Færslur: Sagnfræði

„Það þurfti hörkutól í þetta starf“
Kristín Svava Tómasdóttir ljóðskáld segir að þó fólk sé gjarnan þakklát kvennastéttum í orði þá fái þær oft ekki að uppskera í veraldlegum gæðum. Hún sendi nýverið frá sér sagnfræðilega ljóðabók þar sem hún hampar hetjudáðum ljósmæðra fyrri tíma.
Morgunvaktin
Heimamenn lokuðu héruðum í spænsku veikinni
Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur lauk í sumar ritun bókar um spænsku veikina.
13.10.2020 - 10:14
Fluttu sætar þýskar stelpur sem vinnuafl til Íslands
Á árunum í kringum 1949 komu nokkrir hópar þýsks verkafólks til landsins, mestmegnis konur. Nína Rós Ísberg mannfræðingur skrifaði doktorsritgerð sína við Lundúnaháskóla um þetta efni.
04.10.2020 - 15:10
Myndskeið
Leyniskjöl afhjúpuð - hægt að skoða á vef safnsins
Leyniskjöl frá upphafi síðari heimstyrjaldar eru nú opin öllum á vef Þjóðskjalasafnsins. Í einu segir að íslenska ríkið vilji ekki veita gyðingum dvalarleyfi og í öðru að hér séu stundaðar njósnir fyrir Þjóðverja. Skjölin eru á milli fimm og tíu þúsund sem birt eru nú og eru úr utanríkisráðuneytinu.
„Við komum hingað sjálf í erindaleysu“
Bjarni Harðarson, fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins, segir að við sem búum við allsnægtir á Íslandi getum ekki fyrirgefið okkur að loka dyrum á fólk sem er á flótta. Hann gaf nýverið út þriðju bók sína í þríleik um Skálholt 18. aldar og segir að við megum til með að taka forfeður og -mæður okkar til fyrirmyndar sem buðu hjálparhönd og deildu með þeim sem þurftu, jafnvel þó þau byggju sjálf við vosbúð.
23.09.2020 - 10:35
Telja sig geta fundið gullskipið við Skeiðarársand
Leitin að hollenska gullskipinu Het Wapen van Amsterdam sem strandaði á Skeiðarársandi 26. janúar árið 1667 hefur enn ekki borið árangur. Víða var fjallað um slysið á sínum tíma og eftirmálar strandsins voru miklir. Vonir eru bundnar við að með nýrri tækni verði loks hægt að finna skipið á næstu mánuðum.
23.07.2020 - 15:00
Myndir af þingmönnum fjarlægðar á Bandaríkjaþingi
Myndir af fjórum þingmönnum Bandaríkjaþings á 19. öld voru teknar niður af veggjum þinghússins í gær. Mennirnir gegndu allir herþjónustu í Suðurríkjasambandinu á sínum tíma. Þeir höfðu allir verið forsetar fulltrúadeildar þingsins, en það var núverandi þingforseti, Nancy Pelosi, sem skipaði svo um að myndirnar yrðu teknar niður.
19.06.2020 - 06:42
Morgunþáttur Rásar 1 og 2
Veislur, vændiskonur og dauðarefsingar í Brúnei
Elton John og George Clooney voru á meðal þeirra sem beittu sér fyrir því að Hassanal Bolkiah, soldáninn af Brúnei, hætti við áform um að framfylgja dauðarefsingum við samkynhneigð og framhjáhaldi. Vera Illugadóttir segir frá valdatíð soldánsins og sögum um vændiskonur og fyrirsætur sem hann er sagður loka í kvennabúri sínu.
21.04.2020 - 14:27
Lífsreynd steinbryggja orðin hluti af nýju torgi
Gamla steinbryggjan sem lá áratugum saman undir Tryggvagötu kom aftur í ljós að hluta við gatnaframkvæmdir 2018. Var síðan ákveðið að hún fengi að halda sér og nýju torgi við hana var nefnt Steinbryggja á liðnu ári. Margir sögulegir atburðir hafa gerst á steinbryggjunni og við hana frá því að hún var reist árið 1884.
