Færslur: Ríkisstjórnarfundur

Segir varasamt að draga ályktanir af verðbólguhjöðnun
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir varasamt að draga of miklar ályktanir af því að ársverðbólga hafi hjaðnað í fyrsta sinn frá því í júní í fyrra. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands, sem birtar voru í morgun, stendur verðbólga á ársgrundvelli í 9,7 prósentum. Hún var í 9,9 prósent í síðasta mánuði.
Nýtt minnisblað tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi í dag
Ríkisstjórnin ræðir nýtt minnisblað sóttvarnalæknis að sóttvarnaaðgerðum á fundi sínum í dag klukkan hálf tíu. Undanfarna daga hefur verið þungt hljóð í sóttvarnalækni varðandi stöðu faraldursins.
Þingmenn muni gera athugasemdir við hertar aðgerðir
Verði tillögur sóttvarnalæknis samþykktar á ríkisstjórnarfundi í dag munu þingmenn Sjálfstæðisflokksins gera athugasemdir við það. Þetta segir Vilhjálmur Árnason þingmaður flokksins. Hann segir að tími sé til kominn að gera langtímaáætlanir í sóttvörnum, standa við fullyrðingar um að lifa með veirunni og að fleiri komi að borðinu við ákvarðanatöku.
Ætla að tala um skapandi greinar og stjórnarsáttmálann
Ríkistjórnarfundur hefst í Salthúsinu í Grindavík klukkan tíu og síðar í dag ræðir ríkisstjórnin við fulltrúa sveitarfélaga á Suðurnesjum. Eftir hádegi flytja ráðherrarnir sig um set og halda vinnufund í Duushúsi í Reykjanesbæ, að honum loknum verður blaðamannafundur. Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar vill ekkert segja nánar um efni fundarins.
10.08.2021 - 10:02
Segir ekki við afköst Landspítala að sakast
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir það rosalegt ef grípa þarf til hertra samkomutakmarkana innanlands, ekki bara vegna kórónuveirufaraldursins, heldur vegna veikleika í heilbrigðiskerfinu. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, segir spítalann vera rekinn á lægra verði en tíðkast víða erlendis.
Viðtal
Átta smitaðir á Hótel Rangá, mögulega hundruð í sóttkví
Átta hafa greinst smitaðir af COVID-19 eftir dvöl á Hótel Rangá á Hellu, einn starfsmaður hótelsins og sjö gestir. Smit var komið upp á hótelinu fyrir síðasta þriðjudag þegar ríkisstjórnin snæddi þar en ekki var vitað um það fyrr en í dag. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir við fréttastofu.
Ríkisstjórnin fundar um tillögur sóttvarnalæknis
Ríkisstjórnarfundur hófst að nýju á hádegi í Ráðherrabústaðnum. Fundað er um tillögur sóttvarnarlæknis í minnisblaði hans sem barst ríkisstjórninni á miðvikudag. Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan tvö í dag í Safnahúsinu vegna landamæraskimunar.
Myndskeið
Svandís: Tillögurnar taki gildi fljótt
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar sitja nú á fundi í Ráðherrabústaðnum. Þar er minnisblað sóttvarnalæknis með tillögum um hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar til umræðu og tekin verður afstaða til þeirra. Sóttvarnalæknir sendi heilbrigðisráðherra tillögurnar í gærkvöldi.