Færslur: Sambía

Tekur við völdum í Sambíu eftir tímamótakosningar
Nýkjörinn forseti Sambíu, Hakainde Hichilema, sver embættiseið og tekur formlega við völdum í dag, í kjölfar afgerandi kosningasigurs sem lýst hefur verið sem fágætum sigri lýðræðis yfir alræði og tímamótaviðburði í afrískum stjórnmálum.
24.08.2021 - 06:29
Stefnir í greiðslufall í Sambíu
Greiðslufall blasir við hjá ríkissjóði Afríkuríkisins Sambíu. Gjaldmiðill landsins hefur rýrnað um hátt í þriðjung á þessu ári. Þolinmæði erlendra lánardrottna er á þrotum.
13.11.2020 - 16:47
Dauði Hammarskjölds áfram til rannsóknar
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti á fundi sínum í gær ályktun um að halda skuli áfram rannsókn á grunsamlegum dauðdaga Dags Hammarskjölds, þáverandi aðalritara Sameinuðu þjóðanna, árið 1961. Hammarskjöld, sem var sænskur, var á ferð um sunnanverða Afríku þegar flugvélin sem hann ferðaðist með hrapaði.
Leyfa innflutning fílabeins á ný
Bandarísk yfirvöld hyggjast leyfa innflutning fílabeins til landsins að nýju, svo fremi sem sýnt verði fram á að fílarnir hafi verið veiddir með löglegum hætti. Blátt bann var lagt við því árið 2014 að bandarískir sportveiðimenn tækju minjagripi í formi fílabeins með sér heim úr veiðiferðum í fjarlægjum álfum. Nýju reglurnar taka einungis til fílabeins úr skepnum sem skotnar eru löglega í Sambíu og Simbabve, og þær taka gildi strax í dag, föstudag.
17.11.2017 - 03:52