07.04.2020 - 07:34
Víðsjá
Miðlar, skáld, dulúð og drykkjumenn í Farsóttarhúsinu
Það er mikil mystík yfir húsinu að Þingholtsstræti 25 sem stendur autt í dag. Þar var um árabil staðsett sjúkrahús og þangað leituðu ýmsir þjóðþekktir einstaklingar sér lækningar, meðal annars við spænsku veikinni og öðrum farsóttum. Kristín Svava Tómasdóttir rannsakar Farsóttarhúsið og sögu þess.
06.04.2020 - 12:46
Neðanjarðarsala á smokkum í Lærða skólanum fyrir 1900
„Ég held að það sé trúnaður leggjandi á þær upplýsingar að lærðaskólapiltar hafi notað, keypt og selt smokka sín á milli. Það hafi semsagt farið fram neðanjarðarsala á smokkum í Lærða skólanum rétt fyrir aldamótin 1900,“ segir Þorsteinn Vilhjálmsson, fornfræðingur og sjálfstætt starfandi fræðimaður. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein hans Kaupstaðasótt og Freyjufár í nýjasta hefti Sögu - tímarits sagnfræðingafélagsins.
Lögreglustöð á fæðingarstað Hitlers
Fæðingarstaður Adolfs Hitlers í Austurríki verður gerður að lögreglustöð. Innanríkisráðuneyti Austurríkis greindi frá þessu. Stjórnvöld vonast til þess að þannig verði komið í veg fyrir að húsið verði að líkneski fyrir nýnasista.
20.11.2019 - 07:00
„Snilldargáfa þeirra var ekki ókeypis“
„Í mínum huga er þetta tímabil merkilegasti tíminn í sögu vísindanna, sá tími þar sem menn breyttu gjörsamlega þeirri sýn sem við höfum á heiminn,” segir Kári Stefánsson um fyrstu tuttugu og fimm ár síðustu aldar, en samskipti og átök helstu eðlisfræðinga þess tíma eru viðfangsefni bókarinnar Quantum eftir Manjit Kumar. Kári sagði frá bókinni í Lestinni á Rás 1 en þar fjallar fólk úr ólíkum áttum um bækur sem að mati þess varpa áhugaverðu eða mikilvægi ljósi á heiminn.
Sögur af landi
„Við megum ekki gleyma“
Nýverið opnaði Halldóra Helgadóttir myndlistarmaður málverkasýninguna Verkafólk á Listasafninu á Akureyri. Sýningunni er ætlað að varpa ljósi á líf og störf verkafólks sem að mati Halldóru voru undirstaðan í samfélaginu í byrjun síðustu aldar og fram eftir öldinni. Á sýningunni er sérstaklega horft til þeirra sem störfuðu í verksmiðjunum á Gleráreyrum á Akureyri. 
14.10.2019 - 15:29
Myndskeið
Segir bresku dátana hafa verið sólgna í bjór
Bjórflöskur og hárvörur er meðal þess sem fundist hefur í leifum braggahverfis á Hellisheiði þar sem hermenn bjuggu í seinni heimsstyrjöld. Fornleifafræðingar segjast geta sagt öðruvísi sögur úr stríðinu en áður hafa verið skráðar.
Pistill
Um víðlendur mannlegs eðlis, á fund morðingja
Ég sit á Keflavíkurflugvelli og bíð eftir flugi til Amsterdam en þaðan liggur leiðin til Lissabon. Leifsstöð er þétt setin, ég borga allt of mikinn pening fyrir samloku og kaffi, tylli mér við laust borð og dreg bókina Flights, eftir pólska rithöfundinn Olgu Takarzcuk, upp úr töskunni.
07.04.2019 - 14:54
Kyssandi sjóliðinn á Times Square látinn
Sjóliðinn George Mendonsa er látinn, 95 ára að aldri. Mendonsa er þekktastur fyrir mynd sem tekin var af honum ungum þar sem hann heldur um unga konu og kyssir hana þéttingsfast á Times Square í New York, þar sem fólk var saman komið að fagna lokum síðari heimsstyrjaldarinnar.
