Færslur: Sádi-Arabía

Segir það fjarri lagi að KSÍ hafi fengið tugi milljóna
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, vill ekki gefa upp hvaða upphæð knattspyrnusambandið fékk frá Sádi-Aröbum fyrir vináttuleik íslenska landsliðsins og þess sádi-arabíska. Hún segir mikið lagt upp úr að virða trúnað um slíkt við önnur knattspyrnusambönd. 
Sameinuðu þjóðirnar fordæma 34 ára dóm fyrir tíst
Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt stjórnvöld í Sádi-Arabíu eftir að kona var dæmd í 34 ára fangelsi fyrir að hafa gagnrýnt yfirvöld í færslum á Twitter.
19.08.2022 - 13:22
Fréttaskýring
Hinn langi armur Sádi-Arabíu
Japanska fjármálaráðuneytið greindi frá því fyrir helgi að fjárfestingasjóður sádiarabíska ríkisins, PIF, hafi fest kaup á rétt rúmlega fimm prósenta hlut í tölvuleikjafyrirtækinu Nintendo. Sádi-Arabía er þar með orðinn fimmti stærsti eigandi fyrirtækisins.
Loftárásir gerðar á tvær borgir í Jemen
Loftárásir voru gerðar í nótt á Sanaa höfuðborg Jemen og hafnarborgina Hodeida. Fjölþjóðaherinn sem styður ríkisstjórn landsins segir árásirnar gerðar til að bregðast við ógnandi tilburðum uppreisnarmanna Húta í garð Sádi-Arabíu.
26.03.2022 - 03:10
Alþjóðlegar njósnir og ráðabrugg afhjúpuð í Danmörku
Íranskur aðskilnaðarsinni sem flýði ofsóknir í heimalandinu og fékk alþjóðlega vernd í Danmörku reyndist starfa náið með stjórnvöldum í Sádi-Arabíu. Þetta leiddi rannsókn dönsku lögreglunnar í ljós og er varpað ljósi á í umfangsmikilli umfjöllun danska ríkisútvarpsins DR.
06.02.2022 - 16:39
Tugir fórust í loftárás á fangelsi í Jemen
Minnst sjötíu manns fórust í loftárás Sádi-Araba á fangelsi í norðanverðu Jemen í dag og á annað hundrað særðust. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fordæmir árásina og segir hana brot á alþjóðalögum.
22.01.2022 - 00:20
Bandaríkjamenn fordæma drónaárás Húta á Abu Dhabi
Bandaríkjastjórn fordæmir drónaárás sem uppreisnarsveitir Húta gerðu á Abu Dhabi, höfuðborg Sameinuðu arabísku furstadæmanna, í gær. Þrír féllu í árásinni og Bandaríkjamenn heita hörðum viðbrögðum.
Handtóku mann í tengslum við morðið á Khashoggi
Franska lögreglan handtók Khaled Aedh al-Otaibi í dag en hann er grunaður um að tengjast morðinu á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. Franskir miðlar greina frá handtökunni.
07.12.2021 - 16:08
Kanadamaður ákærður fyrir starf fyrir hryðjuverkasamtök
Kanadamaður á fertugsaldri sem starfaði fyrir og barðist með hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki er í haldi Bandaríkjamanna og hefur verið ákærður.
03.10.2021 - 00:31
Krefst réttlætis vegna morðsins á Khashoggi
Hatice Cengiz tyrknesk ekkja blaðamannsins Jamals Khashoggis kveðst efast um vilja Joe Bidens Bandaríkjaforseta að láta sádiarabísk stjórnvöld og krónprins landsins standa reikningsskil vegna dauða Khashoggis.
Palestínskt ríki eina ásættanlega niðurstaðan
Faisal bin Farhan, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, segir átökin fyrir botni Miðjarðarhafs beina Miðausturlöndum í ranga átt. Hann segir í samtali við AFP fréttastofuna að loftárásir Ísraela og flugskeytaárásir Hamas-liða geri allar friðarumleitanir erfiðari og þær efli öfgahópa á svæðinu.
Krefjast afnáms hafn- og loftferðabanns
Afnema verður hafn- og loftferðabann Sádi-Araba og bandamanna þeirra í Jemen áður en gengið verður til samninga um vopnahlé. Þetta sagði talsmaður Hútí-fylkingarinnar, sem ræður yfir stórum hluta Jemen, í viðtali hjá Al Jazeera í gærkvöld.
18.03.2021 - 09:45
Málshöfðun í Þýskalandi gegn Salman prins
Samtökin Fréttamenn án landamæra hafa höfðað mál í Þýskalandi á hendur Mohammed bin Salman, krónprins í Sádi-Arabíu, vegna morðsins á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi og saka krónprinsinn um glæpi gegn mannkyni. Hann hafi einnig staðið á bak við ofsóknir á öðrum blaðamönnum.
