Færslur: Ríkisendurskoðun

Viðtal
Segir hagsmuni WOW ekki hafa ráðið för
Forstjóri Samgöngustofu segir af og frá að viðskiptalegir hagsmunir WOW Air hafi ráðið för þegar kom að því að fylgjast með bókhaldi félagsins. Samgönguráðherra segir að atburðarásin í kringum fall WOW hafi átt þátt í því að ákveðið var að auglýsa stöðu þáverandi forstjóra Samgöngustofu.
Núningur milli ráðuneytis og Samgöngustofu
Ágreiningur var á milli stjórnvalda og Samgöngustofu um hvernig haga bæri fjárhagslegu eftirliti með WOW air. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um fall WOW, en þar kemur fram að stjórnvöld hafi ekki borið traust til Samgöngustofu til að sinna þessu eftirliti.
16.04.2021 - 14:29
Tjá sig ekki fyrr en trúnaði verður aflétt
Hvorki samgönguráðherra né forstjóri Samgöngustofu segjast geta tjáð sig efnislega um skýrslu ríkisendurskoðunar um fall WOW Air fyrr en trúnaði af skýrslunni hafi verið aflétt. Það verður ekki gert fyrr en á þriðjudaginn.
Viðtal
„Samgöngustofa þarf að taka til hjá sér“
Helga Vala Helgadóttir alþingismaður hafði frumkvæði að því að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskaði eftir skýrslu ríkisendurskoðunar um WOW air. „Ríkisendurskoðun er býsna harðorð í sinni skýrslu. Samgöngustofa brást algjörlega og stjórnvöld að einhverju leyti líka,“ segir Helga Vala. „Ég held að það sé alveg skýrt að Samgöngustofa þarf að taka til hjá sér,“ segir Helga Vala.
Framboð Guðmundar þrefalt dýrara en framboð Guðna
Forsetaframboð Guðmundar Franklíns Jónssonar í sumar kostaði rúmlega 4,6 milljónir, sem er rúmlega þrisvar sinnum meira en framboð Guðna Th. Jóhannessonar sitjandi forseta sem kostaði um 1,5 milljón.
Viðvarandi verkefni að „eltast við trassana“
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fagnar tillögum um aukið eftirlit Fiskistofu og Landhelgisgæslu með fiskveiðum og endurskilgreiningu á því hverjir teljist vera tengdir aðilar í sjávarútvegi. Þetta er meðal þess sem lagt er til í nýrri skýrslu verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðum sem kynnt var á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Landhelgisgæslan sinni auknu eftirliti með fiskveiðum
Verkefnastjórn um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni leggur til að Landhelgisgæslan fái aukið eftirlitshlutverk á sjó með fiskveiðum og að Fiskistofa fari með stjórnsýsluþátt verkefnisins. Jafnframt segir í skýrslu sem verkefnastjórn hefur skilað sjávarútvegsráðherra að tryggja þurfi betur að upplýsingar um veiddan sjávarafla séu réttar. Fréttaskýringaþátturinn Kveikur fjallaði fyrir tæpum þremur árum um brottkast, framhjálöndun og vanmátt Fiskistofu til að sinna eftirliti.
Telur afturvirkar launahækkanir grunsamlegar
Hundrað og sextíu launagreiðendur hafa óskað eftir því við Ríkisskattstjóra að fá að hækka áður tilkynnt laun í janúar og febrúar. Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að meirihluti þessara breytinga byggist á hæpnum grunni og að tilgangurinn með þeim sé að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði á meðan fólk nýtir hlutabótaúrræðið. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina sem gefin var út í gær.
Áætla að hlutastarfaleið kosti rúma 30 milljarða
Ríkisendurskoðandi gagnrýnir að Vinnumálstofnun hafi ekki eftirlit með þeim fyrirtækjum sem settu starfsfólk á hlutabætur og segir að skýra þurfi í lögum, um framlengingu hlutabótaleiðarinnar, hvaða fyrirtæki hafi heimild til að óska eftir þessu úrræði. Ríkisendurskoðandi hóf athugun á málinu að eigin frumkvæði og gaf út skýrslu um málið í dag.
Ríkisendurskoðun vill betra eftirlit með hlutabótaleið
Icelandair fékk tæpan milljarð úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðarinnar, að því fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina sem stefnt er að birt verði opinberlega síðar í dag og unnin var fyrir Alþingi. Ríkisendurskoðandi gagnrýnir skort á eftirliti með fyrirtækjum sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina.
