Færslur: Rigning

Gul veðurviðvörun fyrir allt landið í dag
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun sem gildir um land allt. Djúp haustlægð gengur yfir landið með hvassviðri og stormi ásamt mikilli rigningu en slyddu eða snjókomu á heiðum norðantil á landinu.
Rignir í öllum landshlutum næstu daga en frekar hlýtt
Næstu dagar verða vætusamir í öllum landshlutum, þótt einhverjir hlutar daganna verði alveg þurrir. Smálægðir við landið sjá til þess að vindáttir verði breytilegar en hiti verður þokkalegur, á bilinu 5-17 stig næstu þrjá daga.
15.09.2021 - 08:14
Innlent · Veður · Rigning · Haust · Veðurstofan
Nokkur útköll á Snæfellsnesi vegna veðurs
Suðaustan hvassviðri hefur gengið yfir vesturhluta landsins í dag. Björgunarsveit Landsbjargar hefur nú þegar sinnt nokkrum útköllum í tengslum við veðrið í kvöld á Snæfellsnesi.
04.09.2021 - 22:53
Úrhellisrigning og flóð valda usla á Spáni
Gríðarlegt úrhelli olli flóðum á Spáni í dag, þúsundir voru án rafmagns auk þess sem loka þurfti vegum og járnbrautarlínum. Símasamband var einnig að skornum skammti.
02.09.2021 - 01:45
Erlent · Hamfarir · Náttúra · Umhverfismál · Veður · Spánn · Katalónía · Flóð · úrhelli · Rigning · Pedro Sanchez · Madrid · samgöngur
Allt á floti í sænsku borginni Gävle og nágrenni
Úrhellisrigning í borginni Gävle, Vestmannalandi og Dölunum í Svíþjóð hefur valdið miklum flóðum. Enn meiri rigningu er spáð á svæðinu en lögregla segir hamfarir ganga yfir. Vatnshæð nær sums staðar nokkrum metrum. Flætt hefur inn í byggingar og vegum hefur verið lokað.
18.08.2021 - 17:20
Erlent · Hamfarir · Veður · Svíþjóð · Evrópa · Rigning · Flóð · Gavle
Sjö látin í hamfaraflóðum í Addis Ababa
Sjö eru látin í hamfaraflóðum í Addis Ababa höfuðborg Eþíópíu. Nokkrir liggja einnig á sjúkrahúsi en ofsafengin rigning hefur gengið yfir svæðið síðan í gær.
18.08.2021 - 12:39
Hætta á flóðum og skriðuföllum í suðvesturhluta Japan
Hundruð þúsunda Japana hafa verið beðnir að yfirgefa heimili sín af ótta við að gríðarlegt steypiregn geti komið af stað flóðum og skriðuföllum.
12.08.2021 - 11:14
Erlent · Hamfarir · Veður · Japan · Asía · Rigning · úrhelli · Flóð · Skriðuföll · Nagasaki
Líkur á eldingum í dag
Von er á úrkomu og hlýju veðri í dag og gætu því fylgt eldingar, að sögn Veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Áfram verður hæg breytileg átt og nokkuð hlýtt, eða 10 til 17 stig.
04.08.2021 - 09:03
Síðdegisskúrir á landinu í dag
Líkur eru á lítilsháttar rigningu af og til til miðnættis annaðkvöld og allvíða verða síðdegisskúrir. Áfram verður hæg suðlæg eða breytileg átt á landinu. Samkvæmt Veðurstofu Íslands verður hiti á bilinu 8 og átján stig.
03.08.2021 - 07:52
Loksins rigning
Eftir um mánaðar þurrka- og hlýindatíð er farið að rigna á Norður- og Austurlandi. Umsjónarmaður Lystigarðsins á Akureyri segir að nauðsynlegt hafi verið að vökva á hverjum degi frá lokum júní og er himinsæl að geta nú tekið frí frá vökvuninni.
28.07.2021 - 10:10
Óráðlegt að nota dróna til að eyða skýjum hér við land
Stjórnvöld í Dubai notuðu nýverið flugsveit dróna til að framkalla rigningu þegar veður gerðist óþægilega heitt og þurrt. Ýmsum gæti eflaust hugnast að stjórna veðrinu hér á landi og fjölga sólardögum með aðstoð rafmagnaðra dróna en veðurfræðingur segir að það sé ekki heppilegt í framkvæmd.
26.07.2021 - 19:09
Hljóðmynd
Það er ekkert víst að það rigni í allt sumar
Þó svo að kalt og blautt sé á syðri helmingi landsins og hitinn nái hvergi á landinu tveggja stafa tölu er það ekki vísbending um að sumarið verði ómögulegt veðurfarslega séð. Síðustu vikur hefur hitinn verið þremur til fjórum gráðum undir meðaltali síðasta áratuginn.
