Færslur: Sagnfræði

Íhuga að auðvelda afkomendum þræla að skipta um nafn
Borgaryfirvöld í Utrecht í Hollandi íhuga nú hvort rétt sé að þau greiði fyrir þá afkomendur þræla sem vilja breyta eftirnafni sínu. Á nýlendutímanum voru margir þrælar látnir taka upp eftirnafn eigenda sinna, plantekranna, eða afbrigði af hollenskum eftirnöfnum.
12.09.2021 - 06:51
Ekkert tímahylki fannst í stalli Lees
Leitarmenn gripu í tómt þegar athugað var hvort eitthvað væri hæft í því að tímahylki hafi verið geymt í stalli styttunnar af Suðurríkjahershöfðingjanum Robert E. Lee sem tekin var niður í vikunni.
11.09.2021 - 06:17
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Spenna í Túnis
Mikil spenna ríkir í Túnis eftir að Kais Saied, forseti, rak forsætisráðherrann og sendi þingið í leyfi. Andstæðingar forsetans saka hann um valdarán og einræðistilburði. Forsetinn, sem var prófessor í stjórnlagarétti, vísar því á bug að hann hafi rænt völdum og segir þá sem haldi því fram þurfa að læra lögfræði sína betur.
Kennsl borin á einn leiðangursmanna Franklins
Vísindamönnum hefur tekist að bera kennsl á líkamsleifar eins leiðangurssmanna úr Franklin-leiðangrinum svonefnda. Leiðangurinn endaði með ósköpum um miðja nítjándu öld, og er fátt vitað um afdrif leiðangursmanna. 
07.05.2021 - 06:48
Spegillinn
Snorri Sturluson hefur verið mistúlkaður
Dr. Hannes H. Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands, segir að Snorri Sturluson hafi verið mistúlkaður. Frændi hans, Sturla Þórðarson, höfundur Íslendinga sögu í Sturlungu, hafi haft einhvers konar horn í síðu hans.
08.04.2021 - 17:25
Sextíu ár liðin frá setningu laga um launajöfnuð kynja
Með lögum sem Alþingi samþykkti 27. mars 1961, fyrir sextíu árum, var ákveðið að konum og körlum skyldi greiða sömu laun fyrir sömu störf. Þriggja manna launajafnaðarnefnd skyldi ákveða launahækkanir uns fullum jöfnuði yrði náð að sex árum liðnum.
Þrjátíu ár frá frelsun sexmenninganna frá Birmingham
Í dag eru þrjátíu ár liðin frá því að sexmenningarnir svokölluðu frá Birmingham voru látnir lausir úr bresku fangelsi. Þeir voru dæmdir saklausir til lífstíðarfangavistar fyrir hryðjuverk árið 1975.
Fyrir alla muni
Halla og Eyvindur ákærð fyrir að farga barni sínu
Barnslík fannst í hreysi þeirra Fjalla-Eyvinds og Höllu þegar þau hjónaleysin voru loks handsömuð eftir margra ára útlegð á síðari hluta átjándu aldar. Þar fundust líka ýmsir munir sem hafa varðveist, til dæmis nokkuð heillegar körfur sem Eyvindur er sagður hafa ofið í útlegðinni, og þau drukku vatn úr.
07.02.2021 - 09:33
„Það þurfti hörkutól í þetta starf“
Kristín Svava Tómasdóttir ljóðskáld segir að þó fólk sé gjarnan þakklát kvennastéttum í orði þá fái þær oft ekki að uppskera í veraldlegum gæðum. Hún sendi nýverið frá sér sagnfræðilega ljóðabók þar sem hún hampar hetjudáðum ljósmæðra fyrri tíma.
Morgunvaktin
Heimamenn lokuðu héruðum í spænsku veikinni
Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur lauk í sumar ritun bókar um spænsku veikina.
13.10.2020 - 10:14
Fluttu sætar þýskar stelpur sem vinnuafl til Íslands
Á árunum í kringum 1949 komu nokkrir hópar þýsks verkafólks til landsins, mestmegnis konur. Nína Rós Ísberg mannfræðingur skrifaði doktorsritgerð sína við Lundúnaháskóla um þetta efni.
04.10.2020 - 15:10
Myndskeið
Leyniskjöl afhjúpuð - hægt að skoða á vef safnsins
Leyniskjöl frá upphafi síðari heimstyrjaldar eru nú opin öllum á vef Þjóðskjalasafnsins. Í einu segir að íslenska ríkið vilji ekki veita gyðingum dvalarleyfi og í öðru að hér séu stundaðar njósnir fyrir Þjóðverja. Skjölin eru á milli fimm og tíu þúsund sem birt eru nú og eru úr utanríkisráðuneytinu.
„Við komum hingað sjálf í erindaleysu“
Bjarni Harðarson, fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins, segir að við sem búum við allsnægtir á Íslandi getum ekki fyrirgefið okkur að loka dyrum á fólk sem er á flótta. Hann gaf nýverið út þriðju bók sína í þríleik um Skálholt 18. aldar og segir að við megum til með að taka forfeður og -mæður okkar til fyrirmyndar sem buðu hjálparhönd og deildu með þeim sem þurftu, jafnvel þó þau byggju sjálf við vosbúð.
23.09.2020 - 10:35
Telja sig geta fundið gullskipið við Skeiðarársand
Leitin að hollenska gullskipinu Het Wapen van Amsterdam sem strandaði á Skeiðarársandi 26. janúar árið 1667 hefur enn ekki borið árangur. Víða var fjallað um slysið á sínum tíma og eftirmálar strandsins voru miklir. Vonir eru bundnar við að með nýrri tækni verði loks hægt að finna skipið á næstu mánuðum.
