Færslur: Salka Sól

Vikan með Gísla Marteini
Salka Sól tilheyrir fjölskyldu Madrigal
Fáar kvikmyndir hafa slegið jafn rækilega í gegn síðustu ár hjá yngstu kynslóðinni og hin fjörlega Encantó. Salka Sól Eyfeld talar og syngur fyrir aðalpersónu myndarinnar, Mirabel, í íslenskri útgáfu og segir miður að Disney sjái ekki ástæðu til að gefa út tónlistina úr myndinni á okkar ástkæra og ylhýra. Hún tók lagið um fjölskylduna Madrigal í Vikunni með Gísla Marteini.
26.03.2022 - 17:02
Tónaflóð
Öllum líður vel á Höfn í Hornafirði
Allir forsöngvarar kvöldsins sungu saman lagið Láttu þér líða vel eftir Grétar Örvarsson á Tónaflóði á Höfn í Hornafirði fyrir viku. Textann eftir Aðalstein Ásberg þekktu allir í salnum, þar sem sungið var svo undirtók í bænum.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Tónaflóð á Höfn í hornafirði
Í þetta sinn munu þau Prins Póló, Stefanía Svavarsdóttir, Elísabet Ormslev og Salka Sól trylla lýðinn á Tónaflóði á Höfn í Hornafirði. Tónleikarnir fara fram í beinni útsendingu að vanda og það er um að gera að þenja raddböndin heima í sófa og syngja með.
Myndskeið
Valdimar og Salka Sól spara kossana
Save Your Kisses for Me var framlag Bretlands til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 1976. Lagið fékk 164 stig, sigraði keppnina og er enn í dag víða spilað og sungið. Í Straumum í gær fluttu Valdimar og Salka Sól ábreiðu af laginu.
14.03.2021 - 13:00
Kósíheit í Hveradölum
Jólin, jólin, jólin koma brátt
Salka Sól flutti í Kósíheitum í Hveradölum í kvöld lagið Jólin jólin sem Svanhildur Jakobsdóttir söng forðum og syngur enn eins og sjá má.
Leiddist að föndra origami og tók því upp prjónana
Salka Sól Eyfeld, tónlistarkona, hefur sannarlega fundið sér margt að dunda í samkomubanni og fæðingarorlofi. Hún var knúin til að leggja míkrófóninn á hilluna í bili svo hún ákvað, þó hún kynni ekkert á prjóna, að spreyta sig í peysugerð. Nú nýtur hún þess að prjóna og í nóvember kemur út prjónabók eftir hana.
08.10.2020 - 13:41
Myndskeið
Hvort sem þú fórst til Eyja eða á Innipúkann
Hvort sem fólk fór til Eyja eða á Innipúkann, þá hafa unnendur brekkusöngva og verslunarmannahelgarslagara væntanlega fengið nægju sína yfir helgina. Við skulum þó rifja upp einn skemmtilegan verslunarmannahelgarsmell frá 2014.
Tók mörg ár að byggja upp sjálfstraust
Það er vægast sagt nóg að gera hjá Sölku Sól um þessar mundir, hvort sem það er að leika Ronju ræningjadóttur á 17. júní, spila fyrir hestamenn á landsmóti eða undirbúa nýja plötu með Amabadama.
09.07.2018 - 16:17
Sjáðu Sölku Sól flytja lag úr Ronju
Aðdáendur Ronju ræningjadóttur fengu forskot á sæluna þegar Grímuverðlaunin voru veitt í gær.
06.06.2018 - 10:25
Mynd með færslu
Tónlist
Raggi Bjarna og Salka flytja lag eftir Björk
Karl Orgeltríó og Raggi Bjarna ásamt Sölku Sól sendu í dag frá sér tónlistarmyndband við ábreiðu sína af laginu „I‘ve Seen It All“ eftir Björk. Lagið, sem Björk flutti ásamt Thom Yorke söngvara Radiohead, var tilnefnt til Óskarverðlauna á sínum tíma, en það birtist í kvikmyndinni Dancer in the Dark árið 2000. Texti lagsins er eftir Björk, Sjón og Lars Von Trier.
07.04.2017 - 13:23
„Virkilega útpælt, kúl sýning!“
Brynja Þorgeirsdóttir ræðir við Hlín Agnarsdóttur og Arnar Eggert Thoroddsen um nýja sýningu Vesturports, Þjóðleikhússins og Royal Shakespeare Company, Í hjarta Hróa hattar þar sem Hrói og liðsmenn hans ræna hvern þann sem vogar sér inn í Skírisskóg, án þess að gefa nokkuð til hinna fátæku.
Bóksalinn blíði syngur Neyðarrúmbu
Kristján Freyr, fyrrverandi bóksali og landsþekktur trommuleikari, brýndi fallega söngrödd sína í Hanastélinu á Rás 2. Þar söng hann ofurblítt fyrir íslensku þjóðina „Neyðarrúmbu“, gamalt lag Geirfuglanna eftir Stefán Magnússon og Frey Eyjólfsson.
17.03.2015 - 14:09