18.06.2021 - 13:38
Væta sunnan- og vestanlands en þurrt að mestu nyrðra
Suðlægar áttir leika um landið í dag og áfram næstu daga. Vestanlands má búast við suðaustankalda og hvassviðri í 10 til 18 metrum á sekúndu og jafnvel að enn hvassara verði á Snæfellsnesi. Það eru varasamar aðstæður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.
30.05.2021 - 08:09
Hættu- og óvissustigi aflétt um sunnanvert landið
Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að að aflétta hættu- og óvissustigi vegna gróðurelda frá Austur-Skaftafellssýslu að Hvalfjarðarbotni í samráði við lögreglustjórana á Suðurlandi, Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu.
28.05.2021 - 13:58
Votviðri dregur úr hættu á gróðureldum
Útlit er fyrir að lægðir gangi yfir landið næstu daga og talsverðri rigningu er spáð á sunnanverðu landinu um helgina sem dregur úr hættu á gróðureldum. Búast má við hvössum vindi sem er varasamur fyrir farartæki sem taka á sig vind.
Austlægar áttir með skúrum eða slydduéljum
Austlægar áttir leika um landið og gengur á með skúrum eða slydduéljum, síst norðantil á landinu. Ástæðan er víðáttumikið hæðasvæði sem liggur enn yfir Grænlandi og Íslandi en dýpkandi lægð sem er langt suður í hafi þokast austur.
14.05.2021 - 06:45
Skúrir eða slydduél norðan- og austanlands í kvöld
Veðurstofan spáir suðlægri átt, víða 3 til 8 metrum á sekúndu og rigningu með köflum. Síðdegis gengur í norðan 5 til 10 og styttir upp sunnantil en búast má við skúrum eða slydduéljum norðan- og austanlands í kvöld.
25.04.2021 - 06:26
Spáir suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum
Talsverð rignir á Suðausturlandi fram eftir morgni en svo dregur úr úrkomunni. Gert er ráð fyrir suðvestan 8 til13 metrum á sekúndu og skúrum eftir hádegi á. Hiti 4 til 9 stig en kólnar með kvöldinu.
16.04.2021 - 06:44
Vaxandi suðaustanátt og rigning í kortunum
Veðurstofan spáir vaxandi suðaustanátt í dag, víða 13 til 20 metrum á sekúndu eftir hádegi. Það verður rigning um landið sunnan- og vestanvert, og sums staðar talsverð rigning, einkum á Suðausturlandi.
15.04.2021 - 06:37
Allt að 14 stiga hiti norðantil á landinu
Veðurstofan spáir sunnan- eða suðvestankalda eða stinningskalda, 8 til 13 metrum á sekúndu og dálítilli rigningu eða skúrum í dag. Áfram verður þurrt og bjart Norðaustan- og Austanlands.
14.04.2021 - 06:49
Skúraleiðingar á Austfjörðum í dag eftir úrhellisregn
Mikið hefur rignt á Suðausturlandi og Austfjörðum síðasta sólarhringinn. Á Suðausturlandi mældist mesta úrkoman á Kvískerjum, eða rétt rúmir 100 millímetrar síðasta sólarhring í sjálfvirkan úrkomumæli.
15.02.2021 - 06:43
Útlit fyrir rigningu í dag og um helgina
Í dag er spáð nokkuð hvassri austan- og suðaustanátt suðvestanlands, en björtu veðri norðantil á landinu. Úrkoma verður líklega óveruleg þar til í kvöld þegar fer að rigna um landið suðaustanvert.
12.02.2021 - 06:51
Hiti yfir frostmarki og skúrir eða él
Veðurstofan spáir suðaustan kalda eða stinningskalda í dag. Hiti verður frá frostmarki að fimm stigum, lítilsháttar skúrir eða él. Þurrviðri er á Norður- og Austurlandi og hægari vindur og hiti yfir frostmarki.
11.02.2021 - 06:53
Víða mikil rigning — ráð að huga að niðurföllum
Enn rignir á Suðausturlandi og Austfjörðum og Veðurstofan varar við auknu afrennsli með tilheyrandi vatnavöxtum. Í nýrri athugasemd frá veðurfræðingi á vef Veðurstofu Íslands er fólk hvatt til að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón.
13.12.2020 - 18:42
Éljagangur í dag en hlýnar eftir helgi
Óveðurslægð gærdagsins er komin norður fyrir land og fjarlægist en Veðurstofan spáir éljagangi í dag í stífri suðvestanátt, 10 til 18 metrum á sekúndu.
06.11.2020 - 06:41