Færslur: Rigning

Mannbjörg í Malasíu eftir að bát hvolfdi
Mannbjörg varð eftir að bát með átján innanborðs hvolfdi í aftakaveðri nærri malasísku ferðamannaeyjunni Langkawi í gær. Malasíska strandgæslan greinir frá því að fiskimenn hafi bjargað fólkinu síðdegis í gær en þess hafði verið leitað frá því um miðjan dag.
27.02.2022 - 04:33
Erlent · Asía · Veður · Malasía · Strandgæsla · Sjóslys · Illviðri · Rigning · úrhelli · ferðamenn
Þrengslavegi lokað - gul viðvörun í veðurkortunum
Veginum um Þrengsli hefur verið lokað vegna ófærðar en Hellisheiði er enn opin. Þar er þó þæfingsferð og skafrenningur líkt og víða á Vestur- og Suðurlandi. Björgunarsveitir á Suðurnesjum björguðu fólki í föstum bílum á Suðurstrandarvegi í kvöld. Gul veðurviðvörun tekur gildi á morgun.
Illviðri geisar um austurhluta Bandaríkjanna
Afar slæmt vetrarveður geisar nú um austanverð Bandaríkin með snjókomu og mikilli ísingu. Ríflega 235 þúsund manns eru nú án rafmagns og óttast að enn eigi eftir að fjölga í þeim hópi.
17.01.2022 - 03:19
Viðtal
Ísland framtíðarinnar: Meiri rigning
Úrkoma verður meiri hér á landi í framtíðinni og þá frekar í formi rigningar en snjókomu. Þetta eru niðurstöður ítarlegra rannsókna Landsvirkjunar á horfum í vatnabúskap eftir að jöklar hafa bráðnað. Veðrinu mun svipa til þess sem nú er í Skotlandi en líklega mun rigna meira en þar gerir. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir að bráðnun jökla hafi áhrif á vatnabúskap og vatnsaflsvirkjanir. 
Gular viðvaranir, hvassviðri og úrkoma í kortunum
Gular viðvaranir, hvassviðri og úrkoma einkenna veðurkortin í dag. Vetrarfærð er víða á fjallvegum um landið vestan-, norðan- og austanvert og aðstæður vara­sam­ar öku­tækj­um sem taka á sig mik­inn vind.
19.10.2021 - 11:34
Skil nálgast landið með skúrum og slydduéljum
Veðurstofan spáir rigningu, fimm til 13 metrum á sekúndu en þurrviðri fram eftir degi norðan- og norðaustanlands. Skilum sem nálgast landið fylgir smá vindstrengur suðvestantil.
12.10.2021 - 06:48
Morgunútvarpið
Aldrei heyrt önnur eins læti og í skriðunum
Bragi Kárason, bóndi á Nípá, kveðst aldrei hafa heyrt önnur eins læti og í skriðunum um helgina. Mikil úrkoma hefur verið á Norðurlandi eystra um helgina og hafa aurskriður fallið víða. Ástandið er sérstaklega slæmt í Þingeyjarsveit og hafa tólf bæir í Kinn og Útkinn verið rýmdir vegna skriðuhættu, þar á meðal Nípá.
04.10.2021 - 09:50
Sex bæir til viðbótar rýmdir í Kinn
Klukkan átta í kvöld var tekin sú ákvörðun að rýma sex bæi til viðbótar í Kinn í Suður-Þingeyjarsýslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra í kvöld og að íbúar hafi þegar yfirgefið bæina sem eru sunnar en þeir bæir sem áður voru rýmdir.
Sjónvarpsfrétt
„Fjallið er komið niður"
„Ég hef ekkert heim að gera. Allt láglendið er undir vatni og fjallið er komið að stórum hluta niður, segir Hlöðver Hlöðversson, bóndi á Björgum í Útkinn. Stórir hlutar sveitarinnar urðu aurskriðum að bráð í nótt í mestu rigningum þar í manna minnum. Flytja þurfti fjölskylduna á brott með þyrlu, eftir að hún varð innlyksa á milli skriðnanna.
03.10.2021 - 18:54
Hafa dælt vatni í alla nótt og enn rignir linnulaust
Slökkvilið Fjallabyggðar og björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast á Ólafsfirði í nótt og búist er við að áfram rigni til hádegis. Jóhann K. Jóhannsson slökkviliðsstjóri segir að slökkviliðið skipti nú út þreyttum mannskap fyrir óþreyttan og að aðgerðum sé hvergi nærri lokið.
Rýming í Útkinn: „Aldrei vitað aðra eins rigningu“
Hættustigi var lýst yfir í Kinn og Útkinn í Þingeyjarsýslum á öðrum tímanum í nótt vegna úrkomu og skriðuhættu. Nokkrir bæir í Útkinn voru rýmdir, Björg, Ófeigsstaðir, Rangá, Engihlíð og Þóroddsstaðir. Hátt í þrjátíu manns þurftu að yfirgefa heimili sín. Nokkrar aurskriður féllu í nótt og sums staðar er hátt í einn og hálfur metri af aur á vegum.
03.10.2021 - 08:10
Aurskriður falla í Þingeyjarsveit vegna mikillar úrkomu
Það hefur verið töluverð úrkoma á norðanverðu landinu í dag. Vegurinn um Útkinn í Þingeyjarsýslum er lokaður vegna aurskriðu við bæinn Björg. Stór aurskriða féll við bæinn síðdegis sem skemmdi ljósleiðara og bóndi á svæðinu er búinn að koma búfénaði í skjól. Von er á áframhaldandi úrkomu á svæðinu í kvöld.
