Færslur: Sagnfræði

Pistill
Ríkishvalræði og langreyðar
„Ætlum við Íslendingar að vera þjóð á meðal þjóða í náttúruvernd eða ætlum við að ganga gegn alþjóðlegum viðmiðum náttúruverndar og sitja eftir sem siðlaust eyland?” spyr Dalrún Kaldakvísl sagnfræðingur en fyrir liggur að stórhvalaveiðar hefjist í næsta mánuði við Íslandsstrendur.
Pistill
Karlmennskuímynd hákarlamanna fyrr á tíð
Margar sögur fóru af hákarlaformönnum og karlmennsku og/eða karlmennskuleysis þeirra manna. Skipstjórar á hákarlaskipum þurftu gjarnan að ná annars konar máli í karlmennsku en aðrir skipverjar. Þá var oft talað um hvort hinn eða þessi formaðurinn væri fiskisæll.
Pistill
Ráðskonur sem störfuðu utan heimila
„Það kom fyrir, er Bakkus var kominn of mikið í spilið, að þeir [vermennirnir] brutu allt og brömluðu inn í herberginu og þrifu þá það, sem næst var hendi til að kasta.... Það var oft erfitt, þegar böll voru og kenderí. Þá þorði maður ekki að sofa nema í fötunum og oft sváfum við saman tvær ráðskonur til halds og trausts hvor annarri.“ Sagnfræðingurinn Dalrún Kaldakvísl heldur áfram að fjalla um konur fyrri alda í Víðsjá.
29.04.2022 - 15:58
Krefjast sakaruppgjafar til handa skoskum nornum
Tvær konur berjast nú fyrir því að allir sem dæmdir voru til dauða fyrir fjölkynngi í Skotlandi hljóti sakaruppgjöf. Eins vilja þær að reistur verði minnisvarði um fólkið.
Spegillinn
Telur stjórnmálamenn hafa vegið að sjálfstæði réttarins
Hæstiréttur varð hundrað ára í fyrra og var aldarafmæli hans meðal annars merkt með útgáfu sögu réttarins sem Arnþór Gunnarsson sagnfræðingur skrifar. Hann sér nokkur líkindi með átökum sem tengjast skipan dómara bæði á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar, skömmu eftir stofnun hans, og svo deilum um dómaraskipan um og upp úr aldamótunum síðustu. Á báðum tímabilum hafi stjórnmálamenn sótt svo hart að réttinum að segja megi að vegið hafi verið að sjálfstæði hans.
Þriðja elsta ljósmynd Íslandssögunnar fundin
Þriðja elsta ljósmynd sem tekin var á Íslandi fannst í myndasafni dönsku konungsfjölskyldunnar þegar þar var sett á vefinn á síðasta ári. Þar var hún eignuð Sigfúsi Eymundssyni á sjöunda áratug 19. aldar en frekari athugun leiddi í ljós að hún var tekin í leiðangri Napóleons prins hins franska til Íslands árið 1856.
25.01.2022 - 20:35
Líkur leiddar að hver sveik Önnu Frank í hendur nasista
Ný rannsókn hefur leitt í ljós hver það kann að hafa verið sem sveik Önnu Frank og fjölskyldu hennar í hendur nasista árið 1945. Hún lést í fangabúðum fimmtán ára að aldri en dagbók hennar er einhver þekktasta frásögn stríðsáranna.
18.01.2022 - 06:45
Segir Ásgeir eiga þátt í ritstuldi rannsóknarnefndar
Sagnfræðingurinn Árni H. Kristjánsson staðhæfir að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hafi ásamt fleirum framið ritstuld við gerð Skýrslu rannsóknarnefndar um rannsókn á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna sem út kom árið 2014.
Frestaði fyrirlestri Ásgeirs eftir ásökun um ritstuld
Aðstandendur Miðaldastofu ákváðu að fresta fyrirlestri sem Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri átti að halda á þeirra vegum síðdegis í dag. Ákvörðunin var tekin eftir að Bergsveinn Birgisson, fræðimaður og rithöfundur, sakaði Ásgeir um ritstuld og sagði seðlabankastjóra hafa stuðst við sitt verk, Leitina að svarta víkingnum, í bókinni Eyjan hans Ingólfs án þess að geta þess. Ásgeir hefur vísað þeim ásökunum á bug.
Sakar seðlabankastjóra um ritstuld
Bergsveinn Birgisson fræðimaður og rithöfundur sakar Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra um ritstuld. Ásgeir gaf nýverið út bókina Eyjan hans Ingólfs, sem fjallar um landnám Íslands. Yfirlýsingar er að vænta frá Ásgeiri.
Dagbók frá 1761 varpar ljósi á lífið á Grænlandi
Við tiltekt í eldföstum skáp í Norðurskautastofnuninni í Kaupmannahöfn fann skjalastjórinn Jørgen Trondhjem dagbók frá árinu 1761. Hann segir hana mikinn kjörgrip sem varpi ljósi á líf Grænlendinga.
Vopn úr eigu Napóleons seld á uppboði komandi helgi
Sverð sem Napóleon Bonaparte bar þegar hann tók völdin í Frakklandi árið 1799 verður selt á uppboði í Bandaríkjunum um komandi helgi. Fimm önnur vopn úr eigu keisarans verða einnig boðin upp.
