Færslur: rokktónlist

Alan White trommari Yes er látinn
Enski trommuleikarinn Alan White, sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Yes, er látinn. Hann andaðist á heimili sínu í Bandaríkjunum eftir skammvinn veikindi sjötíu og tveggja ára að aldri.
Pink Floyd gefur út lag til styrktar Úkraínu
Breska rokkhljómsveitin Pink Floyd hefur gefið út nýtt lag í fyrsta sinn síðan árið 1994. Lagið heitir Hey Hey Rise Up og er gefið út til stuðnings Úkraínu. Úkraínski söngvarinn Andriy Khlyvnyuk úr hljómsveitinni Boombox syngur í laginu.
Aðdáendur syrgja Hawkins trommuleikara Foo Fighters
Aðdáendur og tónlistarfólk um allan heim syrgja Taylor Hawkins trommuleikara bandarísku rokksveitarinnar sem lést í gær fimmtugur að aldri. Bráðabirgðarannsókn í Kólumbíu leiðir í ljós að blöndu margskonar lyfja var að finna í líkama hans.
Taylor Hawkins trommuleikari Foo Fighters látinn
Taylor Hawkins trommuleikari þeirrar margverðlaunu bandarísku rokksveitar Foo Fighters er látinn fimmtugur að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögum hans í hljómsveitinni.
Spegillinn
Thick as a brick 50 ára 
50 ár eru nú liðin frá því að platan Thick as a brick með bresku hljómsveitinni Jethro Tull kom út. Hún er býsna merkileg plata fyrir margra hluta sakir. Þetta var fimmta stúdíóplata Jethro Tull.
03.03.2022 - 18:41
Tónlist Neils Young ekki lengur aðgengileg á Spotify
Streymisveitan Spotify hefur orðið við kröfu kanadíska tónlistarmannsins Neils Young um að tónlist hann verði fjarlægð af veitunni.
Rokkaraljósmyndarinn Mick Rock er látinn
Breski ljósmyndarinn Mick Rock er látinn 72 ára að aldri en hann lést 18. nóvember fjórum dögum fyrir 73. afmælisdaginn. Hann á hálfrar aldar feril að baki og er þekktastur fyrir ljósmyndir af heimsfrægum rokkstjörnum á borð við Queen, Syd Barrett, Lou Reed, David Bowie auka fjölda annarra.
21.11.2021 - 01:47
Sting segir að stjórnmálaástandið sé víða afar eldfimt
Breski tónlistarmaðurinn Sting segir stjórnmálaástand eldfimt víða meðal annars vegna þess að verkafólki finnist það svikið og yfirgefið af þeim hópi sem það kallar elítu. Ný plata, fimmtánda hljóðversplatan, er væntanleg í lok vikunnar.
Ný plata frá Prince fimm árum eftir andlátið
Í dag kemur út ný plata með bandaríska tónlistarmanninum Prince þrátt fyrir að fimm ár séu liðin frá andláti hans. Platan sem heitir Welcome 2 America var tekin upp árið 2010 og inniheldur tólf lög.
Myndskeið
Dusty Hill bassaleikari ZZ Top er látinn
Dusty Hill sem var bassaleikari hljómsveitarinnar ZZ Top er látinn 72 ára að aldri. Í yfirlýsingu frá Frank Beard og Billy Gibbons félögum Hills í hljómsveitinni kemur fram að hann hafi andast í svefni á heimilinu sínu í Texas.
29.07.2021 - 02:28
G! Festival aflýst vegna fjölgunar smita í Færeyjum
Skipuleggjendur færeysku tónlistarhátíðarinnar G! Festival hafa ákveðið að aflýsa henni vegna stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu. Smitum hefur fjölgað töluvert þar í landi undanfarið.
COVID-19 setur örlítið strik í G!Festival
Þrátt fyrir að ekkert útlit sé fyrir að fresta þurfi tónlistarhátíðinni G! Festival í Færeyjum hefur kórónuveirufaraldurinn áhrif á hverjir koma þar fram. Hátíðin verður haldin í Götu á Austurey dagana 15. til 17. júlí næstkomandi. 
10.06.2021 - 23:04
Þegar vestrið uppgötvaði sovésku rokksnilldina
Fyrir 35 árum, árið 1986, kom út hin athyglisverða safnplata Red Wave. Með henni fengu vestrænir tónlistarunnendur í fyrsta skipti að heyra í neðanjarðarrokki sem kom handan járntjaldsins, tónlist sem var allt öðruvísi og líflegri en sú grámyglulega mynd sem birtist af Sovétríkjunum í fjölmiðlum.
Tónlist
Messugestir kvaddir með Metallicu
„Mörg lög með hljómsveitum eins Metallica og Queen eru ótrúlega vel samin,“ segir Sólveig Sigríður Einarsdóttir organisti í Digraneskirkju. „Lagið Nothing else matters fjallar um kærleikann sem er grunnundirstaða kristinnar trúar og á alltaf við.“
Frægasta rokkstjarna sem þú hefur aldrei heyrt á minnst
Um þessar mundir eru 30 ár frá því að ein stærsta rokkstjarna heims lést sviplega í bílslysi, 28 ára að aldri. Victor Tsoi úr hljómsveitinni Kino var vinsælasti rokktónlistarmaðurinn á síðustu árum Sovétríkjanna, rödd sinnar kynslóðar, en nánast óþekktur á Vesturlöndum.
Tvöfaldar Sagnir frá Skálmöld
Rokkhljómsveitin Skálmöld undirbýr nú útgáfu á nýrri plötu sem kemur út 12. október næstkomandi. Hlustendur menningarþáttarins Víðsjár á Rás 1 voru, eins og oft áður, fyrstir til að heyra lag af nýrri plötu frá sveitinni en hljómsveitin er sérstök vinahljómsveit þáttarins. Gunnar Ben, hljómborðs- og óbóleikari sveitarinnar og einn söngvara hennar, mætti í heimsókn með lagið.
24.08.2018 - 10:52
Bassaleikari Manson rekinn vegna nauðgunarmáls
Twiggy Ramirez, bassaleikari í hljómsveit rokkarans Marilyn Manson til 25 ára, hefur sagt skilið við bandið í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi. Jessicka Addams, söngkona hljómsveitarinnar Jack Off Jill, sagði á Facebook fyrir viku að Ramirez hefði nauðgað henni árið 1993.
Risabyssur féllu yfir Marilyn Manson
Rokkstirnið Marilyn Manson liggur á sjúkrahúsi eftir slys á tónleikasviði í New York á laugardagskvöld. Var söngvarinn í miðju kafi að flytja smellinn „Sweet Dreams“ þegar stálgrind með áföstum stærðarinnar skammbyssum úr frauðplasti féll ofan á hann, með þeim afleiðingum að hann lá fastur undir.
02.10.2017 - 14:40