Færslur: Ríkisendurskoðun

Skýrsla um Íslandsbankasölu síðar í ágúst
Ríkisendurskoðandi stefnir að því að skila skýrslu sinni um sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka til forseta Alþingis í ágústmánuði. Hann segir vinnuna hafa gengið ágætlega en hún sé afar umfangsmikil.
02.08.2022 - 18:33
Rekstrarkostnaður Landeyjahafnar langt fram úr áætlun
Rekstrarkostnaður Landeyjahafnar hefur farið langt fram úr áætlun vegna reglulegra dýpkana að því er kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar. Formaður bæjarráðs Vestmannaeyja tekur undir þá ábendingu að kanna þurfi möguleika á varanlegum úrbótum á höfninni.
14.06.2022 - 17:02
Hættir vegna ábendingar Bankasýslunnar um „like“
Hersir Sigurgeirsson, dósent í fjármálafræði við Háskóla Íslands, hefur lokið aðkomu sinni að úttekt á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka vegna ósættis um starfshætti Bankasýslunnar í tengslum við úttektina.
Sjónvarpsfrétt
Titringur innan stjórnarflokkanna
Titringur er innan stjórnarflokkanna vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórnarandstaðan segir tortryggni allsráðandi, traustið farið og Framsókn og Vinstri græn hafi afsalað sér völdum til Sjálfstæðisflokks.
Samstaða í ríkisstjórn, segir Katrín, styðjum Bjarna
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að samstaða sé innan ríkisstjórnarflokkanna um fullan stuðning við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í Íslandsbankamálinu. Ekki var rætti um bankasöluna á ríkisstjórnarfundi. Hún segir að skoða þurfi tiltekna hluti eins og aðkomu söluaðila sjálfra að útboðinu, meðferð innherjaupplýsinga, skilgreiningar á hæfum fjárfestum og svo gagnsæi en um það síðarnefnda hafi hún gert athugasemdir við.
Biðtími ekki í samræmi við markmið stjórnvalda
Eftirspurn og þörf fyrir geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi eykst ár frá ári. Bið eftir þjónustunni er almennt of löng og ekki í samræmi við markmið stjórnvalda. Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Tólf vilja verða ríkisendurskoðandi
Tólf hafa gefið kost á sér í embætti ríkisendurskoðanda, tíu karlar og tvær konur. Embættið losnaði þegar Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, skipaði Skúla Eggert Þórðarson, þáverandi ríkisendurskoðanda, í embætti ráðuneytisstjóra í ráðuneyti sínu. Meðal umsækjenda er Guðmundur Björgvin Helgason, starfandi ríkisendurskoðandi, sem tók við embættinu meðan kosning nýs ríkisendurskoðanda er undirbúin.
25.04.2022 - 16:42
Ríkisendurskoðun tekin til við könnun
Starfsmenn Ríkisendurskoðunar eru teknir til við að safna saman gögnum og upplýsingum um útboðið á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði. Guðmundur Björgvin Helgason, starfandi ríkisendurskoðandi, segir að í fyrstu snúi skoðunin fyrst og fremst að hlutverki og framkvæmd ríkisaðila.
Tveimur stjórnendum hjá Innheimtustofnun sagt upp
Búið er að segja upp þeim tveimur stjórnendum hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga sem sendir voru í leyfi í desember. Annar þeirra er Jón Ingvar Pálsson, forstjóri stofnunarinnar. Stjórn stofnunarinnar ákvað að rifta samningi stjórnendanna vegna alvarlegra brota í starfi og vanefnda á samningi vegna trúnaðarbrots. Nýr forstjóri hefur verið ráðinn. 
Sjónvarpsfrétt
Fáheyrt að svona sé brugðist við
Stjórn Innheimtustofnunar sveitarfélaga hefur verið skipt út og tveir stjórnendur sendir í leyfi í tengslum við úttekt á starfsemi stofnunarinnar. Slíkt er fáheyrt en ábendingar Ríkisendurskoðunar voru þess eðlis að nauðsynlegt þótti að bregðast við með þessum hætti.
Álagsmerki og lítil starfsánægja
Nærri tveir af hverjum þremur landsmönnum búa á starfssvæði Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu en embættið fær þó aðeins rétt rúmlega þriðjung þess fjár sem sýslumannsembætti landsins hafa til að sinna embættum sínum. Talsverð álagsmerki er að finna hjá embættinu sem birtist í lítilli starfsánægju. Stytta þarf biðtíma tiltekinna fjölskyldumála, gefa gæðamálum meiri gaum, skýra betur hver kjarnaverkefni embættisins eru og hvert þjónustustigið eigi að vera.
Viðtal
Segir hagsmuni WOW ekki hafa ráðið för
Forstjóri Samgöngustofu segir af og frá að viðskiptalegir hagsmunir WOW Air hafi ráðið för þegar kom að því að fylgjast með bókhaldi félagsins. Samgönguráðherra segir að atburðarásin í kringum fall WOW hafi átt þátt í því að ákveðið var að auglýsa stöðu þáverandi forstjóra Samgöngustofu.
Núningur milli ráðuneytis og Samgöngustofu
Ágreiningur var á milli stjórnvalda og Samgöngustofu um hvernig haga bæri fjárhagslegu eftirliti með WOW air. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um fall WOW, en þar kemur fram að stjórnvöld hafi ekki borið traust til Samgöngustofu til að sinna þessu eftirliti.