23.07.2020 - 15:00
Myndir af þingmönnum fjarlægðar á Bandaríkjaþingi
Myndir af fjórum þingmönnum Bandaríkjaþings á 19. öld voru teknar niður af veggjum þinghússins í gær. Mennirnir gegndu allir herþjónustu í Suðurríkjasambandinu á sínum tíma. Þeir höfðu allir verið forsetar fulltrúadeildar þingsins, en það var núverandi þingforseti, Nancy Pelosi, sem skipaði svo um að myndirnar yrðu teknar niður.
19.06.2020 - 06:42
Morgunþáttur Rásar 1 og 2
Veislur, vændiskonur og dauðarefsingar í Brúnei
Elton John og George Clooney voru á meðal þeirra sem beittu sér fyrir því að Hassanal Bolkiah, soldáninn af Brúnei, hætti við áform um að framfylgja dauðarefsingum við samkynhneigð og framhjáhaldi. Vera Illugadóttir segir frá valdatíð soldánsins og sögum um vændiskonur og fyrirsætur sem hann er sagður loka í kvennabúri sínu.
21.04.2020 - 14:27
Lífsreynd steinbryggja orðin hluti af nýju torgi
Gamla steinbryggjan sem lá áratugum saman undir Tryggvagötu kom aftur í ljós að hluta við gatnaframkvæmdir 2018. Var síðan ákveðið að hún fengi að halda sér og nýju torgi við hana var nefnt Steinbryggja á liðnu ári. Margir sögulegir atburðir hafa gerst á steinbryggjunni og við hana frá því að hún var reist árið 1884.
07.04.2020 - 07:34
Víðsjá
Miðlar, skáld, dulúð og drykkjumenn í Farsóttarhúsinu
Það er mikil mystík yfir húsinu að Þingholtsstræti 25 sem stendur autt í dag. Þar var um árabil staðsett sjúkrahús og þangað leituðu ýmsir þjóðþekktir einstaklingar sér lækningar, meðal annars við spænsku veikinni og öðrum farsóttum. Kristín Svava Tómasdóttir rannsakar Farsóttarhúsið og sögu þess.
06.04.2020 - 12:46
Neðanjarðarsala á smokkum í Lærða skólanum fyrir 1900
„Ég held að það sé trúnaður leggjandi á þær upplýsingar að lærðaskólapiltar hafi notað, keypt og selt smokka sín á milli. Það hafi semsagt farið fram neðanjarðarsala á smokkum í Lærða skólanum rétt fyrir aldamótin 1900,“ segir Þorsteinn Vilhjálmsson, fornfræðingur og sjálfstætt starfandi fræðimaður. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein hans Kaupstaðasótt og Freyjufár í nýjasta hefti Sögu - tímarits sagnfræðingafélagsins.
Lögreglustöð á fæðingarstað Hitlers
Fæðingarstaður Adolfs Hitlers í Austurríki verður gerður að lögreglustöð. Innanríkisráðuneyti Austurríkis greindi frá þessu. Stjórnvöld vonast til þess að þannig verði komið í veg fyrir að húsið verði að líkneski fyrir nýnasista.
20.11.2019 - 07:00
„Snilldargáfa þeirra var ekki ókeypis“
„Í mínum huga er þetta tímabil merkilegasti tíminn í sögu vísindanna, sá tími þar sem menn breyttu gjörsamlega þeirri sýn sem við höfum á heiminn,” segir Kári Stefánsson um fyrstu tuttugu og fimm ár síðustu aldar, en samskipti og átök helstu eðlisfræðinga þess tíma eru viðfangsefni bókarinnar Quantum eftir Manjit Kumar. Kári sagði frá bókinni í Lestinni á Rás 1 en þar fjallar fólk úr ólíkum áttum um bækur sem að mati þess varpa áhugaverðu eða mikilvægi ljósi á heiminn.
Sögur af landi
„Við megum ekki gleyma“
Nýverið opnaði Halldóra Helgadóttir myndlistarmaður málverkasýninguna Verkafólk á Listasafninu á Akureyri. Sýningunni er ætlað að varpa ljósi á líf og störf verkafólks sem að mati Halldóru voru undirstaðan í samfélaginu í byrjun síðustu aldar og fram eftir öldinni. Á sýningunni er sérstaklega horft til þeirra sem störfuðu í verksmiðjunum á Gleráreyrum á Akureyri. 
14.10.2019 - 15:29
Myndskeið
Segir bresku dátana hafa verið sólgna í bjór
Bjórflöskur og hárvörur er meðal þess sem fundist hefur í leifum braggahverfis á Hellisheiði þar sem hermenn bjuggu í seinni heimsstyrjöld. Fornleifafræðingar segjast geta sagt öðruvísi sögur úr stríðinu en áður hafa verið skráðar.
Pistill
Um víðlendur mannlegs eðlis, á fund morðingja
Ég sit á Keflavíkurflugvelli og bíð eftir flugi til Amsterdam en þaðan liggur leiðin til Lissabon. Leifsstöð er þétt setin, ég borga allt of mikinn pening fyrir samloku og kaffi, tylli mér við laust borð og dreg bókina Flights, eftir pólska rithöfundinn Olgu Takarzcuk, upp úr töskunni.
07.04.2019 - 14:54
Kyssandi sjóliðinn á Times Square látinn
Sjóliðinn George Mendonsa er látinn, 95 ára að aldri. Mendonsa er þekktastur fyrir mynd sem tekin var af honum ungum þar sem hann heldur um unga konu og kyssir hana þéttingsfast á Times Square í New York, þar sem fólk var saman komið að fagna lokum síðari heimsstyrjaldarinnar.