Færslur: Sæstrengur

EFTA-dómur stöðvar ekki lagningu sæstrengs
Eftirlitsstofnun EFTA hefur verið gert skylt að ráðast í rannsókn á því hvort hlutafjáraukning íslenska ríkisins til Farice ehf. vegna lagningar nýs sæstrengs standist reglur um ríkisaðstoð. Þessi niðurstaða EFTA-dómstólsins hefur ekki áhrif á langingu sæstrengsins sem hófst í síðustu viku. Sýn kvartaði til ESA og taldi ríkisaðstoð til Farice vera ólögmæta og ekki í samræmi við þjónustusamning milli Farice og Fjarskiptasjóðs.
01.06.2022 - 11:36
Sjónvarpsfrétt
Sæstrengurinn tífaldar fjarskiptaöryggi
Fjarskiptaöryggi Íslands eykst tífalt með þriðja sæstrengnum. Lagning hans er hafin og gert er ráð fyrir að hann verði kominn í notkun í byrjun næsta árs. Dýpst verður hann á 2500 metrum.
26.05.2022 - 11:52
Tilkynning um eldsumbrot við Tonga dregin til baka
Svo virðist sem tilkynning sem greint var frá fyrr í kvöld að hefði borist frá eldfjallarannsóknarstöð í Ástralíu um eldsumbrot við Tonga í Kyrrahafi hafi verið á misskilningi byggð. Ekkert hefur verið staðfest um að Hunga Tonga-Hunga Ha'apai-fjallið hafi látið á sér kræla að nýju.
Kastljós
Í dauðafæri til að verða fyrsta landið sem er óháð olíu
Ísland er í dauðafæri til að vera fyrsta ríkið í heiminum sem verður alveg óháð jarðefnaeldsneyti, að mati Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar. Hann segir þetta hægt vegna reynslu Íslendinga af framleiðslu á endurnýtanlegri orku og sömuleiðis vegna möguleika til framtiðar. Hann segir skynsamlegt að skoða þann möguleika að leggja sæstreng frá Íslandi til útlanda.
28.10.2021 - 20:49
Silfrið
Skoða ætti möguleika á lagningu sæstrengs til Evrópu
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og forsvarsmaður þingsins Hringborðs Norðurslóða, segir að Íslendingar ættu að skoða þann möguleika að leggja sæstreng til Evrópu og selja rafmagn á þann hátt. Svo gæti farið að Grænlendingar yrðu fyrri til og myndu óska eftir því við íslensk stjórnvöld að fá að leiða streng til Evrópu, um Ísland.
17.10.2021 - 13:15
Spegillinn
Sæstrengur ekki lengur samkeppnishæfur?
Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir að lagning sæstrengs milli Bretlands og Íslands sé ekki lengur arðbær. Vindorka sé orðin svo ódýr í Bretlandi að raforka héðan um sæstreng sé ekki samkeppnishæf.
22.08.2019 - 16:33
 · Innlent · Sæstrengur · Vindorka · Raforka · Evrópa