16.04.2021 - 14:29
Tjá sig ekki fyrr en trúnaði verður aflétt
Hvorki samgönguráðherra né forstjóri Samgöngustofu segjast geta tjáð sig efnislega um skýrslu ríkisendurskoðunar um fall WOW Air fyrr en trúnaði af skýrslunni hafi verið aflétt. Það verður ekki gert fyrr en á þriðjudaginn.
Viðtal
„Samgöngustofa þarf að taka til hjá sér“
Helga Vala Helgadóttir alþingismaður hafði frumkvæði að því að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskaði eftir skýrslu ríkisendurskoðunar um WOW air. „Ríkisendurskoðun er býsna harðorð í sinni skýrslu. Samgöngustofa brást algjörlega og stjórnvöld að einhverju leyti líka,“ segir Helga Vala. „Ég held að það sé alveg skýrt að Samgöngustofa þarf að taka til hjá sér,“ segir Helga Vala.
Framboð Guðmundar þrefalt dýrara en framboð Guðna
Forsetaframboð Guðmundar Franklíns Jónssonar í sumar kostaði rúmlega 4,6 milljónir, sem er rúmlega þrisvar sinnum meira en framboð Guðna Th. Jóhannessonar sitjandi forseta sem kostaði um 1,5 milljón.
Viðvarandi verkefni að „eltast við trassana“
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fagnar tillögum um aukið eftirlit Fiskistofu og Landhelgisgæslu með fiskveiðum og endurskilgreiningu á því hverjir teljist vera tengdir aðilar í sjávarútvegi. Þetta er meðal þess sem lagt er til í nýrri skýrslu verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðum sem kynnt var á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Landhelgisgæslan sinni auknu eftirliti með fiskveiðum
Verkefnastjórn um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni leggur til að Landhelgisgæslan fái aukið eftirlitshlutverk á sjó með fiskveiðum og að Fiskistofa fari með stjórnsýsluþátt verkefnisins. Jafnframt segir í skýrslu sem verkefnastjórn hefur skilað sjávarútvegsráðherra að tryggja þurfi betur að upplýsingar um veiddan sjávarafla séu réttar. Fréttaskýringaþátturinn Kveikur fjallaði fyrir tæpum þremur árum um brottkast, framhjálöndun og vanmátt Fiskistofu til að sinna eftirliti.
Telur afturvirkar launahækkanir grunsamlegar
Hundrað og sextíu launagreiðendur hafa óskað eftir því við Ríkisskattstjóra að fá að hækka áður tilkynnt laun í janúar og febrúar. Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að meirihluti þessara breytinga byggist á hæpnum grunni og að tilgangurinn með þeim sé að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði á meðan fólk nýtir hlutabótaúrræðið. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina sem gefin var út í gær.
Áætla að hlutastarfaleið kosti rúma 30 milljarða
Ríkisendurskoðandi gagnrýnir að Vinnumálstofnun hafi ekki eftirlit með þeim fyrirtækjum sem settu starfsfólk á hlutabætur og segir að skýra þurfi í lögum, um framlengingu hlutabótaleiðarinnar, hvaða fyrirtæki hafi heimild til að óska eftir þessu úrræði. Ríkisendurskoðandi hóf athugun á málinu að eigin frumkvæði og gaf út skýrslu um málið í dag.
Ríkisendurskoðun vill betra eftirlit með hlutabótaleið
Icelandair fékk tæpan milljarð úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðarinnar, að því fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina sem stefnt er að birt verði opinberlega síðar í dag og unnin var fyrir Alþingi. Ríkisendurskoðandi gagnrýnir skort á eftirliti með fyrirtækjum sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina.
Sér ekkert athugavert við sölu á stöðugleikaeignum
Ríkisendurskoðun sér ekkert athugavert við sölu Lindarhvols ehf. á eignum sem Seðlabankinn tók á móti í tengslum við gerð nauðasamninga í kjölfar hrunsins. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að árangur við sölu eignanna hafi farið fram úr væntingum.
18.05.2020 - 13:05
Togstreita og óeining um valdmörk ríkislögreglustjóra
Ríkisendurskoðun hvetur til þess að lögregluembættin verði sameinuð; ein lögregla sem myndi eitt lið undir sameiginlegri stjórn óháð fjölda umdæma eða einstökum verkefnum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt embættisins á ríkislögreglustjóra. Fyrrverandi ríkislögreglustjóri segir að kvartanir og kröfur lögreglustjóra á hendur embættinu hafi farið vaxandi eftir aðskilnað sýslumanns- og lögregluembætta árið 2015.
09.03.2020 - 14:42
Vinnuhópur undirbýr stofnun dótturfélags RÚV
Stjórn Ríkisútvarpsins hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta um skýrslu Ríkisendurskoðunar sem birst hafa í fjölmiðlum undanfarna daga. Stjórnin telur við hæfi að árétta að hún hafi skipað vinnuhóp sem mun hefjast handa við að undirbúa stofnun dótturfélags í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið án frekari tafa.
25.11.2019 - 17:03
Stefna á jákvætt eigið fé í lok næsta árs
Framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs segir að stefnan sé að eigið fé þjóðgarðsins verði orðið jákvætt í lok næsta árs.