Færslur: Sádi-Arabía

Konungur Sádi-Arabíu á sjúkrahúsi
Salman bin Abdulaziz Al Saud, konungur Sádi-Arabíu, var lagður inn á sjúkrahús í dag vegna sýkingar í gallblöðru. Hann er orðinn 84 ára og hefur verið við völd frá árinu 2015. Vegna þessa hefur opinberri heimsókn Mustafa al-Kadhemis, forsætisráðherra Íraks, verið frestað þar til konungur er orðinn heill heilsu að nýju, að því er opinber fréttastofa Sádi-Arabíu greindi frá í dag. Sjaldgæft er að þarlendir fjölmiðlar fjalli um heilsu Salmans konungs.
20.07.2020 - 08:59
Banna einu löglegu leiðina til að horfa á enska boltann
Sádi Arabía hefur bannað sjónvarpsstöðina beIN Sport í landinu. Þetta kemur í kjölfar þess að katarska sjónvarpsstöðin krafðist þessað enska úrvalsdeildin kæmi í veg fyrir yfirtöku konungsfjölskyldunnar í Sádi Arabíu á enska knattspyrnufélaginu Newcastle.
15.07.2020 - 09:06
Sáda í Kanada hótað af stjórnvöldum í heimalandinu
Sádiarabíski aðgerðarsinninn Omar Abdulaziz kveðst hafa fengið upplýsingar frá yfirvöldum í Kanada um að hann væri mögulega skotmark stjórnvalda í heimalandi hans. Hann var beðinn um að grípa til ráðstafana til að verja sig.
22.06.2020 - 02:07
Synir Khashoggis fyrirgefa morðingjum hans
Synir sádiarabíska blaðamannsins Jamal Khashoggi segjast fyrirgefa morðingjum föður síns. Salah Khashoggi skrifaði þetta á Twitter í dag. 
22.05.2020 - 01:53
Virðisaukaskattur þrefaldaður í Sádi-Arabíu
Stjórnvöld í Sádi-Arabíu ætla að þrefalda virðisaukaskatt á vörur og þjónustu til að bregðast við efnahagslegum erfiðleikum af völdum COVID-19 farsóttarinnar. Fjárstyrkur til landsmanna verður felldur niður.
11.05.2020 - 17:59
Sádar afnema dauðarefsingu ungmenna
Mannréttindanefnd Sádi Arabíu greindi frá því í gær að ungmenni verði ekki lengur dæmd til dauða, samkvæmt tilskipun frá Salman konungi. Tilskipunin segir að dauðarefsingu þeirra sem voru dæmdir fyrir glæpi sem þeir frömdu áður en þeir urðu lögráða verði ekki framfylgt.
27.04.2020 - 04:12
Sádar hætta opinberum hýðingum
Hýðingar verða ekki lengur leyfðar sem opinberar refsingar í Sádi Arabíu. Skjöl úr hæstarétti ríkisins sýna þetta að sögn erlendra fjölmiðla. Í skjölunum segir að þessi ákvörðun bætist ofan á bætt mannréttindi Sáda í valdatíð Salmans konungs og sonar hans, krónprinsins Mohammad bin Salman.
25.04.2020 - 04:20
Olíuverð lækkar á ný
Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað á ný eftir mikla hækkun í gær sem var eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn að verðstríði Rússa og Sádi-Araba færi senn að ljúka og að dregið yrði verulega úr framboði. 
03.04.2020 - 08:04
Trump býðst til að miðla málum
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gærkvöld vera reiðubúinn til að miðla málum í olíuverðsstríði Rússa og Sádi-Araba, en verð á olíu hefur lækkað verulega á undanförnum vikum og hefur ekki verið lægra í sautján ár.
01.04.2020 - 10:01
Sádar fylgjast með Sádum í Bandaríkjunum
Sádi Arabar virðast nýta sér veikleika í farsímakerfum til þess að fylgjast með ferðum ríkisborgara sinna í Bandaríkjunum. Guardian hefur þetta eftir uppljóstrara. Sá hefur sýnt Guardian milljónir beiðna um að fylgst sé með ferðum einstaklinga.
30.03.2020 - 05:51
Sádar skutu niður flugskeyti yfir Riyadh
Flugskeyti var skotið niður yfir Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu í kvöld. Að sögn AFP fréttastofunnar mátti heyra þrjár sprengingar í höfuðborginni í kvöld. Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á árásinni, en Hútar í Jemen hafa áður skotið flugskeytum og sent dróna yfir Riyadh og aðrar  borgir í Sádi-Arabíu.
29.03.2020 - 00:30
Tuttugu ákærðir fyrir morðið á Khashoggi
Yfirvöld í Tyrklandi hafa birt ákærur á hendur tuttugu mönnum vegna morðsins á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í október 2018. Meðal ákærðra eru tveir fyrrverandi aðstoðarmenn Mohammeds bin Salman, krónprins í Sádi-Arabíu. 
25.03.2020 - 11:58
Sádi-Arabar ætla að auka olíuframleiðsluna
Sádiarabíska olíufélagið Saudi Aramco ætlar að auka framleiðslu sína um 2,5 milljónir tunna á dag frá og með 1. apríl. Þetta sagði í tilkynningu frá félaginu í morgun.
