Færslur: Sala bankanna

„Annaðhvort misskilningur eða verið að blekkja okkur“
Fulltrúi Pírata í fjárlaganefnd segir að kynning á fyrirkomulagi við sölu á hlutabréfum ríkisins í Íslandsbanka hafi verið algerlega óviðunandi. Annaðhvort hafi verið um mistök að ræða eða að þingið hafi verið blekkt.
10.04.2022 - 19:00
Almennt talið að útboðið væri fyrir kjölfestufjárfesta
Þingmenn innan raða ríkisstjórnarinnar telja að Bankasýsla ríkisins hafi klúðrað sölu hlutabréfa í Íslandsbanka og að stjórn Bankasýslunnar ætti að víkja. Þingmenn hafi almennt búist við að verið væri að leita að stórum kjölfestufjárfestum með því að fara tilboðsleið við söluna, þar til annað kom á daginn. 
09.04.2022 - 19:15
Þingmenn í VG segja að Bankasýslan hafi klúðrað sölunni
Þingmenn innan raða ríkisstjórnarinnar telja að Bankasýsla ríkisins hafi klúðrað sölu hlutabréfa í Íslandsbanka og að stjórn Bankasýslunnar ætti að víkja. Ekki komi til greina að selja fleiri hlutabréf í bankanum fyrr en öll kurl séu komin til grafar.
09.04.2022 - 12:45
Myndskeið
Spilling og lögbrot eða vel heppnuð sala?
Hrunbragur, spilling og arðrán er meðal þess sem fólk á förnum vegi hafði að segja um söluna á Íslandsbanka. Öðrum fannst fjármálaráðherra hafa staðið sig vel. Hagfræðingur telur að lög hafi verið brotin en Bankasýslan vísar því á bug.
08.04.2022 - 19:47
Hefur beðið um lista yfir kaupendur og mun birta hann
Upplýsingar um hverjir keyptu hlutabréf í Íslandsbanka, þegar ríkið seldi 22,5% í bankanum í síðasta mánuði, verða birtar opinberlega ef lög leyfa. Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Hann telur útilokað að aðrir en fagfjárfestar hafi fengið að taka þátt í útboðinu.
05.04.2022 - 22:08
Óljóst hvernig var ákveðið hverjum væri boðið að kaupa
Ekki liggur fyrir hverjir keyptu hlut íslenska ríkisins í Íslandsbanka sem seldur var í gær. Ákveðnum fjölda fagfjárfesta var boðið að taka þátt, og fengu þeir þar með tímabundið innherjaupplýsingar. Hlutabréfin voru seld með 5% afslætti.
23.03.2022 - 16:11
Myndskeið
Spyr hvort kosningar valdi bankasöluasa
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ríkið eigi ekki að standa í bankarekstri eða vera leiðandi í þeim efnum. Þetta sagði fjármálaráðherra á Alþingi í dag þegar hann flutti þinginu munnlega skýrslu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Ef ekki fáist ásættanlegt verði áformunum frestað eða fallið frá þeim, segir Bjarni.
18.01.2021 - 18:09
Skynsamlegt að hefja sölu vegna minni óvissu
Skynsamlegt er að hefja sölu á hlut í Íslandsbanka því mun minni óvissa er núna heldur en var fyrir ári þegar hætt var við sölu á bankanum segir, Konráð Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Drífa Snædal, forseti ASÍ segir að óvissan sé ennþá of mikil.
18.01.2021 - 11:56
Segir tímabært að selja Íslandsbanka í áföngum
Tímabært er að selja Íslandsbanka í nokkrum áföngum og nota fjármunina sem fyrir hann fást til að fjárfesta í innviðum. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðtali við blaðamann Morgunblaðsins. „Nú þegar hagkerfið kólnar er augljós kostur að losa um eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum og verja fjármunum sem þannig fást í innviðafjárfestingar, segir Bjarni.