02.10.2021 - 17:50
Gul veðurviðvörun fyrir allt landið í dag
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun sem gildir um land allt. Djúp haustlægð gengur yfir landið með hvassviðri og stormi ásamt mikilli rigningu en slyddu eða snjókomu á heiðum norðantil á landinu.
Rignir í öllum landshlutum næstu daga en frekar hlýtt
Næstu dagar verða vætusamir í öllum landshlutum, þótt einhverjir hlutar daganna verði alveg þurrir. Smálægðir við landið sjá til þess að vindáttir verði breytilegar en hiti verður þokkalegur, á bilinu 5-17 stig næstu þrjá daga.
15.09.2021 - 08:14
Innlent · Veður · Rigning · Haust · Veðurstofan
Nokkur útköll á Snæfellsnesi vegna veðurs
Suðaustan hvassviðri hefur gengið yfir vesturhluta landsins í dag. Björgunarsveit Landsbjargar hefur nú þegar sinnt nokkrum útköllum í tengslum við veðrið í kvöld á Snæfellsnesi.
04.09.2021 - 22:53
Úrhellisrigning og flóð valda usla á Spáni
Gríðarlegt úrhelli olli flóðum á Spáni í dag, þúsundir voru án rafmagns auk þess sem loka þurfti vegum og járnbrautarlínum. Símasamband var einnig að skornum skammti.
02.09.2021 - 01:45
Erlent · Hamfarir · Náttúra · Umhverfismál · Veður · Spánn · Katalónía · Flóð · úrhelli · Rigning · Pedro Sanchez · Madrid · samgöngur
Allt á floti í sænsku borginni Gävle og nágrenni
Úrhellisrigning í borginni Gävle, Vestmannalandi og Dölunum í Svíþjóð hefur valdið miklum flóðum. Enn meiri rigningu er spáð á svæðinu en lögregla segir hamfarir ganga yfir. Vatnshæð nær sums staðar nokkrum metrum. Flætt hefur inn í byggingar og vegum hefur verið lokað.
18.08.2021 - 17:20
Erlent · Hamfarir · Veður · Svíþjóð · Evrópa · Rigning · Flóð · Gavle
Sjö látin í hamfaraflóðum í Addis Ababa
Sjö eru látin í hamfaraflóðum í Addis Ababa höfuðborg Eþíópíu. Nokkrir liggja einnig á sjúkrahúsi en ofsafengin rigning hefur gengið yfir svæðið síðan í gær.
18.08.2021 - 12:39
Hætta á flóðum og skriðuföllum í suðvesturhluta Japan
Hundruð þúsunda Japana hafa verið beðnir að yfirgefa heimili sín af ótta við að gríðarlegt steypiregn geti komið af stað flóðum og skriðuföllum.
12.08.2021 - 11:14
Erlent · Hamfarir · Veður · Japan · Asía · Rigning · úrhelli · Flóð · Skriðuföll · Nagasaki
Líkur á eldingum í dag
Von er á úrkomu og hlýju veðri í dag og gætu því fylgt eldingar, að sögn Veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Áfram verður hæg breytileg átt og nokkuð hlýtt, eða 10 til 17 stig.
04.08.2021 - 09:03
Síðdegisskúrir á landinu í dag
Líkur eru á lítilsháttar rigningu af og til til miðnættis annaðkvöld og allvíða verða síðdegisskúrir. Áfram verður hæg suðlæg eða breytileg átt á landinu. Samkvæmt Veðurstofu Íslands verður hiti á bilinu 8 og átján stig.
03.08.2021 - 07:52
Loksins rigning
Eftir um mánaðar þurrka- og hlýindatíð er farið að rigna á Norður- og Austurlandi. Umsjónarmaður Lystigarðsins á Akureyri segir að nauðsynlegt hafi verið að vökva á hverjum degi frá lokum júní og er himinsæl að geta nú tekið frí frá vökvuninni.
28.07.2021 - 10:10
Óráðlegt að nota dróna til að eyða skýjum hér við land
Stjórnvöld í Dubai notuðu nýverið flugsveit dróna til að framkalla rigningu þegar veður gerðist óþægilega heitt og þurrt. Ýmsum gæti eflaust hugnast að stjórna veðrinu hér á landi og fjölga sólardögum með aðstoð rafmagnaðra dróna en veðurfræðingur segir að það sé ekki heppilegt í framkvæmd.
26.07.2021 - 19:09
Hljóðmynd
Það er ekkert víst að það rigni í allt sumar
Þó svo að kalt og blautt sé á syðri helmingi landsins og hitinn nái hvergi á landinu tveggja stafa tölu er það ekki vísbending um að sumarið verði ómögulegt veðurfarslega séð. Síðustu vikur hefur hitinn verið þremur til fjórum gráðum undir meðaltali síðasta áratuginn.
18.06.2021 - 13:38
Væta sunnan- og vestanlands en þurrt að mestu nyrðra
Suðlægar áttir leika um landið í dag og áfram næstu daga. Vestanlands má búast við suðaustankalda og hvassviðri í 10 til 18 metrum á sekúndu og jafnvel að enn hvassara verði á Snæfellsnesi. Það eru varasamar aðstæður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.
30.05.2021 - 08:09