Færslur: Samband sveitarfélaga

Rúmir 17 milljarðar í þjónustu við fatlað fólk
Sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt áætluð framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk á næsta ári. Nemur upphæðin 17,2 milljörðum króna.
Sveitarfélög fjárfesta fyrir 48 milljarða á árinu
Samkvæmt áætlunum sveitarfélaganna er gert ráð fyrir tæplega 48 milljarða króna fjárfestingu á árinu 2020. Það er sex prósent hækkun frá fjárhagsáætlun ársins 2019. Hins vegar er gert ráð fyrir að fjárfestingar dragist saman frá 2021 til 2023. 
06.02.2020 - 16:57
Boða verkfallsaðgerðir sem ekki hafa sést
Alvarleg staða er uppi í kjaraviðræðum Starfsgreinasambandsins og Einingar-Iðju við samninganefnd íslenskra sveitarfélaga en þær hafa staðið yfir frá því í febrúar síðastliðinn, að því er segir í ályktun frá trúnaðarmönnum félagsins sem starfa hjá sveitarfélögunum. Þar segir meðal annars að ef eingreiðsla sem óskað hefur verið eftir kemur ekki muni samninganefnd sveitarfélaganna sjá verkfallsaðgerðir sem ekki hafa sést á undanförnum árum.
Sveitarfélög segja stéttarfélög bera ábyrgðina
Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga ætlar ekki að tjá sig frekar um kjaradeilu við Starfsgreinasambandið og Eflingu á meðan hún er hjá ríkissáttasemjara. Formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýndi sveitarfélögin harðlega í gær.
20.06.2019 - 11:45
Viðtal
Bjargarlaus ef eitthvað kemur upp á
Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar, þarf aðstoð allan sólarhringinn. Það hefur borgin viðurkennt. Fjármagnið sem hann fær nægir þó ekki til að tryggja þessa aðstoð. Nokkrar nætur í viku þarf Rúnar, sem er með hálsmænuskaða og þarf aðstoð við flesta hluti, að vera einn. Hann segir að þá sé erfitt að horfa á eftir aðstoðarmanninum á kvöldin. 
Fréttaskýring
Takmarkaður réttur slítur barnsskónum
NPA er að geta skrópað í skólanum, NPA er rjóminn af félagsþjónustu - crème de la crème,  NPA er álag, NPA er flókið, NPA er uppspretta siðferðislegra álitamála, NPA er frelsi, NPA er nánd, NPA er að losna úr stofufangelsi, NPA er ábyrgð. Þetta er meðal þess sem Spegillinn hefur heyrt um Notendastýrða persónulega aðstoð en lög um hana voru samþykkt í apríl í fyrra. Þjónustan er óðum að slíta barnskónum hér á landi, þó ekki án vaxtaverkja.
Úttekt
Óhefðbundið húsnæði: „Þú átt ekkert heima þar“
Einar Tönsberg tónlistarmaður byggði sér sumarbústað í landi Háls í Kjós. Hann hefur búið í bústaðnum í átta ár og er enn að byggja við. Hann vildi vera nær náttúrunni og sleppa við að steypa sér í skuldir. Það tókst. Sveinn Guðmundsson, formaður Landssambands sumarhúsaeigenda, berst fyrir því að fólki verði gert kleift að skrá lögheimili sitt í frístundahúsabyggðum, það séu einfaldlega mannréttindi. Sambandið leggur upp með að lögheimili í sumarbústað fylgi takmörkuð réttindi.