Færslur: rokktónlist

Þegar vestrið uppgötvaði sovésku rokksnilldina
Fyrir 35 árum, árið 1986, kom út hin athyglisverða safnplata Red Wave. Með henni fengu vestrænir tónlistarunnendur í fyrsta skipti að heyra í neðanjarðarrokki sem kom handan járntjaldsins, tónlist sem var allt öðruvísi og líflegri en sú grámyglulega mynd sem birtist af Sovétríkjunum í fjölmiðlum.
Tónlist
Messugestir kvaddir með Metallicu
„Mörg lög með hljómsveitum eins Metallica og Queen eru ótrúlega vel samin,“ segir Sólveig Sigríður Einarsdóttir organisti í Digraneskirkju. „Lagið Nothing else matters fjallar um kærleikann sem er grunnundirstaða kristinnar trúar og á alltaf við.“
Frægasta rokkstjarna sem þú hefur aldrei heyrt á minnst
Um þessar mundir eru 30 ár frá því að ein stærsta rokkstjarna heims lést sviplega í bílslysi, 28 ára að aldri. Victor Tsoi úr hljómsveitinni Kino var vinsælasti rokktónlistarmaðurinn á síðustu árum Sovétríkjanna, rödd sinnar kynslóðar, en nánast óþekktur á Vesturlöndum.
Tvöfaldar Sagnir frá Skálmöld
Rokkhljómsveitin Skálmöld undirbýr nú útgáfu á nýrri plötu sem kemur út 12. október næstkomandi. Hlustendur menningarþáttarins Víðsjár á Rás 1 voru, eins og oft áður, fyrstir til að heyra lag af nýrri plötu frá sveitinni en hljómsveitin er sérstök vinahljómsveit þáttarins. Gunnar Ben, hljómborðs- og óbóleikari sveitarinnar og einn söngvara hennar, mætti í heimsókn með lagið.
24.08.2018 - 10:52
Bassaleikari Manson rekinn vegna nauðgunarmáls
Twiggy Ramirez, bassaleikari í hljómsveit rokkarans Marilyn Manson til 25 ára, hefur sagt skilið við bandið í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi. Jessicka Addams, söngkona hljómsveitarinnar Jack Off Jill, sagði á Facebook fyrir viku að Ramirez hefði nauðgað henni árið 1993.
Risabyssur féllu yfir Marilyn Manson
Rokkstirnið Marilyn Manson liggur á sjúkrahúsi eftir slys á tónleikasviði í New York á laugardagskvöld. Var söngvarinn í miðju kafi að flytja smellinn „Sweet Dreams“ þegar stálgrind með áföstum stærðarinnar skammbyssum úr frauðplasti féll ofan á hann, með þeim afleiðingum að hann lá fastur undir.
02.10.2017 - 14:40