Færslur: reynslulausn
Krafa Breiviks um reynslulausn tekin fyrir í dag
Dómstóll í Þelamörk í Noregi tekur kröfu Anders Behrings Breivik um reynslulausn fyrir í dag. Tíu ár eru síðan hann var dæmdur til 21 árs fangavistar fyrir fjöldamorð í Ósló og Útey. Almennt er búist við að kröfunni verði hafnað en ætla má að málflutningur taki þrjá daga.
18.01.2022 - 03:00
O. J. Simpson er frjáls maður
Bandaríski fyrrverandi kvikmyndaleikarinn og ruðningsstjarnan O.J. Simpson telst nú frjáls maður eftir að hann lauk fjögurra ára reynslulausn sinni sinni sem hófst árið 2017.
15.12.2021 - 02:36