10.03.2020 - 10:49
Krónprins Sáda lætur handtaka þrjá frændur sína
Þrír sádi-arabískir prinsar voru handteknir í gær og færðir í fangelsi, ásakaðir um landráð. Einn þeirra er bróðir Salmans konungs en hinir tveir bróðursynir hans, annar þeirra fyrrverandi krónprins. Bandarískir fjölmiðlar greina frá þessu. Er þetta talið til merkis um að sonur konungs og núverandi krónprins, Muhammad bin Salman, sé að treysta enn tök sín á valdataumunum í landinu, með því að losa sig við síðasta snefilinn af andstöðu við stjórnarhætti hans.
07.03.2020 - 06:39
Dæmdir til dauða fyrir að myrða Jamal Khashoggi
Fimm voru dæmdir til dauða í dag í Sádi-Arabíu fyrir að hafa myrt blaðamanninn Jamal Khashoggi. Ellefu voru sakfelldir vegna morðsins. Þrír voru dæmdir til 24 ára fangelsisvistar, að því er ríkissaksóknari greindi frá í Riyadh.
23.12.2019 - 09:52
Sádar í viðræðum við Hútí-fylkinguna
Stjórnvöld í Ríad eru í viðræðum við Hútí-fylkinguna í Jemen um leiðir til að binda enda á borgarastyrjöldina í landinu. Þetta sagði sádi-arabískur embættismaður við fréttamenn í morgun. 
06.11.2019 - 09:23
Telur hættu á frekari árásum
Hætta er á frekari árásum á olíumannvirki í Sádi-Arabíu ef alþjóðasamfélagið bregst ekki við. Þetta sagði Amin Nasser, forstjóri Saudi Aramco, ríkisolíufélagsins í Sádi-Arabíu, í morgun.
09.10.2019 - 09:02
Lækka lánshæfismat Sádi-Arabíu
Matsfyrirtækið Fitch lækkaði í dag lánshæfismat Sádi-Arabíu um eitt þrep. Ástæðan er hernaðarleg spenna í Miðausturlöndum eftir fordæmalausar árásir á olíuvinnslustöðvar í landinu fyrr í þessum mánuði. Einkunnin var lækkuð úr A+ í A með stöðugum horfum.
30.09.2019 - 15:33
Varar við fordæmalausum olíuverðhækkunum
Mohammed bin Salman, krónprins í Sádi-Arabíu, varar við fordæmalausum verðhækkunum á olíu ef ríki heims sameinast ekki um að halda aftur af Íran á hernaðarsviðinu.
30.09.2019 - 08:26
Morðið á Khashoggi „gerðist á minni vakt“
Mohammed Bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, segist bera sök á morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi vegna þess að það hafi gerst á hans vakt. Þetta kemur fram í nýrri heimildarmynd bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar PBS um krónprinsinn sem verður frumsýnd í næstu viku.
26.09.2019 - 12:56
Tóku við keflinu af Íslandi í gagnrýni á Sádum
Ísland var í hópi ríkja sem í dag gagnrýndi ástand mannréttindamála í Sádi-Arabíu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Fastafulltrúi Ástralíu flutti ávarpið og tók þar við keflinu af fastafulltrúa Íslands, sem í mars flutti yfirlýsingu um bága stöðu mannréttinda í landinu.
23.09.2019 - 16:41
Hætta drónaárásum að uppfylltum skilyrðum
Uppreisnarsveitir Húta í Jemen heita því að hætta öllum dróna- og eldflaugaárásum á Sádi Arabíu, en með einu skilyrði þó. Um síðustu helgi var stærsta olíuhreinsunarstöð heims, Aqaiq-stöðin í Sádi Arabíu, eyðilögð í drónaárás, og olíuvinnslusvæðið Khurais líka.
21.09.2019 - 01:34
Bandaríkjamenn vonast eftir friðsamlegri lausn
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Bandaríkjamenn vonist til að friðsamleg lausn finnist á deilunni sem komin er upp eftir að árás var gerð á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um síðustu helgi. Engum í Miðausturlöndum blandist hugur um að Íranar hafi staðið á bak við hana. Þeir vara við að stríð brjótist út verði ráðist á landið.
19.09.2019 - 17:41
Viðtal
Trump er vandi á höndum
Donald Trump Bandaríkjaforseta er vandi á höndum vegna hættulegrar spennu á milli Írans og Sádí-Arabíu. Stjórnvöld í Riyad og Washington telja sannað að Íranir hafi staðið að árásum á olíumannvirkjum í Sádí-Arabíu. Hvernig verður brugðist við? Heimsgluggi Boga Ágústssonar var á sínum stað á Morgunvakt Rásar 1 í morgun.
19.09.2019 - 10:39
Sanna að Íran hafi ráðist á olíuvinnslustöðvar
Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hyggjast í dag leggja fram sannanir um aðkomu Írana að árásum á tvær olíuvinnslustöðvar um síðustu helgi. Stjórnvöld vestra fullyrða að Íranar hafi verið að verki en stjórnvöld í Teheran hafa neitað sök. Uppreisnarhreyfing Húta í Jemen lýsti árásinni á hendur sér en bandarísk stjórnvöld segja allt benda til þess að stýriflaugum hafi verið skotið frá suðurhluta Írans.
18.09.2019 - 10:03