Færslur: Sádi-Arabía

Kanadamaður ákærður fyrir starf fyrir hryðjuverkasamtök
Kanadamaður á fertugsaldri sem starfaði fyrir og barðist með hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki er í haldi Bandaríkjamanna og hefur verið ákærður.
03.10.2021 - 00:31
Krefst réttlætis vegna morðsins á Khashoggi
Hatice Cengiz tyrknesk ekkja blaðamannsins Jamals Khashoggis kveðst efast um vilja Joe Bidens Bandaríkjaforseta að láta sádiarabísk stjórnvöld og krónprins landsins standa reikningsskil vegna dauða Khashoggis.
Palestínskt ríki eina ásættanlega niðurstaðan
Faisal bin Farhan, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, segir átökin fyrir botni Miðjarðarhafs beina Miðausturlöndum í ranga átt. Hann segir í samtali við AFP fréttastofuna að loftárásir Ísraela og flugskeytaárásir Hamas-liða geri allar friðarumleitanir erfiðari og þær efli öfgahópa á svæðinu.
Krefjast afnáms hafn- og loftferðabanns
Afnema verður hafn- og loftferðabann Sádi-Araba og bandamanna þeirra í Jemen áður en gengið verður til samninga um vopnahlé. Þetta sagði talsmaður Hútí-fylkingarinnar, sem ræður yfir stórum hluta Jemen, í viðtali hjá Al Jazeera í gærkvöld.
18.03.2021 - 09:45
Málshöfðun í Þýskalandi gegn Salman prins
Samtökin Fréttamenn án landamæra hafa höfðað mál í Þýskalandi á hendur Mohammed bin Salman, krónprins í Sádi-Arabíu, vegna morðsins á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi og saka krónprinsinn um glæpi gegn mannkyni. Hann hafi einnig staðið á bak við ofsóknir á öðrum blaðamönnum.
02.03.2021 - 12:10
Telja krónprinsinn hafa heimilað morðið á Khasoggi
Bandaríska leyniþjónustan telur afar litlar líkur á að aðgerð sem leiddi til morðs á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khasoggi hafi átt sér stað án samþykkis krónprins Sádi-Arabíu, Mohammed bin Salman. Þetta kemur fram í skýrslu leyniþjónustunnar um morðið sem gefin var út nú síðdegis.
26.02.2021 - 19:19
Höfðu frumkvæði að þrýstingi á Sádi-Arabíu
Sádiarabískri baráttukonu var sleppt út haldi í gær en íslensk stjórnvöld beittu sér markvisst fyrir lausn baráttufólks í Sádi-Arabíu á meðan Ísland átti sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna árið 2019. Það hafði ekki verið gert áður innan ráðsins. 
Bretar gerðu stóran vopnasölusamning við Sáda
Bresk stjórnvöld voru ekki lengi að taka við sér eftir að hergagnaviðskipti voru leyfð á ný til Sádi Arabíu í fyrra. Á þriðja ársfjórðungi, frá júlí til september, seldu Bretar Sádum vopn að verðmæti um 1,4 milljarða punda, jafnvirði nærri 250 milljarða króna. Guardian greinir frá.
10.02.2021 - 04:23
Slaknað hefur á spennu milli Katar og grannríkja
Sættir virðast í sjónmáli í deilum Katar við Sádi-Arabíu, Sameinuðu furstadæmin, Barein og Egyptaland sem staðið hafa í þrjú og hálft ár. Greint var frá þessu á fundi samtaka Persaflóaríkja í Sádi-Arabíu í gær.
06.01.2021 - 09:57
Fór Netanyahu til Sádi-Arabíu eða ekki?
Stjórnvöld í Sádi-Arabíu bera til baka fregnir um að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hafi komið þangað í gær og hitt Mohammed bin Salman, krónprins landsins að máli. Menntamálaráðherra Ísraels staðfestir aftur á móti að sú sé raunin.
23.11.2020 - 17:54
Krefjast sniðgöngu G20 fundar í Sádi-Arabíu
Fjörutíu og fimm bandarískir þingmenn leggja fast að Bandaríkjastjórn að sniðganga fund G20 ríkjanna í Sádi-Arabíu í næsta mánuði nema þarlend yfirvöld geri gangskör að því að auka og bæta mannréttindi.
22.10.2020 - 06:27
Konungur Sádi-Arabíu á sjúkrahúsi
Salman bin Abdulaziz Al Saud, konungur Sádi-Arabíu, var lagður inn á sjúkrahús í dag vegna sýkingar í gallblöðru. Hann er orðinn 84 ára og hefur verið við völd frá árinu 2015. Vegna þessa hefur opinberri heimsókn Mustafa al-Kadhemis, forsætisráðherra Íraks, verið frestað þar til konungur er orðinn heill heilsu að nýju, að því er opinber fréttastofa Sádi-Arabíu greindi frá í dag. Sjaldgæft er að þarlendir fjölmiðlar fjalli um heilsu Salmans konungs.
