Færslur: RIFF 2017

Kúrekinn hlaut Gullna lundann
Kvikmyndin Kúrekinn, eða Rider, hlaut Gullna lundann, aðalverðlaun alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, RIFF. Þetta var tilkynnt á lokahófi hátíðarinnar í kvöld. Kúrekinn er eftir leikstjórann Chloé Zhao og atti kappi við tólf aðrar myndir, en aðalverðlaun RIFF eru jafnan veitt fyrir fyrsta eða annað verk leikstjóra.
07.10.2017 - 22:43
Þrjár sjálfssögur á RIFF
Gunnar Theodór Eggertsson hitar upp fyrir lokasprettinn á RIFF – alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Hér fjallar hann um þrjár sjálfssögulegar kvikmyndir á hátíðinni, Irmu Vep eftir heiðursgestinn Olivier Assayas, Looking for Oum Kulthum í leikstjórn Shirin Neshat og mynd Ivönu Mladenovic Hermenn: Saga frá Ferentari.
06.10.2017 - 19:05
Ástleysi og draumar – fjórar vitranir á RIFF
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík er nú í fullum gangi í fjórtánda sinn og kvikmyndarýnir Lestarinnar fór að sjá fjórar myndir úr verðlaunaflokki hátíðarinnar, Vitrunum, sem eru þar af leiðandi fyrstu eða aðrar myndir leikstjóra.
03.10.2017 - 19:20
Gagnrýni
Falleg saga um hommaklám
Tom of Finland, leikin mynd um ævi finnska listamannsins Tauko Laaksonen, var frumsýnd með viðhöfn í Háskólabíó í gær. Sýningin er hluti af dagskrá Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, en þessi sjöunda mynd í fullri lengd verðlaunaleikstjórans Dome Karukoski var framlag Finna til Óskarsverðlaunanna í ár.
Karlmennska, birnir og sjálfsíhugun á RIFF
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík hófst fyrir helgi. Hér má lesa stutta umfjöllun um þrjár af þeim myndum sem sýndar eru á hátíðinni.
Viðtal
Myndirnar koma eins og innbrotsþjófur að nóttu
„Ég vissi hvað ég ætlaði að leggja fyrir mig í lífinu. Þetta snerist meira um hvort ég sætti mig við og tæki ábyrgð á örlögum mínum, því ég vissi að þetta yrði erfitt líf,“ segir þýski kvikmyndaleikstjórinn Werner Herzog, sem er heiðursgestur Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík - RIFF - í ár.
30.09.2017 - 15:47
Lifandi raftónlist við þögla mynd um geimveru
Þöglar kvikmyndir lognuðust að mestu út af sem listform í kringum 1930 en fyrir þann tíma voru iðulega hljómsveitir í kvikmyndahúsum sem léku lifandi tónlist við þær myndir sem sýndar voru.
28.09.2017 - 12:55
Werner Herzog heiðursgestur á RIFF
Werner Herzog, einn áhrifamesti kvikmyndagerðarmaður okkar tíma, verður heiðursgestur á RIFF – Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, sem fer fram 28. september - 8. október.
29.08.2017 - 19:57
Egill óskar eftir „nýjum karakterum“
Listamaðurinn Egill Sæbjörnsson kemur til með að leiða sérstakan keppnisflokk stuttmynda á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF. Egill vill enn fá fleiri myndir á hátíðina, þar sem kvikmyndagerðarfólk er hvatt til að skapa karakter, eða finna jafnvel sitt eigið innra sjálf.
11.08.2017 - 14:33