02.03.2021 - 12:10
Telja krónprinsinn hafa heimilað morðið á Khasoggi
Bandaríska leyniþjónustan telur afar litlar líkur á að aðgerð sem leiddi til morðs á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khasoggi hafi átt sér stað án samþykkis krónprins Sádi-Arabíu, Mohammed bin Salman. Þetta kemur fram í skýrslu leyniþjónustunnar um morðið sem gefin var út nú síðdegis.
26.02.2021 - 19:19
Höfðu frumkvæði að þrýstingi á Sádi-Arabíu
Sádiarabískri baráttukonu var sleppt út haldi í gær en íslensk stjórnvöld beittu sér markvisst fyrir lausn baráttufólks í Sádi-Arabíu á meðan Ísland átti sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna árið 2019. Það hafði ekki verið gert áður innan ráðsins. 
Bretar gerðu stóran vopnasölusamning við Sáda
Bresk stjórnvöld voru ekki lengi að taka við sér eftir að hergagnaviðskipti voru leyfð á ný til Sádi Arabíu í fyrra. Á þriðja ársfjórðungi, frá júlí til september, seldu Bretar Sádum vopn að verðmæti um 1,4 milljarða punda, jafnvirði nærri 250 milljarða króna. Guardian greinir frá.
10.02.2021 - 04:23
Slaknað hefur á spennu milli Katar og grannríkja
Sættir virðast í sjónmáli í deilum Katar við Sádi-Arabíu, Sameinuðu furstadæmin, Barein og Egyptaland sem staðið hafa í þrjú og hálft ár. Greint var frá þessu á fundi samtaka Persaflóaríkja í Sádi-Arabíu í gær.
06.01.2021 - 09:57
Fór Netanyahu til Sádi-Arabíu eða ekki?
Stjórnvöld í Sádi-Arabíu bera til baka fregnir um að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hafi komið þangað í gær og hitt Mohammed bin Salman, krónprins landsins að máli. Menntamálaráðherra Ísraels staðfestir aftur á móti að sú sé raunin.
23.11.2020 - 17:54
Krefjast sniðgöngu G20 fundar í Sádi-Arabíu
Fjörutíu og fimm bandarískir þingmenn leggja fast að Bandaríkjastjórn að sniðganga fund G20 ríkjanna í Sádi-Arabíu í næsta mánuði nema þarlend yfirvöld geri gangskör að því að auka og bæta mannréttindi.
22.10.2020 - 06:27
Konungur Sádi-Arabíu á sjúkrahúsi
Salman bin Abdulaziz Al Saud, konungur Sádi-Arabíu, var lagður inn á sjúkrahús í dag vegna sýkingar í gallblöðru. Hann er orðinn 84 ára og hefur verið við völd frá árinu 2015. Vegna þessa hefur opinberri heimsókn Mustafa al-Kadhemis, forsætisráðherra Íraks, verið frestað þar til konungur er orðinn heill heilsu að nýju, að því er opinber fréttastofa Sádi-Arabíu greindi frá í dag. Sjaldgæft er að þarlendir fjölmiðlar fjalli um heilsu Salmans konungs.
20.07.2020 - 08:59
Banna einu löglegu leiðina til að horfa á enska boltann
Sádi Arabía hefur bannað sjónvarpsstöðina beIN Sport í landinu. Þetta kemur í kjölfar þess að katarska sjónvarpsstöðin krafðist þessað enska úrvalsdeildin kæmi í veg fyrir yfirtöku konungsfjölskyldunnar í Sádi Arabíu á enska knattspyrnufélaginu Newcastle.
15.07.2020 - 09:06
Sáda í Kanada hótað af stjórnvöldum í heimalandinu
Sádiarabíski aðgerðarsinninn Omar Abdulaziz kveðst hafa fengið upplýsingar frá yfirvöldum í Kanada um að hann væri mögulega skotmark stjórnvalda í heimalandi hans. Hann var beðinn um að grípa til ráðstafana til að verja sig.
22.06.2020 - 02:07
Synir Khashoggis fyrirgefa morðingjum hans
Synir sádiarabíska blaðamannsins Jamal Khashoggi segjast fyrirgefa morðingjum föður síns. Salah Khashoggi skrifaði þetta á Twitter í dag. 
22.05.2020 - 01:53
Virðisaukaskattur þrefaldaður í Sádi-Arabíu
Stjórnvöld í Sádi-Arabíu ætla að þrefalda virðisaukaskatt á vörur og þjónustu til að bregðast við efnahagslegum erfiðleikum af völdum COVID-19 farsóttarinnar. Fjárstyrkur til landsmanna verður felldur niður.
11.05.2020 - 17:59
Sádar afnema dauðarefsingu ungmenna
Mannréttindanefnd Sádi Arabíu greindi frá því í gær að ungmenni verði ekki lengur dæmd til dauða, samkvæmt tilskipun frá Salman konungi. Tilskipunin segir að dauðarefsingu þeirra sem voru dæmdir fyrir glæpi sem þeir frömdu áður en þeir urðu lögráða verði ekki framfylgt.
27.04.2020 - 04:12

Mest lesið