Pistill
Hinir ensku víkingar
Líklega vita allir, sem einhvern tíma hafa opnað bók eða kveikt á sjónvarpinu, að eitt sinn herjuðu norrænir menn á England. Víkingarnir eru jú eitt frægasta fyrirbæri sögunnar, tilvalinn efniviður í bækur, teiknimyndasögur, sjónvarpsþætti og tölvuleiki. Það þekkja allir skeggjuðu karlana með litríku skildina sem sigldu öskrandi og gólandi meðfram breskum ströndum í leit að skjótfengnum gróða.
10.02.2019 - 14:29
Flytja pósthúsið úr Pósthússtræti
Engin póstþjónusta verður í pósthúsinu við Pósthússtræti eftir 27. desember næstkomandi. Pósthúsið þar sameinast pósthúsinu við Eiðistorg sem verður einnig lokað en nýtt sameinað pósthús verður opnað daginn eftir, 28. desember, í húsnæði Hótel Sögu við Hagatorg.
22.12.2018 - 08:05
Fréttaskýring
Solberg biður „tyskerjentene“ afsökunar
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hefur beðist afsökunar á framkomu norskra stjórnvalda við konur sem áttu í sambandi við Þjóðverja í hernámsliðinu í Noregi í síðari heimsstyrjöldinni. Margar voru sviptar borgaralegum réttindum og sumar sviptar ríkisfangi og reknar úr landi.
18.10.2018 - 18:09
Hattur Napóleons seldur á 44 milljónir
Hattur, sem franski herforinginn Napoleon Bonaparte er sagður hafa borið á höfði við orrustuna um Waterloo, seldist fyrir meira en 400 þúsund Bandaríkjadali á uppboði í Lyon í Frakklandi á dögunum. Kaupandinn er sagður evrópskur safnari samkvæmt heimildum CNN fréttastofunnar.
20.06.2018 - 05:48
Viðtal
Skrifuðu áhrifavaldar fortíðar matreiðslurit?
„Konur höfðu kannski sterkari stöðu en við höfum haldið," þetta segir Sigurbjörg Elín Hólmarsdóttir, sjálfstætt starfandi fræðimaður sem rannsakað hefur hvernig gestgjafahlutverk húsmæðra birtist í íslenskum matreiðslubókum sem gefnar voru út á árunum 1800 til 1975. Hún telur að líta megi á yfirstéttarkonur sem skrifuðu bækurnar sem einhvers konar áhrifavalda fortíðar, ekki ólíka þrifasnöppurum nútímans. Grein um rannsóknina er að finna í nýjasta hefti Sögu, tímarits Sögufélagsins. 
09.06.2018 - 09:00
Heimsmetið í tapi á knattspyrnuvellinum
„Stutta svarið við þessari spurningu er nei, tíu leikjum í sögu HM frá upphafi hefur lokið með sjö marka mun eða meira,“ svarar sagnfræðingurinn Stefán Pálsson aðspurður um hvort að nýtt met með stórsigri sé í vændum á HM.
30.05.2018 - 10:11
Yfirstéttin aðgreindi sig með dönskum smekk
Í upphafi 20. aldarinnar aðgreindi yfirstétt Reykjavíkur sig frá almúganum með dönskum menningarafurðum sem sem voru hinni vaxandi verkalýðsstétt ekki aðgengilegar. Þetta er ein af niðurstöðum sagnfræðingsins Írisar Ellenberger sem rannsakaði menningarblöndun í Reykjavík við upphaf aldarinnar.
04.04.2018 - 17:29
500 ára farsótt Asteka af völdum salmonellu
Vísndamenn telja sig loks hafa fundið orsök þess að nærri öll Astekaþjóðin þurrkaðist út á einu strái. Faraldur sem hófst árið 1545 varð á endanum um 15 milljónum manna að bana á þeim fimm árum sem hann gekk yfir þjóðina.
17.01.2018 - 06:42