Færslur: Sæstrengur

Kastljós
Í dauðafæri til að verða fyrsta landið sem er óháð olíu
Ísland er í dauðafæri til að vera fyrsta ríkið í heiminum sem verður alveg óháð jarðefnaeldsneyti, að mati Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar. Hann segir þetta hægt vegna reynslu Íslendinga af framleiðslu á endurnýtanlegri orku og sömuleiðis vegna möguleika til framtiðar. Hann segir skynsamlegt að skoða þann möguleika að leggja sæstreng frá Íslandi til útlanda.
28.10.2021 - 20:49
Silfrið
Skoða ætti möguleika á lagningu sæstrengs til Evrópu
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og forsvarsmaður þingsins Hringborðs Norðurslóða, segir að Íslendingar ættu að skoða þann möguleika að leggja sæstreng til Evrópu og selja rafmagn á þann hátt. Svo gæti farið að Grænlendingar yrðu fyrri til og myndu óska eftir því við íslensk stjórnvöld að fá að leiða streng til Evrópu, um Ísland.
17.10.2021 - 13:15
Spegillinn
Sæstrengur ekki lengur samkeppnishæfur?
Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir að lagning sæstrengs milli Bretlands og Íslands sé ekki lengur arðbær. Vindorka sé orðin svo ódýr í Bretlandi að raforka héðan um sæstreng sé ekki samkeppnishæf.
22.08.2019 - 16:33
 · Innlent · Sæstrengur · Vindorka · Raforka · Evrópa