Færslur: ríkisábyrgð

ESA: Stuðningur verði ekki meiri en tjón Icelandair
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur fallist á að ríkisábyrgð á lánalínu til Icelandair samræmist ákvæðum EES- samningsins um ríkisaðstoð. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að á næsta ári eigi Ísland að meta hvert raunverulegt tjón Icelandair varð sökum faraldursins. Ef veittur stuðningur er meiri en tjónið eigi Icelandair að skila mismuninum.
27.08.2020 - 10:35
Liggur á samþykkt ríkisábyrgðar
Forstjóri Icelandair segir brýnt að ríkisábyrgð á lánalínu til fyrirtækisins fái skjóta meðferð á þinginu enda stutt í hlutafjárútboð. Fjármálaráðherra vonast til að ekki komi til þess að fyrirtækið gangi á lánalínuna.
Framtíð Icelandair gæti ráðist í útboðinu
Samningar sem Icelandair hefur gert við kröfuhafa, birgja og fleiri lækka skuldbindingar félagsins um 61 milljarð króna. Þeir eru þó allir háðir því að takist að safna tilskilinni upphæð í fyrirhuguðu hlutafjárútboði.