Færslur: Ríkisendurskoðandi

Gagnrýna leynd um greinargerð ríkisendurskoðanda
Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess á Alþing í dag að greinargerð Ríkisendurskoðunar um Lindarhvol verði birt opinberlega. Þeir sökuðu forseta Alþingis um að standa í vegi fyrir að greinargerðin verði birt.
21.11.2022 - 16:59
Segir marga svekkta yfir að engin lögbrot hafi fundist
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur að stjórnarandstöðuþingmenn reyni að þyrla upp moldviðri með umræðum sínum um skýrslu Ríkisendurskoðanda um sölu Íslandsbanka. Þeir séu svekktir yfir því að ekkert finnist í skýrslunni um lögbrot við framkvæmdina og reyni því að snúa upp á alla umræðu um hana.
Viðtal
„Verðum að draga tilhlýðilegan lærdóm“ af bankasölunni
„Þetta tilboðsfyrirkomulag, því hefur aldrei áður verið beitt hér á Íslandi við sölu ríkiseigna. Þetta er hlutur sem ég held að við verðum að draga tilhlýðilegan lærdóm af. Ef þessu verður beitt aftur tel ég rétt að reisa ferlinu betri skorður en gert var núna,“ segir Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi. Fréttastofa náði tali af honum að loknum fundið stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis nú í kvöld.
Von á Íslandsbankaskýrslunni fyrir lok vikunnar
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verður að vonum afhent forseta Alþingis í vikunni. Þetta staðfesti Guðmundar Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi í samtali við fréttastofu. Hann segist ekki eiga von á að það takist að afhenda skýrsluna á morgun. „En við reiknum með því að henni verði skilað fyrir lok vikunnar.“
Engin tímasetning á Íslandsbankaskýrslu
Ríkisendurskoðandi hefur ekki sett tímamörk á hvenær embættið skilar forseta Alþingis skýrslu um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þetta kemur fram í skriflegu svari ríkisendurskoðanda við fyrirspurn fréttastofu RÚV. 
Íslandsbankaskýrslan ekki afhent fyrir helgi
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verður ekki afhent forseta Alþingis í þessari viku. Þetta staðfestir Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í samtali við fréttastofu í dag. Útgáfu skýrslunnar hefur ítrekað verið frestað, en í fyrstu var búist við henni í júní.
Íslandsbankaskýrsla til Alþingis í lok næstu viku
Ríkisendurskoðandi segir að skýrslu um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka verði að óbreyttu skilað til Alþingis í lok næstu viku. Þetta kemur fram í skriflegu svari ríkisendurskoðanda við fyrirspurn fréttastofu.
10.10.2022 - 11:04
Íslandsbankaskýrslu ekki skilað í þessum mánuði
Ekki verður hægt að klára skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrir lok þessa mánaðar. Þetta staðfestir Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi í samtali við fréttastofu.
26.09.2022 - 15:14
Leggja lokahönd á Íslandsbankaskýrslu
Ríkisendurskoðandi segir að vinna við gerð skýrslu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka sé á lokametrunum. Stefnt sé á að skila henni til Alþingis fyrir lok þessa mánaðar. Ólíklegt þykir að hún verði birt opinberlega fyrr en í byrjun næsta mánaðar.
20.09.2022 - 12:35
Íslandsbankaskýrsla tefst enn
Flest bendir til þess að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verði ekki send forseta Alþingis fyrr en eftir miðjan mánuð. Ríkisendurskoðandi segir skýrsluskrif á lokametrunum en töluverð vinna þó að þeim loknum - eins og rýni og umsagnarferli.
06.09.2022 - 12:21
Búast við skýrslunni um mánaðamótin
Búist er við að Ríkisendurskoðandi skili skýrslu, um sölu ríkisins á hlut sínum í Íslandsbanka, til Alþingis um mánaðamótin. Þetta segir Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, við fréttastofu.
Skýrsla Ríkisendurskoðunar frestast fram í ágúst
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verður ekki tilbúin fyrr en í fyrri hluta ágústmánuðar. Upphaflega átti skýrslugerðin að klárast í júní en henni hafði síðan verið frestað fram í lok júlí.
Býst við skýrslu Ríkisendurskoðanda í lok mánaðar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mælti á Alþingi í kvöld samkvæmt hefðinni fyrir tillögu sinni um frestun á fundum Alþingis fram í september. Forsætisráðherra minnti þó þingheim á að hún muni leita atbeina forseta Íslands til að kalla þing saman þegar úttekt Ríkisendurskoðanda á bankasölunni verði kynnt en skýrslan sé áætluð í lok júní.
Tólf vilja verða ríkisendurskoðandi
Tólf hafa gefið kost á sér í embætti ríkisendurskoðanda, tíu karlar og tvær konur. Embættið losnaði þegar Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, skipaði Skúla Eggert Þórðarson, þáverandi ríkisendurskoðanda, í embætti ráðuneytisstjóra í ráðuneyti sínu. Meðal umsækjenda er Guðmundur Björgvin Helgason, starfandi ríkisendurskoðandi, sem tók við embættinu meðan kosning nýs ríkisendurskoðanda er undirbúin.
25.04.2022 - 16:42
Segja skipan ráðuneytisstjóra lögmæta
Ráðning Skúla Eggerts Þórðarsonar, fyrrverandi ríkisendurskoðanda í embætti ráðuneytisstjóra menningar- og viðskiptaráðuneytis, er sögð hafa verið heimil og í samræmi við gildandi lagareglur um flutning embættismanna. Þetta kemur fram í svari frá ráðuneytinu til Umboðsmanns Alþingis, sem óskaði skýringa á því að starfið hefði ekki verið auglýst til umsóknar.

Mest lesið