20.07.2020 - 08:59
Banna einu löglegu leiðina til að horfa á enska boltann
Sádi Arabía hefur bannað sjónvarpsstöðina beIN Sport í landinu. Þetta kemur í kjölfar þess að katarska sjónvarpsstöðin krafðist þessað enska úrvalsdeildin kæmi í veg fyrir yfirtöku konungsfjölskyldunnar í Sádi Arabíu á enska knattspyrnufélaginu Newcastle.
15.07.2020 - 09:06
Sáda í Kanada hótað af stjórnvöldum í heimalandinu
Sádiarabíski aðgerðarsinninn Omar Abdulaziz kveðst hafa fengið upplýsingar frá yfirvöldum í Kanada um að hann væri mögulega skotmark stjórnvalda í heimalandi hans. Hann var beðinn um að grípa til ráðstafana til að verja sig.
22.06.2020 - 02:07
Synir Khashoggis fyrirgefa morðingjum hans
Synir sádiarabíska blaðamannsins Jamal Khashoggi segjast fyrirgefa morðingjum föður síns. Salah Khashoggi skrifaði þetta á Twitter í dag. 
22.05.2020 - 01:53
Virðisaukaskattur þrefaldaður í Sádi-Arabíu
Stjórnvöld í Sádi-Arabíu ætla að þrefalda virðisaukaskatt á vörur og þjónustu til að bregðast við efnahagslegum erfiðleikum af völdum COVID-19 farsóttarinnar. Fjárstyrkur til landsmanna verður felldur niður.
11.05.2020 - 17:59
Sádar afnema dauðarefsingu ungmenna
Mannréttindanefnd Sádi Arabíu greindi frá því í gær að ungmenni verði ekki lengur dæmd til dauða, samkvæmt tilskipun frá Salman konungi. Tilskipunin segir að dauðarefsingu þeirra sem voru dæmdir fyrir glæpi sem þeir frömdu áður en þeir urðu lögráða verði ekki framfylgt.
27.04.2020 - 04:12
Sádar hætta opinberum hýðingum
Hýðingar verða ekki lengur leyfðar sem opinberar refsingar í Sádi Arabíu. Skjöl úr hæstarétti ríkisins sýna þetta að sögn erlendra fjölmiðla. Í skjölunum segir að þessi ákvörðun bætist ofan á bætt mannréttindi Sáda í valdatíð Salmans konungs og sonar hans, krónprinsins Mohammad bin Salman.
25.04.2020 - 04:20
Olíuverð lækkar á ný
Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað á ný eftir mikla hækkun í gær sem var eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn að verðstríði Rússa og Sádi-Araba færi senn að ljúka og að dregið yrði verulega úr framboði. 
03.04.2020 - 08:04
Trump býðst til að miðla málum
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gærkvöld vera reiðubúinn til að miðla málum í olíuverðsstríði Rússa og Sádi-Araba, en verð á olíu hefur lækkað verulega á undanförnum vikum og hefur ekki verið lægra í sautján ár.
01.04.2020 - 10:01
Sádar fylgjast með Sádum í Bandaríkjunum
Sádi Arabar virðast nýta sér veikleika í farsímakerfum til þess að fylgjast með ferðum ríkisborgara sinna í Bandaríkjunum. Guardian hefur þetta eftir uppljóstrara. Sá hefur sýnt Guardian milljónir beiðna um að fylgst sé með ferðum einstaklinga.
30.03.2020 - 05:51
Sádar skutu niður flugskeyti yfir Riyadh
Flugskeyti var skotið niður yfir Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu í kvöld. Að sögn AFP fréttastofunnar mátti heyra þrjár sprengingar í höfuðborginni í kvöld. Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á árásinni, en Hútar í Jemen hafa áður skotið flugskeytum og sent dróna yfir Riyadh og aðrar  borgir í Sádi-Arabíu.
29.03.2020 - 00:30
Tuttugu ákærðir fyrir morðið á Khashoggi
Yfirvöld í Tyrklandi hafa birt ákærur á hendur tuttugu mönnum vegna morðsins á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í október 2018. Meðal ákærðra eru tveir fyrrverandi aðstoðarmenn Mohammeds bin Salman, krónprins í Sádi-Arabíu. 
25.03.2020 - 11:58
Heimskviður
Ólga og olíuverðstríð í Sádi-Arabíu
Tveir af hæst settu mönnum konungsfjölskyldunnar í Sádi-Arabíu voru handteknir á dögunum. Báðir eiga þeir tilkall til krúnunnar samkvæmt hefðum og annar þeirra er bróðir sjálfs Salmans konungs. Og á sama tíma eiga Sádar í olíuverðstríði við Rússa, ríkin eru í eins konar störukeppni sem gæti haft víðtækar afleiðingar.
22.03.2020 - 07:00
Sádi-Arabar ætla að auka olíuframleiðsluna
Sádiarabíska olíufélagið Saudi Aramco ætlar að auka framleiðslu sína um 2,5 milljónir tunna á dag frá og með 1. apríl. Þetta sagði í tilkynningu frá félaginu í morgun.
10.03.2020 - 10:49