Sér ekkert athugavert við sölu á stöðugleikaeignum
Ríkisendurskoðun sér ekkert athugavert við sölu Lindarhvols ehf. á eignum sem Seðlabankinn tók á móti í tengslum við gerð nauðasamninga í kjölfar hrunsins. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að árangur við sölu eignanna hafi farið fram úr væntingum.
18.05.2020 - 13:05
Togstreita og óeining um valdmörk ríkislögreglustjóra
Ríkisendurskoðun hvetur til þess að lögregluembættin verði sameinuð; ein lögregla sem myndi eitt lið undir sameiginlegri stjórn óháð fjölda umdæma eða einstökum verkefnum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt embættisins á ríkislögreglustjóra. Fyrrverandi ríkislögreglustjóri segir að kvartanir og kröfur lögreglustjóra á hendur embættinu hafi farið vaxandi eftir aðskilnað sýslumanns- og lögregluembætta árið 2015.
09.03.2020 - 14:42
Vinnuhópur undirbýr stofnun dótturfélags RÚV
Stjórn Ríkisútvarpsins hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta um skýrslu Ríkisendurskoðunar sem birst hafa í fjölmiðlum undanfarna daga. Stjórnin telur við hæfi að árétta að hún hafi skipað vinnuhóp sem mun hefjast handa við að undirbúa stofnun dótturfélags í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið án frekari tafa.
25.11.2019 - 17:03
Stefna á jákvætt eigið fé í lok næsta árs
Framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs segir að stefnan sé að eigið fé þjóðgarðsins verði orðið jákvætt í lok næsta árs.
Enn brotalamir þrátt fyrir viðsnúning
Verulegur viðsnúningur hefur orðið á rekstri Vatnajökulsþjóðgarðs þótt eigið fé hans sé enn neikvætt um tæplega 200 milljónir. Enn eru brotalamir í rekstri þjóðgarðsins og þörf á verulegum úrbótum.
Enginn að tvígreiða lengur
Búið er að koma í veg fyrir að ráðuneyti og ríkisstofnanir séu að tvígreiða fyrir hugbúnað sem þau nota. Dæmi voru um að kostnaður einstakra stofnana hafi aukist um hundruð milljóna eftir að nýr samningur sem fjármálaráðuneytið gerði í fyrra tók gildi.
Flest framboð búin að skila ársreikningum
Allir stjórnmálaflokkarnir sem sæti eiga á Alþingi hafa skilað ársreikningum vegna síðasta árs til Ríkisendurskoðunar nema Flokkur fólksins. Skilafrestur var til 1. október. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisendurskoðun er þess vænst að Flokkur fólksins skili innan fárra daga. Reikningur Pírata var ekki undirritaður af endurskoðanda en flokkurinn skilaði þó öllum gögnum sem vænst var.  
20.10.2019 - 14:24
Fóru gegn sátt við Samkeppniseftirlitið
Íslandspóstur aflaði ekki samþykkis Samkeppniseftirlitsins fyrir því að færa rekstur ePósts, dótturfélags fyrirtækisins, inn í Íslandspóst, áður en sameining félaganna kom til framkvæmda. Það braut gegn sátt Íslandspósts og Samkeppniseftirlitsins frá 2017, segir í niðurstöðum eftirlitsnefndar um sáttina. Nefndin gerir annars ekki athugasemdir við sameininguna og sér ekki ástæðu til aðgerða að svo stöddu. 
Kastljós
Innra eftirlit hjá lögreglu ekki nægilegt
Staða ríkislögreglustjóra og ummæli hans um hugsanlega spillingu innan lögreglunnar voru tekin fyrir í Kastljósi kvöldsins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, nýkjörinn formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, taldi koma til greina að fá Harald Johannessen ríkislögreglustjóra fyrir nefndina til að skýra orð sín. Eðlilegt væri að nefndin hefði aðhald og eftirlit með löggæslunni.
Ríkisendurskoðun geri úttekt vegna WOW
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskaði í gær eftir úttekt á aðkomu Samgöngustofu og Isavia að rekstri WOW air í aðdraganda og kjölfar gjaldþrots félagsins.
07.06.2019 - 16:17
Ríkisendurskoðun gerir úttekt á lögregluvopnum
Ríkisendurskoðun vinnur úttekt á skráningu, varðveislu og meðferð lögregluvopna hér á landi og stefnir að því að birta niðurstöður í opinberri skýrslu til Alþingis í haust. Útektin nær til embættis ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunnar og einstakra lögregluembætta og kannað hvort greina megi annmarka sem gætu haft áhrif á starf þeirra.
12.06.2018 - 11:43