla í Evruríkjunum dróst saman um 12,1 prósent að meðaltali á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt nýjum tölum evrópsku hagstofunnar. Samdrátturinn hefur aldrei verið meiri síðan mælingar evrópsku hagstofunnar hófust árið 1995. BBC greinir frá.
01.08.2020 - 09:04
Vonar að aðgerðir skili sér í kraftmeiri viðspyrnu
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra vonar að aðgerðir stjórnvalda skili sér í kraftmeiri viðspyrnu en gert er ráð fyrir í nýrri þjóðhagsspá Hagstofu Íslands sem birt var í morgun. Samkvæmt henni dregst verg landsframleiðsla saman um 8,4 prósent í ár. Það er mesti samdráttur sem orðið hefur á lýðveldistímanum.
26.06.2020 - 11:59