Færslur: Rithöfundasamband Íslands

Rithöfundar fá 183 milljónir fyrir útlán á bókasöfnum
Rithöfundar hafa fengið 183 milljónir í sinn hlut vegna útlána á bókasöfnum í fyrra. Karl Ágúst Úlfsson, formaður Rithöfundasambands Íslands, segir tekjur úr sjóðnum alla jafna ekki vera stóran hluta af heildartekjum rithöfunda en að hver króna skipti máli fyrir ekki tekjuhærri hóp. 
RSÍ fordæmir aðför Samherja að æru og málfrelsi
Aðalfundur Rithöfundasambands Íslands (RSÍ) segir í ályktun að með öllu ólíðandi sé að stundaðar séu ofsóknir, njósnir og skæruhernaður gegn fréttamönnum, rithöfundum og öðrum sem taka þátt í opinberri umræðu í samfélaginu.
„Verðum að standa í lappirnar og berjast fyrir höfunda“
Karl Ágúst Úlfsson, formaður Rithöfundasambandsins, telur ólíklegt að ákvörðun sænska raf- og hljóðbókafyrirtækisins Storytel að kaupa 70% hlut í Forlaginu hafi verið tekin með hag íslenskra bókmennta og tungu fyrir brjósti. Hann segist óttast að hún muni leiða til verri kjara fyrir höfunda.
Segir sölu Forlagsins hafa komið öllum í opna skjöldu
Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands, segir kaup sænska raf- og hljóðbókafyrirtækisins Storytel á sjötíu prósenta hlut í Forlaginu, hafa komið rithöfundum í opna skjöldu enda hafi útgáfuréttur á íslenskum verkum fylgt með. Hún segir ekki tímabært að sambandið bregðist opinberlega við. Stjórnin fundi um málið í fyrramálið.
Skiptir listamenn verulegu máli
Starfsumhverfi tónlistarmanna og rithöfunda gjörbreytist til hins betra með samþykkt Alþingis á lögum um skattlagningu hugverka.
03.09.2019 - 12:11
Skiptir listamenn verulegu máli
Starfsumhverfi tónlistarmanna og rithöfunda gjörbreytist til hins betra með samþykkt Alþingis á lögum um skattlagningu hugverka.
03.09.2019 - 12:10
Tilnefningar til Maístjörnunnar kynntar
Maístjarnan er sértæk ljóðabókaverðlaun sem ætlað er að hvetja skáld til að yrkja og koma ljóðum sínum í útgáfu. Fimm bækur eftir jafn mörg skáld hlutu tilnefningu í dag en verðlaunað er fyrir ljóðabók sem er útgefin árið 2017.