Færslur: Saga Garðarsdóttir

Lestin
Grét í leigubílnum eftir gigg
„Mér fannst ótrúlegt að honum þætti ég svona ömurleg,“ segir grínistinn Saga Garðarsdóttir um eitt af sínum verstu augnablikum á sviðinu. Hún talar um ólíka áhorfendahópa og viðbrögð þeirra við uppistandi hennar.
02.04.2022 - 09:00
Vikan með Gísla Marteini
Salka Sól tilheyrir fjölskyldu Madrigal
Fáar kvikmyndir hafa slegið jafn rækilega í gegn síðustu ár hjá yngstu kynslóðinni og hin fjörlega Encantó. Salka Sól Eyfeld talar og syngur fyrir aðalpersónu myndarinnar, Mirabel, í íslenskri útgáfu og segir miður að Disney sjái ekki ástæðu til að gefa út tónlistina úr myndinni á okkar ástkæra og ylhýra. Hún tók lagið um fjölskylduna Madrigal í Vikunni með Gísla Marteini.
26.03.2022 - 17:02
Viðtal
Saga sofnaði á fatahrúgu á meðan foreldrarnir dönsuðu
Partý í sumarbústað er eitthvað sem Saga Garðarsdóttir minnist sem spennandi viðburða í æsku. Hún sat og borðaði paprikuskrúfur og horfði á ættingjana dansa, skrafa og hlæja hátt, gjörsamlega heilluð yfir því sem fyrir augu bar. Slík mannamót urðu henni innblástur að leiksýningunni Veisla í Borgarleikhúsinu.
25.05.2021 - 13:38
Straumar
Hverjar voru flúorkonurnar?
Muniði eftir flúorkonunum? Konur sem komu með stopulu millibili í skóla og færðu nemendum flúor í litlum glösum. Hvaða konur voru þetta? Hvaðan komu þær og hvað gerðu þær við skyrpið?
03.04.2021 - 20:42
Straumar
„Það var ekki jeppi heldur kona“
„Ég sá stóreflis jeppa hjá Tona, og spurði: Hvað kostar einn svona?“ yrkir hagyrðingurinn Erla frá Bóli í þættinum Stund milli stríða með Sigríði Kvaran.
Straumar
Tvíburasystir Daða: „Já, ég er leiðinleg“
Í þættinum Straumar í gær fengu áhorfendur tækifæri til að kynnast Daða Frey og Gagnamagninu betur þegar framlag Íslands í Eurovision 2021 var frumflutt. Þá var meðal annars kynnt til sögunnar tvíburasystir Daða Freys, hún Sigin. Sú líkist Sögu Garðarsdóttur leikkonu og grínista reyndar grunsamlega mikið.
14.03.2021 - 12:30
Áramótaskaupið
„Þú berð ekki virðingu fyrir mér“
Gjörningur Sögu Garðarsdóttur og Gunnars Hanssonar í Áramótaskaupinu í heild sinni. Ásamt því að biðja um franskar og afslátt, setja þau á sig dýragrímur, öskra í kór og koma á framfæri pólitískum skilaboðum.
Vikan
Verum heima með Sögu og Snorra
„Ef þið eruð ekki fjölla eða oft í sleik. Þá verða að vera á milli ykkar metrar tveir. Það eru 17 pylsur í röð en alls ekki fleir eða eitt stykki Daði Freyr,“ syngur Saga Garðarsdóttir í nýju lagi ásamt eiginmanni sínum Snorra Helgasyni. Lagið var frumflutt í vikunni í gær, í gegnum gervihnött að sjálfsögðu.
Jóla-Saga fyrir þjóðina
Saga Garðarsdóttir, fréttamaður Vikunnar, hefur á árinu stungið á kýlum og velt við steinum. Nú er jólaandinn hinsvegar kominn yfir hana og hún fór og hitti marga jólalegustu Íslendingana, loðna sem og í fötum. Gleðilega hátíð!
13.12.2019 - 20:50
Viðtal
Glatað í Kringlunni með mömmu
Snorri Helgason var heldur myrkur á síðustu plötu sinni Margt býr í þokunni en hann hefur fært sig í hýrari sálma. Nýjasta platan hans Bland í poka er barnaplata með smellnum stuðlögum sem hann ásamt einvala liði söngvara og hljóðfæraleikara syngur og trallar fyrir yngstu kynslóðina.
11.10.2019 - 10:55
Nýr 2000 vandi?
Saga Garðars hefur áhyggjur af kjötskorti ungmenna í kraftmikilli fréttaskýringu í Vikunni með Gísla Marteini.
06.09.2019 - 20:42
„Ég vaknaði við hringinguna frá ykkur“
Ný útvarpsstöð fer í loftið á morgun, Útvarp 101, þar sem ætlunin er að gera poppkúltur, listum og málefnum ungs fólks hátt undir höfði. Saga Garðarsdóttir stýrir morgunþætti á stöðinni en hún er ekki sérlega vön því að vakna snemma á morgnana eins og kom í ljós í viðtali við Morgunútvarpið.
31.10.2018 - 14:02
Myndskeið
„Annað hvort hlær fólk eða hlær ekki“
Dóri DNA skyggnist inn í líf helstu grínista landsins og spjallar við þá um grín frá öllum hliðum í nýjum heimildaþáttum, Djók í Reykjavík, sem hefja göngu sína á morgun, fimmtudaginn 5. apríl.
04.04.2018 - 11:30
Tjaldað til einnar nætur í Steiney
Listakonurnar Saga Garðarsdóttir og Steiney Skúladóttir reru á kajökum yfir Langasjó og gistu í eyjum á leiðinni. Ferðalag þeirra var hluti af fyrsta þættinum af Úti, nýrri íslenskri þáttaröð um útivist sem hefur göngu sína á sunnudagskvöld á RÚV.
20.03.2018 - 11:25
Saga Garðars og Snorri Helga syngja Megas
Skaðræðisgrínarinn Saga Garðarsdóttir og ástmaður hennar, Snorri Helgason, mynda saman dúettinn „Kærustupar“. Megasar-lagið „Þótt þú gleymir guði“ hljómar sannarlega öðruvísi í flutningi þeirra.
12.03.2015 - 15:26