Fréttaskýring
Rannsóknin á einkavæðingu bankanna
Uppljóstranir rannsóknarnefndar Alþingis um leikinn sem settur var á svið við kaup S-hópsins á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum hafa orðið til að aftur er kallað eftir rannsókn. Að þessu sinni heildarrannsókn á því hvernig staðið var að sölu Landsbankans og Búnaðarbankans árið 2002; stefnumótun, ákvarðanatöku, framkvæmd og afleiðingum. Þeirri spurningu er þó enn ósvarað hvort slíkt sé líklegt til árangurs.
15.04.2017 - 18:38
Lífeyrissjóðir vilja bætur frá Kaupþingi
Lífeyrissjóðir sem voru í viðræðum við Kaupþing um kaup á hlut í Arion banka hafa krafist bóta vegna þess að ekkert varð af viðskiptunum. Þetta kemur fram í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag og er haft eftir ótilgreindum heimildum. Þar segir að sjóðirnir telji sig hafa orðið fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni þar sem ekki varð af viðskiptunum.
13.04.2017 - 08:12
Búnaðarbankinn
Fjallað um hlut þýsks ráðherra í bankasölunni
Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis um sölu Búnaðarbankans og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að sölunni, er umfjöllunarefni bæverska ríkissjónvarpsins, BR í dag. Þar er rætt um alþjóðlegt bankahneyksli sem Martin Zeil, fyrrverandi þingmaður á þýska þinginu og ráðherra efnahagsmála í Bæjaralandi, sé flæktur í. Vitnað er í Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra Íslands, sem hvetur þýsk yfirvöld til að beita sér í málinu.
05.04.2017 - 17:09
Tókust á um einkavæðingar 2012
Þegar Alþingi samþykkti fyrir tæpum fimm árum að ráðast í rannsókn á einkavæðingu bankanna 2002 krafðist þáverandi stjórnarandstaða þess að samhliða færi fram rannsókn á hvernig staðið var að endurreisn bankana eftir hrunið. Tillaga Vigdísar Hauksdóttur þingmanns Framsóknarflokksins um að það yrði gert var hins vegar felld.
03.04.2017 - 15:34
Nærmynd
Bæverskur ráðherra að baki Lundafléttunni
Bankamennirnir sem komu að sölu Búnaðarbankans fyrir hönd Hauck & Aufhäuser hafa sumir verið áberandi í stjórnmála- og fjármálalífi Þýskalands síðustu ár. Martin Zeil, sem þá var yfirmaður lögfræðideildar bankans, varð síðar ráðherra efnahagsmála í öðru fjölmennasta og ríkasta ríki Þýskalands. Peter Gatti, framkvæmdastjóri í bankanum, varð formaður Bankenverband Hessen – samtaka banka. Þá er Hauck & Aufhäuser afar virtur banki, sem starfar fyrir fólk úr efstu lögum samfélagsins.
02.04.2017 - 08:59
„Puffin“: Fléttan sem blekkti stjórnvöld
Lokadrög baksamninga, sem áttu að fela eignarhald aflandsfélags á hlutnum sem í orði kveðnu tilheyrði Hauck & Aufhäuser lágu ekki fyrir fyrr en kvöldið áður en kaupsamningurinn við ríkið var undirritaður. Vikuna á undan voru drög að baksamningum ítrekað send milli Guðmundar Hjaltasonar, fulltrúa Ólafs, Bjarka Diegos, starfsmanns Kaupþings, og Martins Zeils, fulltrúa þýska bankans. Fléttan gekk undir heitinu „Puffin“, lundi, og sneri að því að fela aðkomu Ólafs og Kaupþings.
29.03.2017 - 11:47
Búnaðarbankaskýrslan
Fjórtán ára ráðgáta skýrist
Svarið við áralöngum vangaveltum um hver hafi verið raunveruleg aðkoma þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupunum á nær helmingshlut ríkisins í Búnaðarbankanum birtist að líkindum í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis sem skilar af sér klukkan tíu í dag. Bankinn var kynntur sem einn stærsti fjárfestirinn þegar S-hópurinn svokallaði eignaðist hlutabréfin í Búnaðarbankanum en ekki leið á löngu áður en efasemdir vöknuðu um hvort Þjóðverjarnir væru raunverulegur kaupandi hlutarins.
