Færslur: Ríkisstjórnarfundur

Viðtal
Átta smitaðir á Hótel Rangá, mögulega hundruð í sóttkví
Átta hafa greinst smitaðir af COVID-19 eftir dvöl á Hótel Rangá á Hellu, einn starfsmaður hótelsins og sjö gestir. Smit var komið upp á hótelinu fyrir síðasta þriðjudag þegar ríkisstjórnin snæddi þar en ekki var vitað um það fyrr en í dag. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir við fréttastofu.
Ríkisstjórnin fundar um tillögur sóttvarnalæknis
Ríkisstjórnarfundur hófst að nýju á hádegi í Ráðherrabústaðnum. Fundað er um tillögur sóttvarnarlæknis í minnisblaði hans sem barst ríkisstjórninni á miðvikudag. Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan tvö í dag í Safnahúsinu vegna landamæraskimunar.
Myndskeið
Svandís: Tillögurnar taki gildi fljótt
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar sitja nú á fundi í Ráðherrabústaðnum. Þar er minnisblað sóttvarnalæknis með tillögum um hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar til umræðu og tekin verður afstaða til þeirra. Sóttvarnalæknir sendi heilbrigðisráðherra tillögurnar í gærkvöldi.