Færslur: Sálfræðingafélag Íslands

Greindarpróf munaðarlaus í kerfinu frá 2015
Þegar ekki er hægt að greina börnin rétt getur það bitnað á þjónustunni sem þau fá. Þetta segir formaður Sálfræðingafélags Íslands. Próf sem íslenskir sálfræðingar nota til þess að meta greind og þroska barna eru úrelt. Frá því Námsmatsstofnun var lögð niður og Menntamálastofnun stofnuð hefur engin stofnun haft umsjón með því að þýða og staðfæra prófin. Erlent fyrirtæki sem er með einkarétt á prófunum hefur tilkynnt að ekki sé lengur heimilt að dreifa þeim.