Færslur: Robert Durst

Durst í öndunarvél vegna COVID-19 sýkingar
Bandaríski auðkýfingurinn og morðinginn Robert Durst, sem dæmdur var í ævilangt fangelsi í vikunni er þungt haldinn af COVID-19. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann er tengdur við öndunarvél. Bandarískir fjölmiðlar greina frá þessu.
Auðkýfingurinn Robert Durst dæmdur í lífstíðarfangelsi
Dómstóll í Los Angeles dæmdi bandaríska auðkýfinginn Robert Durst til lífstíðarfangelsis í dag fyrir að hafa myrt vinkonu sína, glæpasagnahöfundinn Susan Berman með hrottalegum hætti árið 2000.
14.10.2021 - 23:59
Auðkýfingur sakfelldur fyrir að myrða vinkonu sína
Bandaríski auðkýfingurinn Robert Durst var í dag sakfelldur fyrir að hafa myrt vinkonu sína, glæpasagnahöfundinn Susan Berman með hrottalegum hætti árið 2000. Hann er talinn hafa orðið þremur manneskjum að bana um dagana.
18.09.2021 - 00:52