Færslur: Ríkisstjórnarmyndun

Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi vonsviknir
Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi hafa lýst yfir furðu og gríðarlegum vonbrigðum með skipan ráðherra í nýrri ríkisstjórn. Þá segja þau Guðrúnu Hafsteinsdóttur, forystumann flokksins í Suðurkjördæmi, hafa verið hundsaða.
Birgir Ármannsson verður forseti Alþingis
Sjálfstæðisflokkurinn hefur tilnefnt Birgi Ármansson til forseta Alþingis. Frá þessu sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðtali í dag. Meirihluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins samþykkti tillögu um tilnefningu hans á fundi fyrr í dag.
Fréttavaktin
Nýr stjórnarsáttmáli og breytt ráðuneyti
Ný ríkisstjórn verður kynnt á Kjarvalsstöðum í dag. Stjórnarsáttmálinn var kynntur flokksmönnum í gær og samþykktur með miklum meirihluta atkvæða. Töluverðar breytingar verða á ráðuneytum, ný stofnuð og verkefni færð milli ráðuneyta. Sjálfstæðisflokkur verður áfram með fimm ráðuneyti, Framsókn bætir við sig einu og verður með fjögur og Vinstri græn halda sínum þremur.
28.11.2021 - 09:54
Vinna enn að skiptingu ráðuneyta
Formenn stjórnarflokkanna segja einungis dagaspursmál hvenær ný ríkisstjórn verður kynnt. Ekki er endanlega búið að skipta verkum milli flokkanna.
Stjórnarandstaðan segir seinkun fjárlaga valda óvissu
Stjórnarandstaðan gagnrýnir harðlega hve seint fjárlagafrumvarpið er lagt fram og efast um samstöðu stjórnarflokkanna í málinu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist mjög bjartsýn á að ný ríkisstjórn verði mynduð, nýr stjórnarsáttmáli kynntur og frumvarp til fjárlaga lagt fram um mánaðamót.
Alþingi sett í síðasta lagi í næstu viku
Alþingi verður sett í síðasta lagi í næstu viku svo hægt sé að kjósa kjörbréfanefnd. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar vonast til að nefndin ljúki störfum í þessari viku. Forsenda þess að þetta gangi eftir er að undirbúningskjörbréfanefnd komist að niðurstöðu sem fyrst.
16.11.2021 - 13:02
Ný ríkisstjórn í næstu viku
Ný ríkisstjórn og nýr stjórnarsáttmáli verða kynnt í lok næstu viku, gangi markmið formanna stjórnarflokkanna eftir. Samkomulag hefur náðst um stór mál eins og grænar fjárfestingar og rammaáætlun. Verkefni verða flutt á milli ráðuneyta og ekki útilokað að nýtt ráðuneyti verði stofnað.
Hafa rætt stjórnarmyndun í rúmar fimm vikur
Formenn stjórnarflokkanna hittast á föstudag til að halda áfram viðræðum um myndun ríkisstjórnar. Formenn Vinstri grænna og Framsóknar koma heim af þingi Norðurlandaráðs á morgun. Undirbúningskjörbréfanefnd fundar stíft á sama tíma og er niðurstöðu hennar beðið. Gangi allt eftir gæti ný ríkisstjórn litið dagsins ljós um miðjan mánuðinn.
Þurfa nú að semja um grundvallarmálin
Prófessor í stjórnmálafræði segir að stjórnarflokkunum gæti reynst erfiðara að ná saman um grundvallarmál við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Ekki gangi til lengdar að láta slík mál sitja á hakanum.
Silfrið
Gríðarleg kjarabót fylgir lágum vöxtum
Brýnt er að tryggja verðstöðugleika næstu árum. Hagkerfið virðist vera að rísa og hagvöxtur að aukast, skatttekjur hins opinbera vaxa þar með. Hagfræðingar ræddu hagkerfið og ríkisstjórnarmyndun í Silfrinu í morgun.
Ráðherraskipan og verkaskipting alls óákveðin
Formenn ríkisstjórnarflokkanna hittust aftur í ráðherrabústaðnum í dag til að ræða myndun næstu ríkisstjórnar. Ráðherraskipan og skipting verkefna verður ákveðin á síðari stigum viðræðanna.