29.03.2017 - 06:36
Búnaðarbankaskýrsla afhent á morgun
Forseti Alþingis fær á morgun afhenta skýrslu Rannsóknarnefndar þingsins, sem fékk það hlutverk í fyrra að að skoða þáttöku þýska bankans Hauck og Aufhäuser á kaupum í Búnaðarbanka Íslands árið 2003. Að lokinni afhendingu skýrslunnar, klukkan tíu, verður haldinn blaðamannafundur um innihald hennar, og hún verður gerð opinber á vef rannsóknanefnda Alþingis, rna.is. Umræða um skýrsluna fer svo fram á Alþingi á fimmtudag.
28.03.2017 - 09:55
Fréttaskýring
Gerðu mikið úr aðkomu þýska bankans
Jafnt kaupendur sem seljendur að hlut ríkisins í Búnaðarbankanum lögðu mikla áherslu á aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser þegar skrifað var undir kaupsamninginn 16. janúar 2003. Samkvæmt bréfi Rannsóknarnefndar Alþingis til þeirra sem kallaðir voru fyrir nefndina vegna rannsóknar á aðkomu þýska bankans virðist nú svo vera sem hún hafi aðeins verið til málamynda.
27.03.2017 - 15:38
„Margt slæmt við sölu Arionbanka“
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir að margt sé slæmt við sölu Arion banka. Betra hefði verið að halda sig við afnám hafta. Hann var gestur á Morgunvaktinni á Rás eitt í morgun. 
27.03.2017 - 08:34
Enginn einstaklingur yfir eignarmörkum í Arion
Enginn einstaklingur á, beint eða óbeint, 10% eða meira í félagi sem á meira en 1% í Arion banka. Þetta kemur fram á vef bankans. Bankinn virðist því ekki þurfa að upplýsa frekar um raunverulega eigendur sína.
24.03.2017 - 20:29
Hafa skuldbundið sig til að takmarka áhrif sín
Fjármálaeftirlitið undibýr að meta hæfi nýrra hluthafa í Arion banka til að eignast 10% eða meira í bankanum. Þetta var meðal þess sem kom fram á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis með Jóni Þór Sturlusyni, aðstoðarforstjóra FME, í morgun um kaup þriggja vogunarsjóða og fjárfestingabankans Goldman Sachs á þrjátíu prósenta hlut í Arionbanka.  
24.03.2017 - 13:23
Fréttaskýring
Umfangsmikil viðskipti á Cayman
Eftir söluna á nærri 30% hlut í Arionbanka hefur borið á kröfum um að upplýst verði um eignarhald þeirra félaga og sjóða sem keyptu þennan hlut. Kaupendur eru fjórir fyrrverandi kröfuhafar Kaupþings, en spurt er hverjir standa þar á bak við.
24.03.2017 - 07:49
Eykur gagnsæi en upplýsinga þörf
Það eykur gagnsæi í söluferli Arion banka að vogunarsjóðirnir sem ætla að kaupa hlut í honum fari fram á samþykki Fjármálaeftirlitsins sem virkir eigendur, segir Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Hún segir þó mikilvægt að varpa ljósi á hverjir séu endanlegir eigendur bankans.
24.03.2017 - 07:48
Sala Arion banka
Sjóðirnir vilja leyfi til að eiga meira en 10%
Þrír fjárfestingarsjóðir, sem stóðu fyrir kaupum á hlutabréfum í Arion banka á dögunum, ætla að leita eftir heimild Fjármálaeftirlitsins til að mega eiga meira en 10% hlut í bankanum.
23.03.2017 - 12:46
Treystir FME til að skoða söluna á Arion banka
Forsætisráðherra segist treysta Fjármálaeftirlitinu til að fara vel yfir söluna á Arion banka og skoða kjölfestufjárfesta með ítarlegum hætti. Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, spurði Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, um söluna á Arion banka og vakti athygli á því að vogunarsjóðir þættu kvikir fjárfestar og margir segðu þá óheppilega eigendur banka. Hart var sótt að ráðherranum á Alþingi.
23.03.2017 - 12:43