01.12.2021 - 04:29
Efnahagsmál · Erlent · Napóleon · Uppboð · Frakkland · Bandaríkin · London · Sagnfræði · sverð · Vopn
Stökk út í næturmyrkrið fyrir 50 árum og hvarf
Að kvöldi 24. nóvember 1971 keypti tilkomulítill og harla venjulegur maður sér flugmiða aðra leiðina frá Portland til Seattle í Bandaríkjunum. Maðurinn sagðist heita Dan Cooper en örfáum klukkustundum síðar hvarf hann og hefur ekki sést síðan.
Íhuga að auðvelda afkomendum þræla að skipta um nafn
Borgaryfirvöld í Utrecht í Hollandi íhuga nú hvort rétt sé að þau greiði fyrir þá afkomendur þræla sem vilja breyta eftirnafni sínu. Á nýlendutímanum voru margir þrælar látnir taka upp eftirnafn eigenda sinna, plantekranna, eða afbrigði af hollenskum eftirnöfnum.
12.09.2021 - 06:51
Ekkert tímahylki fannst í stalli Lees
Leitarmenn gripu í tómt þegar athugað var hvort eitthvað væri hæft í því að tímahylki hafi verið geymt í stalli styttunnar af Suðurríkjahershöfðingjanum Robert E. Lee sem tekin var niður í vikunni.
11.09.2021 - 06:17
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Spenna í Túnis
Mikil spenna ríkir í Túnis eftir að Kais Saied, forseti, rak forsætisráðherrann og sendi þingið í leyfi. Andstæðingar forsetans saka hann um valdarán og einræðistilburði. Forsetinn, sem var prófessor í stjórnlagarétti, vísar því á bug að hann hafi rænt völdum og segir þá sem haldi því fram þurfa að læra lögfræði sína betur.
Kennsl borin á einn leiðangursmanna Franklins
Vísindamönnum hefur tekist að bera kennsl á líkamsleifar eins leiðangurssmanna úr Franklin-leiðangrinum svonefnda. Leiðangurinn endaði með ósköpum um miðja nítjándu öld, og er fátt vitað um afdrif leiðangursmanna. 
07.05.2021 - 06:48
Spegillinn
Snorri Sturluson hefur verið mistúlkaður
Dr. Hannes H. Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands, segir að Snorri Sturluson hafi verið mistúlkaður. Frændi hans, Sturla Þórðarson, höfundur Íslendinga sögu í Sturlungu, hafi haft einhvers konar horn í síðu hans.
08.04.2021 - 17:25
Sextíu ár liðin frá setningu laga um launajöfnuð kynja
Með lögum sem Alþingi samþykkti 27. mars 1961, fyrir sextíu árum, var ákveðið að konum og körlum skyldi greiða sömu laun fyrir sömu störf. Þriggja manna launajafnaðarnefnd skyldi ákveða launahækkanir uns fullum jöfnuði yrði náð að sex árum liðnum.
Þrjátíu ár frá frelsun sexmenninganna frá Birmingham
Í dag eru þrjátíu ár liðin frá því að sexmenningarnir svokölluðu frá Birmingham voru látnir lausir úr bresku fangelsi. Þeir voru dæmdir saklausir til lífstíðarfangavistar fyrir hryðjuverk árið 1975.
Fyrir alla muni
Halla og Eyvindur ákærð fyrir að farga barni sínu
Barnslík fannst í hreysi þeirra Fjalla-Eyvinds og Höllu þegar þau hjónaleysin voru loks handsömuð eftir margra ára útlegð á síðari hluta átjándu aldar. Þar fundust líka ýmsir munir sem hafa varðveist, til dæmis nokkuð heillegar körfur sem Eyvindur er sagður hafa ofið í útlegðinni, og þau drukku vatn úr.
07.02.2021 - 09:33
„Það þurfti hörkutól í þetta starf“
Kristín Svava Tómasdóttir ljóðskáld segir að þó fólk sé gjarnan þakklát kvennastéttum í orði þá fái þær oft ekki að uppskera í veraldlegum gæðum. Hún sendi nýverið frá sér sagnfræðilega ljóðabók þar sem hún hampar hetjudáðum ljósmæðra fyrri tíma.
Morgunvaktin
Heimamenn lokuðu héruðum í spænsku veikinni
Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur lauk í sumar ritun bókar um spænsku veikina.
13.10.2020 - 10:14
Fluttu sætar þýskar stelpur sem vinnuafl til Íslands
Á árunum í kringum 1949 komu nokkrir hópar þýsks verkafólks til landsins, mestmegnis konur. Nína Rós Ísberg mannfræðingur skrifaði doktorsritgerð sína við Lundúnaháskóla um þetta efni.
04.10.2020 - 15:10
Myndskeið
Leyniskjöl afhjúpuð - hægt að skoða á vef safnsins
Leyniskjöl frá upphafi síðari heimstyrjaldar eru nú opin öllum á vef Þjóðskjalasafnsins. Í einu segir að íslenska ríkið vilji ekki veita gyðingum dvalarleyfi og í öðru að hér séu stundaðar njósnir fyrir Þjóðverja. Skjölin eru á milli fimm og tíu þúsund sem birt eru nú og eru úr utanríkisráðuneytinu.